lag Dikta - Someone, somewhere og myndin Howl's moving castle!!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
föstudagur, mars 17, 2006
lag Dikta - Someone, somewhere og myndin Howl's moving castle!!
mánudagur, mars 13, 2006
þriðjudagur, mars 07, 2006
konan á heima bakvið eldavélina (kvótað í ónefndan ráðherra).
laugardagur, mars 04, 2006
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
á það ekki að þýða peninga?
föstudagur, febrúar 24, 2006
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
I DON'T HAVE FU***** TIME FOR THIS!!
Ætla að skella dvd á fóninn og liggja í kuðli fyrir framan skjáinn
með eina rúsínu, sem ég fann á gólfinu, fyrir kvöldmat..
laugardagur, febrúar 18, 2006
(aka flaska af vatni)
föstudagur, febrúar 10, 2006
sunnudagur, janúar 29, 2006
þriðjudagur, janúar 17, 2006
föstudagur, janúar 13, 2006
heilla borgarbörnin upp úr skónum!
hin harða heim íslenskra neytenda!!
Arr..er að hugsa um að drekkja mér í kakóbollanum!
fimmtudagur, janúar 12, 2006
þriðjudagur, janúar 03, 2006
föstudagur, desember 23, 2005
Hindi - Shub Naya Baras
Hungarian - Kellemes Karacsonyiunnepeket & Boldog Új Évet
Iban -Selamat Ari Krismas enggau Taun Baru
njótið kærleikans og að gleðjið aðra!
..geng ég til jólaljóssins með seríu í hjarta og músastiga um hálsinn!!
laugardagur, desember 17, 2005
bónus súkkulaði og belgískt lúxussúkkulaði...
eða gervileðursófa frá Ikea og ekta ítalskan leðursófa hannaður af Ferrari krúinu!
mánudagur, desember 12, 2005
Já..það er ekkert sjálfgefið að tilvera nemenda sé eintómt sældarlíf. Hvað þá sveitaliðsins við LBHÍ; fólks sem er í blóma lífsins, leigir úti á landi og stundar nám með sveitaloftið beint í æð.
Nei, nám er lífstíll eins og vitur maður sagði í auglýsingu forðum. Hvurslags lífstíll kemur þá sérstaklega í ljós þegar líður að prófum og þú hefur ekki verið dugleg við að lesa námsefnið. Álíka dugleg við það eins og að fylgjast með kappræðum á Alþingi.
Við skulum líta á nokkur einkenni:
- nemanda gengur erfiðlega að koma sér á fætur þar sem enginn hvati virðist vera til staðar og skammdegisþunglyndið er farið að síast í gegnum birtuna frá Ikea jólaljósaseríunni.
- bjór liggur óhreyfður inn í ísskáp (sem er að mestu tómur) og nemandi sér hann í hillingum svífa um loftlausa íbúðina. En eins og flestum er kunnugt neyðast flestir nemendur til að neita sér um þessa forboðnu nautn yfir próflesturstímabilið.
- innihald ísskápsins í heildina er álíka fjölbreytt & innihaldsríkt og tónlistasmekkur FM957 liðsins. Nemandi er svo uppstressaður og naglanagaður að hlutir eins og næring gleymast þar til garnirnar verða háværari en hugsanasuðið. Þá er stokkið í Bónus, sem er sjaldan jafn fátækt af kaupglöðum nemendum! Orkurík næring eins og nammi og Magic og kaffi fyllir körfuna..
- óhreina taus-hóllinn er orðinn að ógnandi fjallgarði og þvottavélin hætt að muna eftir nemandanum og farin að telja götin á vindunni sinni.
- svo eru jólin á næsta leiti og þau fara jafn vel í blóðþrýstinginn og budduna eins og prófin! Jólafríið fer svo í það að kaffæra stressinu í girnilegum og góðum mat og ná sér eftir spennufallið sem aðfangadagur er.
Þetta voru þessi helstu einkenni sem fylgja jólaprófsnemandanum. Ef þið eruð á ferð um Kringluna í jólagjafaferð og sjáið einhvern sem er heldur spastískur í hreyfingum..verið ekki of fljót að dæma; þetta gæti verið hinn sanni jólaprófsnemandi sem er ekki alveg komin úr prófsalnum. Er ennþá kuðlaður við borðið að skrifa með einni hendi og hina hendin annað hvort að klóra hársvörðin í leit að svörunum eða puttarnir afnaglaðir! Sýnið umburðalyndi á þessu hátíðartímabili og gefið þeim ekki falleinkunn við fyrstu sýn!
Gleðileg próf/jól!!
fimmtudagur, desember 08, 2005
Síðasti skóladagurinn í dag og hreingerningar eru að klárast. Nú þarf bara að létta af sér ýmsum loforðum áður en árið er á enda! Mundi eftir einu loforði þegar ég slökkti á kertunum (sem voru komin útum allt borð): skrifum um kvennafrídaginn og tengdu efni. Here we go (vinsamlegast athugið..ekki fyrir viðkvæma og hörundsára! og þetta er ekki byggt á 100 % sannindum, heldur minni skoðun. Getur vel verið að ég fari með rangt mál..þá tjáiru þig bara!) :
sem skipta ykkur máli!
sunnudagur, desember 04, 2005
föstudagur, nóvember 11, 2005
As I was sitting in front of the telly...nei bíðum nú hæg. Engelsk? Jeg??
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Á ilmandi og friðsælum sumardegi berst til eyrna ómur af hlátri.
mánudagur, október 31, 2005
laugardagur, október 29, 2005
Hvaðahvaða...snjókorn hrúgast niður á allt og alla! Eintóm hamingja en alltaf eru Íslendingar jafn hissa og alltaf er einhver hreyfing sem endar illa. Árekstrar og útafkeyrslur eru ekki ánægjulegar.
Komst slysalaust suður í bæinn. Kíkti um kvöldið á Sirkus (staðinn ekki stöðina!) þar sem hljómsveitin KampKnox var að spila. Þau stóðu sig með eindæmum vel við furðulegar undirtektir liðsins á staðnum. Þegar þau höfðu lokið sér af kom Björk Guðmundsdóttir inn úr hríðinni og hristi fram einhverjar plötur sem hún blastaði í botn við mikinn fögnuð furðufuglanna.
Æi..var með tvær vangaveltur sem ég var búin að skrifa á pappír! En sá hugsanapappír er heima á Hvanneyri..þannig hann verður kominn inn í vikunni!
Er að fara í afmælisveislu í kvöld...væntanlega í trömpurunum og snjóbuxum eins og í gær! Nei djók...þetta verður varabúnaðurinn! Hlakka mikið til að kíkja á Bárugötuna þar sem góður mannskapur og fíneríis veitingar fara saman!!
sunnudagur, október 23, 2005
föstudagur, október 21, 2005
Ójá...prófin eru yfirstaðin! Rumpaði tveimur heimspeki stuttritgerðum af á innan við klukkutíma, en varð að bíða þar til klukkutími væri liðin af próftímanum svo rétt væri rétt!
miðvikudagur, október 19, 2005
Am i hiding..in the shadows? Tja, það er spurning!
mánudagur, október 17, 2005
Úps, eggin eru að springa! Greinilega farið of geist af stað í þessu...
miðvikudagur, október 12, 2005
mánudagur, október 10, 2005
föstudagur, október 07, 2005
miðvikudagur, október 05, 2005
Úffpjúff..það er svo mikið í gangi að það nýjasta hjá mér núna, er að ég snýst í kringum sjálfa mig! Og post-it neonlitaður miði er minn sálufélagi!!
Það sem ég hef verið að gera síðan síðustu skrif:
Fimmtudag: klárað rannsóknarverkefni í aðferðafræði, fjárhúsgrillpartý um kvöldið (mikið gaman og mikið stuð).
Föstudag: kaffiboð hjá formanni útivistaklúbbsins (myndarstrákar hérna..komu með rjúkandi pönnukökur og fleira meðlæti. Yndislegt samfélag hérna, og til mikillar fyrirmyndar!). Svo var farið í bæinn..missti þar með af Catan kvöldi og karamellu ''bökun''!
