Ó og æ, aumingja ég!!
Já, það hlaut að koma að því, eins gamall og maður er, að fótboltameiðsl færu að líta dagsins ljós! Eitthvað byrjaði þetta nú í sumar en ég hélt ég væri bara soddan aumingi að geta ekki sparkað í bolta lengur! En núna er mín sko orðin hrædd...allt í einu fékk ég þennan verk í mitt hægra lærið að ég táraðist á miðjum blautum velli Hvannó! Ein úti að sparka í tuðru og varla búin með fyrsta skotið! Reyndi að teygja á og nudda með fossana niður kinnarnar og fjúkandi reið yfir því að geta ekki fengið mína tilfinningaútrás með nokkrum dúndrum.
Haltraði til handboltahetjunnar sem er með mér í bekk og spurðist ráða. Hva, Súper-María meidd spurðu strákarnir vinir mínir í næstu íbúð. Varð að bíta í það súra epli að titillinn gæti verið á hraðri niðurleið með þessu...
Sótti hitakremið mitt til lánþega og fór heim og vorkenndi mér meira. Hringdi í mömmu og hún heldur að þetta sé slitnir vöðvaþræðir í miðju lærinu, sem eiga eftir að gróa. Sem þýðir: enginn fótbolti og ekkert álag þar til þetta hefur gróið! Vill einhver skjóta mig...
Get ekki flúið heimalærdóminn lengur, sit í keng með löppina upp á borðinu og er að stafa mig í gegnum landnýtingar greinar og heimspeki krúsídúllur...!
Ætla að elda mér fiskbollur svona til að kóróna þennan dag!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli