þriðjudagur, október 28, 2008

Stjórnvöldin kalla og verð að gegna þeim..:

Það þarf ekki að aumka mig, yðar hátign. Ég dey, meðan ég er að gera skyldu mína.
En þér eruð aumkunarverður, sem berið vopn á móti þjóðhöfðingja yðar, föðurlandi yðar og eiðum.
(Dánarsvar Bayard's til ríkisstallarans frá Bourbon).

Yfirleitt þegar hinn almenni þjóðarþegn smjattar á orðinu björgunarsveit þá er hann alveg dolfallinn yfir þessu sjálfboðaliðastarfi, fara launalaust út í vonskuveður eða aðra óvissu og hætta lífi sínu eins og ég hef stundum heyrt fólk taka til orða. Allt í góðu með það en þetta er bara alls ekki rétt. Vissulega er þetta sjálfboðaliðastarf sem skiptir gríðarlega miklu máli í atburðarrás íslenska hversdagsins en eitt hef ég lært ásamt öðrum björgunarsveitarmeðlimum að við stofnum aldrei okkar eigin lífi í hættu. Svo einfalt er það. Fleiri aðilar sem sinna neyðaraðstoð vita þetta líka. Og nú, þegar mín fyrsta verklega helgi á sjúkraflutninganámskeiðinu er yfirstaðin verð ég að segja að ég er mun meðvitaðri um þessa heilögu reglu. Þú bjargar engum né aðstoðar þegar þitt eigið líf er í hættu eða þú slasast. Þú ert númer eitt, tvö og þrjú.

Fyrir mér er þetta námskeið algjör sjálfsskoðunarspegill. Ég er farin að lýsa inn í dimm skot og horfast í augu við það að ég er verð að bjarga sjálfri mér áður en ég bjarga öðrum. Yfirleitt hugsa ég frekar um aðra og rækta illa mitt sjálf, líkamlega og andlega. Á þessu verður ráðin bót, skref fyrir skref. Ef að ég hef ekki sjálfstraust hvernig get ég þá ætlast til þess að aðrir treysti mér fyrir sínu lífi, eða öðru léttvægara? Þannig að, þetta er sjálfsstyrkingarnámskeið auk þess að gera mig færari að veita neyðaraðstoð þegar hennar er þörf.

Já. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt meir..held ég fari að halla mér. Mjög svo krefjandi en frábær helgi og ég er hreint út sagt búin á því. Ætla undir feld og ná mér í endurnærandi svefn, undirbúa mig fyrir komandi vinnuviku. Fyrir þá sem vilja æfa brosvöðvana mæli ég enn og aftur með baggalutur.is og newiceland.net (baggalutur hinz Nýja Íslands)..klárlega inflúensa það sem eftir er árs, fyrir þá sem ætla ekki í flensusprautu eins og ég! Þeir hafa alla veganna áhrif á mitt líferni..fölskvalaust líferni, stefni ótrauð áfram í því!

~ : ~

laugardagur, október 18, 2008

Manndáð

Þeir, sem lifa, það eru þeir, sem glíma,
það eru þeir, sem í heila og hjarta
eru gagnteknir af sterkum ásetningi,
Þeir sem fyrir há örlög klifra upp á
hrjóstruga tinda,
Þeir, sem ganga hugsandi, hrifnir af
göfgu takmarki,
Hafandi sífelt fyrir augum, nótt
og nýtan dag,
Annaðhvort eitthvert heilagt starf
eða einhverja göfga ást.
Victor Hugo.

Hef sökkt mér í lestur á kennslubók í sjúkraflutninganáminu, gjörsamlega heilluð af starfsemi líkamans og ýmsum sjúkdómum sem okkur hrjá og hvernig má greina þá.
Hefur engum dottið í hug að sjúkdómsgreina Ísaland til að komast að því hvernig landinu heilsast? Tala við fósturlandsins Freyju fá að vita hvaða skoðun hún hefur á þeim lýtaaðgerðum sem hún er stanslaust sett í? Bætt örlitlu á hana, hagrætt þessum hluta líkama eða eitthvað fjarlægt...slagæðarnar stíflaðar (árnar) og skorið þvers og kruss í húðina til að við komumst leiðar okkar. Ég veit ekki með ykkur en eftir nákvæma skoðun er mín sjúkdómsgreining eftirfarandi: grænar bólur (þúfur) sem benda til óþols eða skringilegrar hormónastarfsemi, slæmur síbreytilegur krónískur hósti og óskiljanlegt tuldur (vindur), fjúkandi flasa og húðfrumur (sandfok og jarðvegseyðing), óreglulegur skjálfti (jarðskjálftar og hristingur vegna framkvæmdasprenginga), lágur blóðþrýstingur (virkjaðar ár og þurrkur), mikil aukning á grófum líkamshárum og fæðingablettum (skógrækt og sorp/híbýli) og ofsakenndar skapsveiflur yfir árið (breytt tíðarfar "v/loftslagsbreytinga"). Tekur út mikil tilfinningaflóð á 5-100 ára fresti með tilheyrandi tárum, hori og svo framvegis, sem virðist valda meira tjóni á yfirborði húðar en áður (regn/leysingaflóð).

~ : ~

Copyright: www.icelandportfolio.com 2008
~ : ~

Niðurstaða mín er því sú að líkamlegt og andlegt ástand Frónsins fagra sé bagalegt, ætti að vera mun betra...en er ekki orðið henni lífshættulegt. Hef séð mun verra ástand á öðrum fósturlöndum víða um heim.

Nú þegar lífstílsáunninn veikindi og streitusjúkdómar kreppa margann þjóðarþegninn hérlendis sem erlendis standa sjúkraflutningamenn í ströngu að sjúkdómsgreina þá veiku, án fordóma og á fagmannlegann hátt. Engin pólitísk áhrif.
En ætli land-, jarð-, umhverfis- og náttúrufræðingar og fleiri tengdar starfstéttir sem koma að stjórnun lands, umhverfis, náttúru og auðlinda kunni að greina heilsufarsástand Íslands jafn skilmerkilega, fordómalaust og án pólitískra áhrifa þegar þeir vinna landslagsgreiningu, mat á umhverfisáhrifum og marka stefnu um nýtingu auðlinda? Nei ég hélt ekki..scenophobic people (ref. Karl Benediktsson, 2007)!

miðvikudagur, október 08, 2008

BAGGALUTUR.IS og PALLI

Ég tjái mig ekki um Geir H. Haarde, kreppu, hömstrun, kaupbrjálæði, móðursýki og annað svitatitrandi hræðsluáróðurs neikvæðnis...stopp.

Þess í stað mæli ég eindregið með baggalutur.is þar er sko húmor í lagi og fast skotið oft á tíðum!~ : ~

Og svo er það Byr, minn elskeling banki með sínar jákvæðu down-to-earth fjárhagslegu heilsu auglýsingar með Palla...ef þig langar í bíl, tölvu eða nýjan síma, safnaðu fyrir því!
Farðu í sparigallann og sparaðu!
~ : ~