Laugardag: heilsað betri helmingi fjölskyldunnar, en þau voru að koma frá Danmörku. Tekið minn skerf af nammigóssinu, usb lykil, mp3 spilara, krem og fleira! Síðan var skroppið í bæinn, knúsað góðan vin úr Kvennó og spjallað, keypt CD með tónlist frá Perú og Írlandi. Náð í myndavél sem festi kaup á (Canon 350d)..borðað og svo lagt í hann upp á Hvanneyri. Ég og Halla (form. útivistaklúbbs) vorum semsagt að fara út á Gufuskála. Þar var samæfing björgunarsveita Vesturlands um helgina, og við ætluðum að kíkja í sig-hellaskoðun með fólkinu á sunnudeginum. Ferðin norður/vestur var frábær...við lögðum seint af stað eftir að hafa hrúgað öllu dótinu í aftursætin á Alla (Toyotu pikköpp) og stoppað í grenjandi rigningunni til að festa hlerann yfir pallinum og pumpa lofti í dekkin. Til að stytta sér stundir á leiðinni gerðum við eftirfarandi: borðuðum kex með ostasalati og túnfisksalati við mjög frumstæða aðstæður (engin skeið og ekkert ljós..og á ferð). Einnig var brugðið á leik með því að snara bæjarnöfnum yfir ensku...Slitvindastaðir munu vera Tornwindyplace til dæmis. Ferðinn dróst reyndar mjög á langinn við þennan leik þar sem iðulega þurfti að hægja ferðina til að lesa á skiltin og jafnvel bakka! Umferðin var ekki mikil og til að gera slæmt betra þá töldum við bílana svona: 2 bílar = 12..og 5 bílar = 12.345 bílar. Sem þýðir að við mættum 123.456 bílum! ;)
Sunnudag: eftir að hafa komið seint á Gufuskála og horft á liðið spila partý og co. var farið að sofa, til tæplega níu. Skellt sér í frískandi svala sturtu (ekkert heitt vatn) og lagt í'ann. Vegna veðurs var hætt við upprunalega hellaferðina í Stóra-Saxa og farið í vatnshelli svo enginn þyrfti að húka við hellismunnann í slagveðrinu.
Alls vorum við 15 björgunarsveitarmeðlimir frá Skaganum, Borgarnesi, Kjalarnesi, Hellissandi og eitthvað annað!
Ferðin var frábær..skriðið í drullu til að komast inn í hellinn, sigið niður 7 m klettavegg til að komast inn í botn og svo híft upp aftur eða ''júmmað''. Spilað á munnhörpu og hummað með, gálgahúmor flaug og myndir voru teknar. Og að sjálfsögðu var skipt 5 bollum af rjúkandi góðu kakói á milli allra!!
Þegar komið var upp á yfirborðið tók sólin á móti okkur...eða þá að við lokkuðum hana upp úr dýpinu! Keyrt var heim meðfram syðrihluta nessins og haustlitirnir geisluðu. Sveittur hamborgari með eggi og beikoni er svo góður endapunktur hjá Borgarness sveitinni..og Fjallaljónið-Halla og Súper-María fylgdu með!
Mánudag: karfa kl.07, út að fljúga flugdreka í góða veðrinu eftir skóla, fótbolti kl.18, eldað mat fyrir tvo og kósí heitur pottur fyrir svefninn.
Þriðjudag: farið í Bónus og keypt í matinn, bandí kl.16, unnið stærðfræði verkefni, eldað mat fyrir tvo og farið á haustfund skólafélagsins og kynnt sig. Jamm, ég er búin að bjóða mig fram í ritstjórn skólablaðsins!
Í dag: ganga upp fjall kl.06.30 (æðislegt!!), kosningar í nefndir, fundur hjá lista- og menningaklúbbi kl.17, fundur hjá ljósmyndaklúbbi kl.20.
fimmtudagur, september 29, 2005
Yup, enn er snjór í fjöllum og enn ég stödd á Hvanneyri!
Var að klára verkefni í aðferðafræði sem er í engu samræmi við erfiðleika námsefnis! Námsefni er upp á 3 í erfiðleikastigi en verkefnið er meira eins og 20! En..við kláruðum það! Rannsóknarverkefni um sumarexem hrossa! Aha...
Er að fínpússa það núna og svo er það sent til kennarans, sem er í Kína þessa stundina!
Síðan er klukkan fjögur veiðikeppni Hvannó..mæta í lopapeysunni með öngul í kjaftinum, stöngina í hendi og heitt kakó í hinni. Veitt verða verðlaun fyrir tilþrif, stærsta fisk og smæsta o.sv.fr.
Að henni lokinni er fjárhúsgrill, þar sem bændadeildin er komin í hús. Þeir sem veiddu eitthvað geta þá skellt því á grillið, en óferskir aðilar eins og ég geta komið með eitthvað annað...!
þriðjudagur, september 27, 2005
þriðjudagur, september 20, 2005
Góðann miðvikudag!!
mánudagur, september 12, 2005
fimmtudagur, september 08, 2005
Mikið stuð, mikið grín, endalaust góð og afslöppuð stemning á liðinu sem ég hef kynnst!
Hafið það gott borgarbörnin mín nær og fjær!
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Tjus mit folk!!
mánudagur, ágúst 29, 2005
Ein vika í skólanum liðin...og næsta byrjuð!
Annars bið ég bara góða og fallega nótt!
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
föstudagur, ágúst 19, 2005
sunnudagur, ágúst 14, 2005
vaknað klukkan sex,
keyrt norður frá 7-11,
rafting frá 13.30-17.30
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Jæja folks...þá fer að styttast í að skólinn hefjist á ný...sem þýðir að sumarið er að renna út!
Og hvað er maður svo búin að gera í sumar?
Kynnast mýflugunum nánar að Mývatninu hinu fagra.
Rölta 260 km með 3 metra langa stöng á öxlinni.
Ná mér í helvíti gott stuttbuxnafar, bolafar, hlýrabolafar...og SOKKAFAR!! Svo er maður með fallega hvítar broshrukkur útfrá augunum...
Horfa á býflugur í þúsundatali gefa upp öndina við þjóðveginn.
Eyða nokkrum klukkutímum í vangaveltur um athafnir íslensku þjóarinnar í ökutækjum...útfrá notuðum verjum sem liggja eins og hráviði við vegkanta landsins!
Síðasti dagurinn var svo kórónaður í þeim efnum þegar við rákum augun í kassa utan að pumpu...af þeirri gerðinni sem allir þekkja úr Austin Powers myndunum!!
Ég hef labbað í mígandi rigningu, hífandi roki (þar hefuru það Friðrik Dagur! Það er meira rok á Mývatni en á Kjalarnesi!!), brakandi sól og blanka logni. Hitastig frá 2° upp í 25° yfir allt sumarið er býsna breitt bil...
Svo hefur maður kynnst alls konar fólki..allt frá forvitnum bændum sem bjóða manni upp á kaffi og eru ekkert nema almennilegheitin, yfir í froðufellandi ökuþóra eða stóriðjumótmælendur/náttúruverndarsinna sem skjóta mann niður með laser-augum sínum um leið og þau heyra orðið Landsvirkjun nefnt. Andúðin gegn fyrirtækinu er ekki jafn dulin eins og áður fyrr og er það jákvætt....að ég held...að fólk láti í ljós skoðanir sínar.
Gott dæmi um paranoiuna í okkur í lok sumarsins: erum að mæla til baka að bílnum þegar við sjáum í fjarska einhvern labba að Patrolnum, kíkja inn og snuðra í kringum hann þar sem hann er í vegkantinum. Hugsum strax hvort hann sé ekki læstur og höldum áfram að mæla þó með auknum hraða. Klárum bilið á mettíma og kíkjum hikandi á bílinn...en enginn bílsprengja, borði með áróðursorðum eða pissublettur á bílgreyinu. Andvörpuðum öll af létti og hlógum af ímyndunarveikinni í okkur!
Núna tekur við annar kafli...skóli framundan og nám sem fékk hárin til að rísa á nokkrum íhaldssömum starfsmönnum Landsvirkjunar: Umhverfisfræði við Lbhí - Hvanneyri!!
En þekking er af hinu góða, eyðir fordómum og kemur í veg fyrir ranga notkun mannsins og túlkun á ýmsu í ferli lífsins. Svo ekki sé minnst á umburðarlyndi okkar gagnvart öðrum af okkar kyni, burtséð hvernig hann er á litinn eða hverju hann trúir....
sunnudagur, ágúst 07, 2005
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Jep, ég læsti mig úti úr mínu herbergi! Það er verið að gramsa í skrofstofum Kröfluvirkjunnar og reyna að finna master lykilinn...er með krosslagða putta!
