fimmtudagur, júlí 28, 2005

Kaupmannahelgin!


Enn og aftur er hin langþráða verzlunarmannahelgi að hefjast! Og enn og aftur stefnir í að íslendingar slái mjólkurdrykkjumet frá síðasta ári....who would have guessed?
Að venju eru hátíðir sem prýða landsbyggðina...allt milli himins og jarðar eftir því hvert þig langar og hvað þig heillar!
Til að viðhalda ákveðinni hefð er að sjálfsögðu von á smá vætu..en það láta harðgerir íslendingar ekki á sig fá þótt þeir séu í tjaldi og vosbúð! Þó eru margir búnir að gefast upp á afneituninni og planta sér í sumarbústað yfir helgina löngu.
En eitt er á hreinu að allir ætla að hafa það glimrandi gott...hvort sem það verður í rólegheitum og afslöppun eða hoppandi gleði....vímulaus eða ekki.
Ég hef hugsað mér að vera heima í kósíheitum um helgina og stunda áfengissmökkun með meiru!

Ég vona bara innilega að öll gleði og ferðalög gangi vel fyrir sig.
VERIÐ MEÐVITUÐ!!!!
Margar sterkar herferðir tengjast m.a. þessari helgi: v-dagur, nei þýðir nei, hvað þarf til þess að stoppa þig? og fleiri herferðir....

föstudagur, júlí 08, 2005

Týnd og tröllum gefin!

Jæja...held að ég hafi alveg klárað mig í þennan ''pistil'' um Ítalíu! En ég er að hugsa um að skifta út efri partinum með þessu gráa leiðindabulli.
Það sem ég er búin að vera að bralla: vinna, éta, éta, 16.júní sumarbústaðasæla, 17.júní sólbað í bænum, vinna, éta, kíkja á kántríbæ, vinna, yndisleg helgi á fjórðungsmótinu á Kaldármelum og svo vinna! Sem stendur er ég í Jónshúsi, Kröfluvirkjun...lítil vinna í dag. 15 m/s vindhraði og sandrok að senda alla í easy brúnkumeðferð á no time...plús facial scrub. Þannig við flúðum inn í hús..höfum ekkert að gera út í svona veðri. Ingen ting!! Þannig það er bara sjónvarp fram eftir öllu...og msn...en enginn á msn! Allir að þykjast vera að vinna!! :)

Bið bara að heilsa í bæinn hjá ykkur elskelingurnar mínar! Mæli með írskum dögum þessa helgi á skaganum...frábært stuð fyrir alla sem einn!!