fimmtudagur, mars 30, 2006

Siðmenning svið(in)menning:

Ég held að mér sé alveg óhætt að viðurkenna
að hann er stuttur í mér judgementalþráðurinn.

Eftir mína fyrstu nótt heima á Kjalarnesinu staulast ég á fætur og hlamma mér fyrir framan Moggann í morgunsárið á miðvikudegi, rek augun í frétt sem verður til þess að ég frussa af reiði yfir, sem betur fer tómt, eldhúsborðið.
Ok ok..ég veit að það er illa gert að einelta einhvern og tala illa um annað fólk á Netinu en ég bara verð, þið afsakið. Enda erum við að tala um ekki einn einstakling heldur stofnun sem inniheldur nokkuð mörg þúsund einstaklinga: júniversití of æsland. Í gær fengu nokkrir tugir masters og doktors nema nokkrar milljónir til áframhaldandi rannsókna. Gott mál nema það að þarna er um að ræða sjóð sem einungis HÍ nemar fá úthlutað úr. Samt heitir sjóður þessa ágæta fyrirtækis Háskólasjóður. Einhvern veginn fór það fram hjá mér þegar ég laserlas greinina hvar hinir háskólarnir voru nefndir. Mikil gleði og mikil hamingja hjá stofnuninni sem er með happdrætti og lang flesta nemendur og veit ekkert hvað hún á að gera við peningana heldur en að byggja arfaljót húsamonstrosities og kvartar undan sárri fátækt!
Þegar opnan í Morgunblaðinu var orðin vel blaut af hneyklsunarfrussi renndi ég yfir hliðargrein um fjármagn háskóla blablabla...og las með stolti að þeir háskólar sem hafa vaxið hvað mest, nemendalega séð, eru Hvanneyri og Hólar. Hurrei fyrir þeim langaði mig að hrópa en það myndi ekki verða innilegt fyrr en inn á skrifstofuborð skólans flæddu himinháar fúlgur fjár sem sumar stofnanir eru að fá innan þessa menntageira sem aukafjárframlag ofan á annað!! Og þeir eru að vaxa minnst, nemendalega séð...í hvað þurfa þeir pening?? Nýja gyllingu á kennaraklósettin?? Demantaskreytt símtól og tölvuborð??

Komið með ástæður og ég skal íhuga þær..
..en á meðan sveltur skólinn minn og á ekki krónu til að kaupa allann þann námstengda búnað sem kennslu hinna ýmissa áfanga,
á sama tíma velta HÍ sloppar og fleiri H fyrir sér hvort þeir eigi að skreppa til Ástralíu í vettfangsferð eða hvort þeir eigi að kljúfa demant í efnafræðinni eða búa til nýja bakteríu með öllu nýju og rándýru leikföngunum sínum.
Arrg..ég er brrjáluð!
Ekki eins brjáluð og ég er út í þá sem vita ekki betur en að fara varlega með eld
þegar jörðin er jafn eldfim og hún er núna og vindurinn í þessu svaka hressu stuði!
Það þarf ekki meira en sígarettuglóð til að ótal ferkílómetrar af landi fuðri upp eins og bensínmettaður sófi og það þarf ekki meira en ''hagstæðan'' vind og að bændagrey vanmeti eldinn til að allt fari í bál og brand með gamlar hefðir.
Núna angar undanrennulitað loftið í Borgarfirðinum af brunalykt. Finnst ég vera á rölti um ansi stórt hverfi einhvers staðar þar sem allir eru með logandi í arninum!!

laugardagur, mars 25, 2006

This.is.it punktur is:

Jamskjams..Norðurfarahelgi Hvanneyra sveitalubbana (síðustu helgi) fór fram úr björtustu brettavæntingum..sem voru nottla öngvar eftir tvö hungurmorða snjóbrettaár fyrir mig og gamla Burton brettið mitt.
Lögðum seint af stað á föstudegi, ég og farveitur mínar, komum seint að kveldi til inn á Akureyri eftir að hafa torgað sveittum subbuborgara á Hvammstanga. Skelltum okkur beint á sjóðheitt næturlíf Akureyrar, í orðsins fyllstu: það var sumarhiti úti og fólk í bol eða peysu einni ofanklæða og stemningin útlöndum líkast..fólk úti að skemmta sér...ekki bara híringur inni á reyktum kaffihúsum. Anywho..ágætis skemmtun fyrir utan dálæti staðarbúa á Sylvia Næt og Ruslönu...einokun á kaffihúsatónlist!
Daginn eftir skelltu allir morgunhressir sér strax á skíði (bretti moi) á Dalvíkursvæðinu þar sem Hlíðarfjall átti að vera upptekið fyrir hit-sportið þessa dagana (alltaf lærir maður eitthvað nýtt í sveitinni): telemark töffaraskap. Og ekk ætla ég að kvarta! Létum gott heita lítinn snjóslóða niður hlíðina og renndum okkur þar niður margar ferðir..taldar í tugum ef ekki hundruðum! Veðrið var í toppstandi (sól, logn og hlýtt), litli snjórinn fór fram úr væntingum og litli hópurinn hafði hlíðina að mestu útaf fyrir sig! Glorious day at the least I'd say..
Þreyttur og ánægður hópur hittist síðan á jamminu á 'kureyri again..ég rakst á þrjár manneskjur úr fyrra lífi. Var með þeim í tæpar tvær vikur á vegum Veraldarvina fyrir nokkrum árum..fínasta fólk og æðislegt að rekast á þau en, kannski vænti ég of mikils af fólki. Var ekki að bíða eftir kaffiboði og knúsi, langaði bara að spjalla meira en liðið lét sig bara hverfa hvert sem eitt (hitti þau í sitt hvoru lagi..allt er þá þrennt er I'd say). Fannst þetta vera smá diss..fannst ég vera UN-interesting, UN-wanted, no UN-nation skilurru?
Inflúensa helgarinnar er af því tilefni lagið UN-attended með Daysleeper!

En nóg um mig..nú skulum við líta yfir farinn veg hins Nýja heims:
sögubrot frá sjónarhorni systur Pocahontas, Matoaka.
Jújú, hver hefur ekki séð Pocahontas myndina frá Disney..
En vissuð þið að sú langleggjaða átti tvíburasystur?
Matoaka varð fljótt bitur ung stúlka sem hvarf í skuggann af framtakssamri Pocahontas, eða Montrass eins og Matoaka kallaði hana. Hvers vegna hefur enginn heyrt neitt um hana? Jú, því hún eignaðist enga afkomendur, lét ekkert eftir sig...ást hennar dó með Jóni Smiði, hún deildi ást sinni á honum með tvíburasystur sinni.
Pocahontas heillaði hann af sjálfsögðu upp úr skónum með brögðum, hugsar Matoaka aftur til fortíðar, þar sem hún situr á forlátri vísundahauskúpu, með púða undir bitrann afturendann,
og rífur utan af maískólfum. Hún er svo djúpt niðursokkin í gamlan biturleikann að maískornin þeytast í allar áttir af hálfnöktum kólfinum og þyrla upp moldarstrókum þegar þau lenda á skrælnaðri jörðinni.
Eitt sekúndubrot hrynur bitra gríman og yfir rúnum rist andlitið flæðir hafsjór af tilfinningum, rennur inn að sjáöldrum sem endurspegla mikinn sársauka. Fyrir sjónum hennar breytast maískornin í rúbínrauða blóðdropa Jóns Smiðs sem skullu á fósturjörðina þann örlagaríka dag þegar hann fórnaði sér fyrir hina forboðnu og fallegu Pocahontas. Á einni svipstundu gjörbreyttist líf hennar og Matoaka. Hvorugar fengu Jón Smið, Pocahontas giftist öðrum bleiknefja og Matoaka sökkti sér í vonleysið og bjó sér til óaðlaðandi skel utan um sárt hjartað. Hún einangraði sig frá ættbálknum og í kringum hana óx goðsögn af fallegu sálinni sem hætti að gefa af sér. Talað var um Malacommeir nornina sem lifði innar í firðinum og voru sögur af henni notaðar til að hræða börnin.
En goðsögnin lifði fölnaði með tímanum þar til hún hvarf milli stjarnanna.
Enginn kom til með að muna eftir ófrýnilegri hríslunni sem hafði að geyma gullhjarta.
En goðsögn hins fallega montrass Pocahontas og átakanlegur endir á ástarfundum
hennar og Jóns Smiðs átti eftir að lifa lengur..
Sagan sem hér á undan fer er skáldskapur frá upphafi..uppspuni að mestu en stuðst við smá staðreyndir:
Pocahontas hét Matoaka og Malacommeir er úr orðaforða indíánaættbálks Pocahontas o.sv.fr.

föstudagur, mars 17, 2006

Was made for you..made for market?

Jibbí kóla og lakkrís með..prófin eru búin! Og..skóli byrjaður aftur, ný fög, nýir kennarar. Tölfræði kennarinn minn heitir því svala nafni Járngerður (aka IronMaiden!) og því getur fagið ekki orðið leiðinlegt!
Dúndur sumarveður í dag..mikið um fíflagang og skvett úr klaufunum!
Skellti mér á skagann með dúndur Hvanneyraliði til að hlýða á Planc, Hermigervil, Dikta og Ampop (í þessari röð á svið).
Stigum út úr góstböstersbílnum hans Rabba og önduðum hressilega að okkur fiskibrælunni til að koma okkur í tónleikagírinn. Um tónleikana í heild er harla fátt að segja..það sem stendur upp úr án nokkurra vafninga er Dikta, punktur. Komu bara hreint og beint til dyra með sína tæru schnilld og maður þurfti ekkert að vefja utan af einhverjum tónakrúsídúllum til að heyra framúrskarandi tónsmíð..ónei. Tónbylgjurnar skullu á mér af ákafa að ég vissi ekki af mér fyrr en mér skolaði á land við söluborðið þar sem ég fann björgunarhringinn: Hunting for happiness..1500 kall fyrir jafn ómetanlegan lifesaver er nottla bara grátlegt.
Hermigervill er nottla bara prins glimmers og töff dillibossa takta. Sándpródjúsið var þó ekki alveg að standa sig í stykkinu (ef ég leyfi mér að vera með gagnrýni, sem byrjendahlustari) og lá við tannpínu þegar Ampop var að spila. Ágætis spilerí allt í allt..gef þeim 7-8 bræluloðnur af 10.

Framundan: mín er að fara norður um helgina ásamt fræknu liði Borgarfjarðarábúenda..ójá, við ætlum að nýta hverja einustu snjóörðu sem við getum fundið í Eyjafirðinum og víðar! No mercy..

Inflúensa vikunnar:
lag Dikta - Someone, somewhere og myndin Howl's moving castle!!

mánudagur, mars 13, 2006

Hef fengið mig fullsadda!

Hmm..asnalega til orða tekið þar sem ég er allt annað en södd. En ég tek svona til orða því að ég hef fengið nóg af rauð/hvítu vínglundri..síðustu blóðdropar krists/guðaveigar sem ég innbyrði voru á laugardaginn..og nú er ég alveg hætt á þessum nótum! Jebb..af fúsum og fullfrjálsum vilja segi ég skilið við kertaljóssins kósý kvöld svo þau endi ekki á mér krjúpandi klósettið við..að kúgast.
Mér var semsagt boðið í fíneríis mat á laugardagskveldi og vín og alles með. Gott mál. Gott kvöld. Dagurinn eftir var svosem ágætur..ég er ekki týpan sem er handónýt daginn eftir drykkju, stundum hausverkur en ekki þetta týpíska íslenska fárveiki. En á sunnudagskveldi fékk ég þetta heiftarlega þynnkukast..helltist yfir mig þessi dúndrandi hausakiller og flökurleiki upp á 10 ógeðsstig. Hljóp inná klósett og já..förum ekkert nánar út í þá sálma hér. Skrölti svo fram og settist, titrandi og ajaxgræn í framan, við tölvuskjáinn og gúglaði upp síður sem innihéldu víndrykkju, ógleði sólarhring eftir drykkju o.sv.fr. Veit ekki hvort að minn gjafmildi magi ákvað að deila matnum líka með heilabúinu, alla veganna hugsaði ég með mér að upp myndu koma síður með læknisfræðilegum ráðgjöfum...mjög kýrskýr hugsun og rökrétt! En..við mér blöstu endalaus vefrit hjá ófáum Íslendingum sem úthelltu á netið drykkjuförum og óförum sínum. Saug upp í nefið og gleypti hikandi íbúfen við hausskjálftanum og laumaðist upp í rúm. Lá kjur í tvo tíma og rembdist við að sannfæra mallakút um að íbúfen væri sauðameinlaust og algjör vitleysa að deila honum með hvítingjanum inná baði. Og viti menn..mér tókst að troða ofan í tómann kútinn!

Nú er bara spurning hvort ég geti talað fólk til..I will have to improve me skills!

þriðjudagur, mars 07, 2006

Kver er sinnar kæfu kliður:

Námsmaður á heima bakvið bækurnar alveg eins og
konan á heima bakvið eldavélina (kvótað í ónefndan ráðherra).

Nú er ég búin að sitja á skólabekk nánast samfleytt í sextán ár og enn er langt í land. Alltaf er maður að storka heilanum og viðhalda virkni eftirlifandi heilasellna, þ.e.a.s. þær sem hafa lifað af letilífið. En sú deild innan heilahvelsins sem ég dýrka hvað mest hefur haft sorglega lítið fyrir stafni að mínu mati: ímyndunaraflsdeildin mikla! Sköpunargleðin fær jú alltaf einhver smá verkefni en ekki líkt og áður. Skólablaðið var nú skemmtilegt verkefni en hönnunarhlutinn var nottla alfarið í höndum á umbrotsaðila og ég hljópst undan mikilli vinnu..þannig ég á oggupons hluta í blaðinu en ekki jafn mikið og ætla skildi. Sit bara eftir með samúðaróléttuþyngdina og hálfókunnugt blað sem mér þykir samt obboðslega vænt um!
Anywho..áfram með vælið: ég er hef ekkert teiknað eða málað í óralangan tíma og söguspuninn er alveg dottinn upp fyrir sig. Söguspuni spyrðu sjálfan þig, hvað er það? Jú, ég veit að ég er ekki ein um að spinna upp sögur um líf ókunnugs fólks sem situr á strætóstoppistöðinni, kaffihúsinu eða einhvers staðar annars staðar. Þetta er ósjálfráður hluti af borgarlífinu finnst mér og er einn af þáttunum sem ég sakna frá svifryks sittí. Hvanneyri er ekki það sama hvað þetta varðar..hérna situr maður á spjalli við allt góða fólkið og það er ekki jafn skemmtilegt að spinna sögur um líf fólks sem maður veit hvenær á afmæli eða jafnvel þó maður þekki bara nafn þeirra. Verður að vera komplít streindjer að mínu mati.
En nú verða sko breytingar á! HURRAAAAY!
Ég er að hugsa um að kötta á þetta leiðindakrap sem ég legg fyrir ykkur hérna hér og og spinna sögur um fólk sem ég finn á gúgel.komm....en ekki fyrr en ég hef lokið við hlutverk mitt sem námsmaður: læra fyrir próf! Þessu prófaleikriti lýkur á mánudaginn 13.mars!

Tjöldin dregin frá..
1.hluti af Lestur fyrir efnafræðina lífrænu er að hefjast...

laugardagur, mars 04, 2006

take walk on the wild side:

whaddyaknow, I'm friggin' famous! Check this out..hehe!

Fór í svifryksmenninguna á föstudaginn (aka Reykjavík) og dreifði Landvættum (skólablað LBHÍ) inná alla framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins sem og biðstofur, bókasöfn og fleiri samkomustaði! Ritnefndin er að standa sig með svo mikilli prýði að við ættum að fá prúðleikaverðlaun aldarinnar!!

Próf í grasafræði á mánudaginn og mín er að svitna og brainstorma yfir lífsferlum fléttna, plöntuhlutum dulfrævinga og berfrævinga...og á það ekki bara vel við að vera að mygla úr leiðindum?! Nei djók, þetta er áhugavert efni en þó í hófi!

Skellti mér á skauta með einni hressri stelpu áðan. Jep, flæðiengjar Hvanneyrasvæðisins koma sér vel í frosti! Rennislétt víðátta og engir hálfvitar sem þykjast vera betri á skautum og ekki þúsundir manna á svellinu sem lulla sama hringinn! Bara tvær stelpur af NUnnu brautinni að snúa sér í hringi í vetrarsólinni með þessa fallegu fjallagjörð sem bakgrunn! Splendid!!
Útivistaklúbburinn búinn að blása til skautamenningar hérna..ætli maður laumist ekki frá lærdómnum á morgunn og troði sér í skautana aftur!
Nú verður sko æft stíft fyrir vetrarólympíuleikana!!