Lítið merkilegt að gerast hérna á vegum landsins milli Kröflu og Húsavíkur...ekki hundi úti sigandi í þessu veðri..en auðvitað hallamælingafólki!! Er ennþá með fallegan bláma á fingrunum!
Framundan: klára veginn norður út að Húsavík, fara heim og pakka niður og innsigla herbergið mitt...becaus' I'm movin' to Hvanneyri! Ég er semsagt að fara að hefja mína skólagöngu við Lbhí Hvanneyri og ég mun hafa mína eigin ruslakompu þar! Nú skulu bara allir fylgjast með hvort 'Allt í drasli' ráðist til altögu við eina íbúðina, Skólaflöt!
Banka hazarinn á Íslandi er að fara úr gullböndunum....við erum að tala um peningaupphæðir nefndar sem ég hélt ég myndi bara lesa um í tenglsum við Jóakim Aðalönd eða Bill Gates. Billjón...finnst ég vera orðin lítil aftur og standa í metingi við krakkana á leikskólanum: ''pabbi minn á milljón billjón trilljón skrilljónir af peningum!'' En núna eru kannski einhverjir krakkaormar andlitið útbíað í hori og sandi sem geta sagt þetta og ekki verið að skrökva svo mikið.....hmmm!!
Leit dagsins: hringitóna með klaufabárða-laginu!! plís, segið mér að þeir séu til!! Snilldarlag sem væri ennþá meiri shnilld sem hringing!!!
Eftirvænting vetrarins: The chronicles of Narnia myndin!! Hver man ekki eftir bókunum góðu eða TíVí-þáttunum back in the days...
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Enn og aftur er hin langþráða verzlunarmannahelgi að hefjast! Og enn og aftur stefnir í að íslendingar slái mjólkurdrykkjumet frá síðasta ári....who would have guessed?
Að venju eru hátíðir sem prýða landsbyggðina...allt milli himins og jarðar eftir því hvert þig langar og hvað þig heillar!
Til að viðhalda ákveðinni hefð er að sjálfsögðu von á smá vætu..en það láta harðgerir íslendingar ekki á sig fá þótt þeir séu í tjaldi og vosbúð! Þó eru margir búnir að gefast upp á afneituninni og planta sér í sumarbústað yfir helgina löngu.
En eitt er á hreinu að allir ætla að hafa það glimrandi gott...hvort sem það verður í rólegheitum og afslöppun eða hoppandi gleði....vímulaus eða ekki.
Ég hef hugsað mér að vera heima í kósíheitum um helgina og stunda áfengissmökkun með meiru!
föstudagur, júlí 08, 2005
Jæja...held að ég hafi alveg klárað mig í þennan ''pistil'' um Ítalíu! En ég er að hugsa um að skifta út efri partinum með þessu gráa leiðindabulli.
Það sem ég er búin að vera að bralla: vinna, éta, éta, 16.júní sumarbústaðasæla, 17.júní sólbað í bænum, vinna, éta, kíkja á kántríbæ, vinna, yndisleg helgi á fjórðungsmótinu á Kaldármelum og svo vinna! Sem stendur er ég í Jónshúsi, Kröfluvirkjun...lítil vinna í dag. 15 m/s vindhraði og sandrok að senda alla í easy brúnkumeðferð á no time...plús facial scrub. Þannig við flúðum inn í hús..höfum ekkert að gera út í svona veðri. Ingen ting!! Þannig það er bara sjónvarp fram eftir öllu...og msn...en enginn á msn! Allir að þykjast vera að vinna!! :)
Bið bara að heilsa í bæinn hjá ykkur elskelingurnar mínar! Mæli með írskum dögum þessa helgi á skaganum...frábært stuð fyrir alla sem einn!!
fimmtudagur, júní 02, 2005
Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég get verið mjög gagnrýnin og sýn mín á hlutina getur verið heldur neikvæð...og því við ég biðja allar viðkvæmar sálir sem geta ekki tekið létt í kolsvartan húmor að smella á x-ið í horninu hægra megin á tölvuskjánum og fara að spila solitaire eða klippa neglurnar. Eftirfarandi “greining” mín er útfrá minni upplifun og fer oft eftir ‘attitude” inu sem ég mætti eða hvar vogarskálar mínar lágu á skapgerðarskalanum!
