mánudagur, ágúst 20, 2007

Ó - Menningarnóttin

Glitrandi glerbrot á götunni innan um myndarlegar innanvols spýjur
og alls konar rusl sem varla er þverfótað fyrir.
Fjarlægt pípið í talstöðvum nær ekki að yfirgnæfa háværan unglingaskaran sem fyllir miðbæinn eins og hann leggur sig. Svíf í gegnum mannmergðina, horfi útundan mér á neongul endurskinsvestin sem líða áfram fyrir framan mig á meðan ég litast um eftir blóði, slagsmálum, áfengisdauða eða öðru sem vert er að skipta sér af.
Á eftir hópnum eða á undan hlaupa ljósmyndarar og fréttamenn vopnaðir upptökuvélum og hljóðnemasleikjó.

Svona líður menningarnæturgæslan áfram í fylgd með góðum hópi björgunarsveitaliðs og lögreglumanna og kvenna. Ástæðan fyrir fréttaflugugerinu í kringum okkur var hvíta virðingartáknið sem einn lögreglumannanna bar, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Stefán Eiríksson. Oft á tíðum var hann stöðvaður af hinum og þessum sem vildu taka í hendina á honum eða fá mynd af sér við hlið hans.

Þar fyrir utan þá var ég mjög hneyksluð á hegðan fólks í garð lögreglunnar. Að sjálfsögðu voru þarna einhverjir sem báru virðingu fyrir þessu merka framkvæmdarvaldi landsins en það voru svo miklu fleiri sem voru ókurteisir eða virkilega dónalegir! Allt frá renglulegum rugludöllum að predika yfir lögreglunni hvernig þeir ættu að sinna sinni vinnu yfir í blekölvaða platínuljósku um hálfþrítugt öskrandi á lögreglukonu um leið og hún henti logandi sígarettu í hana af stuttu færi.
Það er víst inn hjá mörgum Íslendingum í dag að standa uppi í hárinu á lögreglunni og hneykslast síðan á að vera sendur í bílferð með Svörtu Maríu á stöðina.

En María "Plástur" stóð sig vel í sinni stöðu innan gönguhóps held ég bara
..þurrka blóð hér og hughreysta þar..
mynd af mér með nýja hairdoo-ið!

Over and out..vinna í dag, skóli á morgun, flug til Kanada á fimmtudag!!

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Liðnir atburðir:

Where to start..við skulum bara byrja á Fríðu, þeim litla snillingi sem ég á fyrir systur! Benti henni á teiknikeppni Nexus, í tilefni af síðustu Harry Potter útgáfudegi. Jújú hún tók þátt og ég rétt náði að pína hana til að sýna mér myndina áður en hún laumaði henni í umslag og innsiglaði.
Laumupúkinn þögli sýndi engum í familíunni myndina né lét þau vita að hún væri að taka þátt!
Anyways..litla 13 ára krullan mín hún Fríða (Dídí eins og ég kalla hana stundum) vann sinn aldursflokk (13-15 ára) og sagði starfsmaður Nexus að hún hefði alveg átt heima í 16 ára og eldri því hún skaraði langt fram úr í sínum flokki!
~:~
Vinningsmyndirnar er að finna inn á harrypotter.is undir teiknikeppni..en hérna eru myndirnar hennar Fríðu (hún fékk Harry Potter - The Deathly Hallows í verðlaun):

þessi fylgdi með bleðlinum sem á var skrifað nafnið hennar..
~:~

Verðlaunamynd #1 í flokki 13-15 ára!
~:~
Annað markvert að frétta af Kjalarnesinu...fór í afmælisbað í Landmannalaugum, föstudaginn 27.júlí. Afbragðsmatur og góð stemning þar þrátt fyrir rigningu og kuldahroll.
Daginn eftir var síðan haldið af stað í Laugarvegsgöngu með fjölskyldu Höllu (afmælisskvísan!) vinkonu. Gönguhópurinn Léttfeti, eftir nokkrar æfingagöngur í mánuðinum, fór létt með þessa fornu laugaleið en þegar komið var í Húsadal, Þórsmörk í fjórða degi hafði hópurinn skipt um nafn og heitir nú: Gönguhópurinn Handan við Hæðina!!
Veðrið var frábært og fjölskylda og vinir Höllu voru hreint út sagt dásamleg
..og ég hef látið ættleiða mig!
~:~
Massamynd tekin í einni æfingagöngunni, Leggjabrjót (höf: Halla Kjartansdóttir 2007)
~:~
Hér er hægt að smella á:
~:~
Annars hef ég verið á fulle fem í vinnu og vinum..hitta long lost vinkonur sem búa erlendis og eru flognar til Íslands yfir sumarið. Æðislega gaman að hitta þær elskur!
Framundan er próflestur því meður
..skóli, menningarnótt og Kanadaferð eftir 2 og 1/2 viku!!
~:~