England er eitt af þeim löndum sem ég hef oftast komið til...en samt ekki. Þannig er það að ég er orðin kunnug Stansted flugvellinum en restina hef ég aldrei augum litið í eigin persónu! Svo að ég mun seint geta áætlað eitthvað um Englendinga útfrá menningasúpunni sem fyrirfinnst á flugvellinum..og því hefst greining mín ekki á Englandi heldur fyrrverandi fyrirheitna landi mínu og þjóð: Ítalíu
Þótt útlit fólksins, menningin og landið sjálft þarna í suðrinu eigi lítið sameiginlegt með okkar fróni og fólki...þá er þjóðin keimlík inn við beinið! Þannig er það að íbúar beggja samfélaganna eru ótrúlega sannfærð um sitt eigið ágæti út á við að ekkert fær haggað þeirri sýn. Þó er brugðist við af sárri móðgun ef komið er við kaunin á dýrðarljóma þjóðanna....sama hvort það er hreinleiki blárra lóna eða tískuborga á heimsmælikvarða.
Á íslandi er kvenher fagur og á Ítalíu heil hersing af föngulegum karlmönnum. Á því leikur enginn vafi....
Í stuttu máli sagt: stoltar þjóðir sem lifa í soldilli afneitun!
Veðurfar (á helst við inn til lands): mikill raki, sem þýðir gífurleg gufusoðning á sumrin og mígandi frjósandi kuldi á veturna sem smýgur inn í beinmerg. Ótrúlegt en satt þá held ég að það hafi snjóað oftar í Cremona en heilan vetur heima í Reykjavík. Og Lundúnaþoka öðlaðist nýja merkingu fyrir mér þarna á Ítalíu.
Byggingar: lítið af einbýlishúsum í eldri bæjum og borgum, mikið um þessar nokkurra hæða blokkir við þröng stræti, stórir aflangir gluggar með þessum grænu eða brúnu lokum fyrir. Húsin oft sandgulbrún eða brúnferskjulituð. Byggð upp úr holum múrsteinum..engin einangrun þar.
En svo eru villurnar útum allt...suburb hverfin utan um bæina, við Gardavatn og hin vötnin. Gætum rætt um þau blaðsíðu fyrir blaðsíðu....kíkið bara á Ocean’s eleven og þá hafiði séð brotabrot af þessari hallar-dýrð!
Og já...hvaða litli bær sem er á Ítalíu telst ekki bær nema að vera með a.m.k. 2 kirkjur! Og í þær er mikið lagt og sýnist hverjum um það hvort allt prjálið sé fallegt eður ei..sjálf er ég meira hrifin af litlu sveitakirkjunum! Marmari var greinilega rosalega “inn” og risastórar hurðir úr bronsi með útskornum detailum fyrir stækkunargler!
Matur: allir þekkja ítalskt matardútlerí og hversu góður ítalskur matur getur verið. En fáir hafa stigið fæti inn í ítalskt hagkaup og hvernig hlutföllin eru þar! Við erum ekki að tala um staflana af nammi og snakki í hillunum..heldur heilu rekkana af vínflöskum, pastategundum og allskonar tómatsósum og súrsuðu og niðursoðnu jukki til að setja út á! Vissulega er þarna nammi og annað óhollt en ekki í jafn miklum mæli.
Í morgunmat er fingurbjörgin af sterku og góðu kaffi ásamt mjólkurdeigshorni með marmelaði, súkkulaði eða kremi inn í. Sumir fá sér campari og snakkhlaðborð með...bara eins og fólk er mismunandi. Svo er í hádeginu brauð með salami eða pitsa eða salatskál..er ekki alveg inn á hádegismatnum! Ekki heldur kaffi tímanum....en svo er það kvöldmaturinn um klukkan níu. Það er oftast pasta blandað út í tómat dæmi eða rjóma dæmi..fullt af grænmeti eða því sem er til. Til hátíðabrigða er svo inn á milli kjöt máltíð eða fiskur.
Passa sig á alls konar siðareglum tengdar matargerð, hlutföllum, samsetningu og síðan en ekki síst; í hvað röð þú borðar salat, kjöt og pasta....ekki hrúga á einn disk eins og heima! Það myndi valda hvað Ítala sem er yfirliði að sjá íslenskan matardisk með sitt lítið af hverju!
Besta sem ég fékk: margir pastaréttir en sérstaklega gott var pasta með túnfiski og grænum baunum, þunnt kjöt með sítrónusafa og pipar, ferskjusafi (appelsínudjús er ekki góður þarna), birra morretti, torrone (hvítt núggat með hnetum í) og ítalskur ís.
Tvær ímyndir mínar af Ítalíu: eldri maður í ryðrauðum buxum, stífpússuðum skóm, keyrandi um á sportbíl eða Fiat. Með gráa fiðringinn eins og allir eldri menn á Ítalíu, stífgelað hár, hlustar á Eros Ramazotti, Pavarotti eða annað gamalt og gott. Reynir að töfra ungar gellur með fornum kvennagulls töktum sínum. Ef ekki í vinnunni þá situr hann á bar með restinni af karla-saumaklúbbnum og sötrar rauðvín og talar/hrópar um hin ýmsu mál. Bíður eftir því að konan kalli á hann í mat.
Eldri konan er annað hvort algjör húsmóðir eða skvísa. Oft í þybbnara lagi og með sorglegan háralit...jep, gulrótaliturinn lifir enn góðu lífi þarna. Og ekki eru hlébarðamunsturs leggins að detta út heldur! Andlitslyftingar og alls konar snyrtingar. Mjög ráðríkar og hvassar enda alltaf með annað augað á veiklyndum eiginmanninum. Alvöru mæðurnar eru allan daginn og stundum nóttina að undirbúa og matreiða alls konar rétti eftir kúnstarinnar reglum. Þó eru margar útivinnandi og því ekki jafn mikill tími fyrir krúsídúllu mat.
Svo er það unga kynslóðin...sem er í rauninni bara yngri útgáfa af þeim eldri...önnur tíska, stelpurnar ótrúlega grannar margar (hvernig verða þær svo svona litlar og þybbnar?), strákarnir mis kvenlegir, mikið í tísku að eiga hund í gucci fötum. Volkswagen Golf virðist vera mjög vinsæll þessa stundina.
Hlusta á Anastaciu og margt annað remix dæmi. En skilja samt voða lítið hvað er verið að syngja um, enda allt þýtt á ítölsku (bíómyndir, leiðbeiningar og allt).
Þarna finnst körlunum gaman að versla og stundum fara vinirnir saman á búðaráp eða gluggaskoðunarferð. Allir haldast í hendur sama af hvaða kyni það er. Allt svo eðlilegt...
Annað: Sophia Loren er dýrlingur Ítala...Linda P vs Vigdís Finnbogadóttir fyrir þeim. Allri bera virðingu fyrir henni. Ef þú nefnir lýtaaðgerðir í tengslum við hana gætiru alveg eins verið að segja að páfinn hafi verið á strippbúllu að drekka og meira. Slíkt er fráleitt!!
Opnunartímar verslanna óútreiknanlegir, allir rosa afslappaðir (sérstaklega verslunarfólk) og oft lítið hugsað um að koma vel fram við kúnnann.
Niðurstaða: Sjarminn yfir Ítalíu mun aldrei hverfa, en það er margt sem mætti laga..
Gamalt samfélag og hefðir, byggingar og minnismerki gamla veldisins ekki gerð fyrir nútímamengunina sem er að gera útaf við allt. Gerir stemninguna rosalega þunga og skítuga. Ætla ekki að tala um stöðu kvenna..það er sér kafli fyrir sig sem ég er ekki alveg með á hreinu...nema að íslenskar konur standa sterkar í sínu samfélagi.
Ekki fara til Ítalíu án fylgdarliðs ef þú ert ljóshærð, með blá augu eða annað sem stingur í stúfa við ítalska þjóð. Til að vera með í tískufrensíinu verðuru lágmark að eiga eina merkjaflík og gott er að eiga nýtísku sólgleraugu. Getur notað þau til að fela bláu augun viljiru losna við athyglina í smá stund!
Þó að Ítalir séu fagurgalar og allt það, þá er mjög erfitt að kynnast þeim. Sérstaklega stelpunum og er ég að hugsa um að kenna háralit mínum um það (halda að ljóshærði djöfullinn sé að fara að stela frá þeim). Suður-Ítalir eru miklu opnari og þessi fáu sem ég kynntist voru þaðan. Hin voru frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og fleiri löndum! N-Ítalir eru flestir mjög lokaðir bissness/tískuplebbar (svo ég taki nú sterkt til orða). En að sjálfsögðu er ekkert hægt að alhæfa um eitt eða neitt af þessu.
Ítalía...þaðan á ég nokkrar af mínum bestu minningum en líka verstu minningum.
Mæli með: Flórens!!, Gardavatni og Veróna. Róm, Feneyjar og Mílanó er svo eitthvað sem er algjört “must” fyrir marga ferðamenn en mér finnst þetta mest megnis vera orðið svona sem fólk kíkir á bara til að geta sagt ‘hei ég hef komið þangað!’. Passið ykkur á túristaleiðanum á mörgum stöðum. Ekki sleppa jákvæðninni úr hendi ykkar!
föstudagur, maí 27, 2005
Nú er háönn útskriftanna..og í dag eru tvær athafnir!
Það eru MR, stóra mennta manían og Kvennó, litla kennslukommúnan. Ég óska þessum útskriftaárgangi...frá öllum framhaldsskólum Fróns...innilega til hamingju með árangurinn!!
En margt að gerast í heiminum með hverri mínútunni sem líður:
Á meðan allt er í uppnámi í Írak eftir uppstokkun Bush er hugsanlegt jafnvægi að komast á í landinu sem heitir Ísrael núna...en verður vonandi að tveimur ríkjum innan skamms: Ísrael og Palestína. Með fjárstyrk og stuðning frá mr.Bush...
Á meðan veikburða lífsþrótti eldri borgara er haldið uppi með fjöldaframleiddum lyfjum, hverfur ungt fólk frá veraldlegu lífi sínu í sorglegum slysum eða árásum.
Á meðan margir íbúar 'vesturheims' glíma við afleiðingar ofáts eru mæður í S-Súdan að sjóða gulnuð lauf til að gefa börnum sínum.
Á meðan Íslendingar eru að missa sig í íbúða og risa pallbílakaupum vegna verðbólgu/tolla/gjaldeyra/geðheilsu sveiflna eru asíubúar að kúldrast í 'íbúð' á stærð við sturtuhengi...eða hafa misst heimili sitt vegna náttúruhamfara eða styrjalda.
Á meðan ég er pikka þetta inn á tölvuna (og er að tala við fólk alls staðar í heiminum í gegnum netið/msn) er einhver einhvers staðar að láta lífið...án þess að geta kvatt fólkið sitt.
.................skiptir máli að vera meðvitaður um hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur, en geta lítið sem ekkert gert, eða erum við betur sett að vera haldið utan við það versta eins og hinn bandaríski almenningur?
laugardagur, maí 14, 2005
Jæja! Þá er mín búin að vera kjur á Fróni í mánuð..enda farin að láta á sjá! Borða og borða til að halda mér á jörðinni svo ég svífi ekki til Kanada með næsta flugi! Er með útblásin maga eins og börnin í Afríku, nema mín bumba er ekki vegna vannæringar heldur ofnæringar!
Horfði á mynd í gær...assault on precinct 13 (2005 útgáfuna)..hún er bara ágæt..en það er ekki tilgangurinn með þessum skrifum! Myndin gerist í Detroit, USA og fyndið hvað ferðalag getur gert manni: manni finnst maður vera miklu meira inn í myndinni (tengdur) ef maður hefur einhvern tímann komið á sögustað/tökustað....!
Annars er ég að púsla saman smá umsagnir um Ítalíu, (Austurríki), Frakkland, (Bandaríkin) og Kanada...þær verða svo birtar hér þegar að því kemur! :)
Útskriftir framundan hjá skólafólki á Íslandi og annars staðar...gangi ykkur vel öllum! Og auðvitað er Eurovision party menning Íslendinga óneitanlega tengd útskriftarveislum! Og árshátíðum slysavarnafélags..!!
þriðjudagur, maí 03, 2005
Komið er út brot úr ævisögu Maríu Theodórsdóttur í tveimur bindum...ævintýrið sem allir hafa beðið eftir!
Lesendur sem hafa áhuga á að fá fyrirlestra, upplestrarkvöld eða myndasýningar geta pantað tíma hérna fyrir neðan með því að smella á ''comment''.
Höfundur hefur svo samband...!