laugardagur, október 18, 2008

Manndáð

Þeir, sem lifa, það eru þeir, sem glíma,
það eru þeir, sem í heila og hjarta
eru gagnteknir af sterkum ásetningi,
Þeir sem fyrir há örlög klifra upp á
hrjóstruga tinda,
Þeir, sem ganga hugsandi, hrifnir af
göfgu takmarki,
Hafandi sífelt fyrir augum, nótt
og nýtan dag,
Annaðhvort eitthvert heilagt starf
eða einhverja göfga ást.
Victor Hugo.

Hef sökkt mér í lestur á kennslubók í sjúkraflutninganáminu, gjörsamlega heilluð af starfsemi líkamans og ýmsum sjúkdómum sem okkur hrjá og hvernig má greina þá.
Hefur engum dottið í hug að sjúkdómsgreina Ísaland til að komast að því hvernig landinu heilsast? Tala við fósturlandsins Freyju fá að vita hvaða skoðun hún hefur á þeim lýtaaðgerðum sem hún er stanslaust sett í? Bætt örlitlu á hana, hagrætt þessum hluta líkama eða eitthvað fjarlægt...slagæðarnar stíflaðar (árnar) og skorið þvers og kruss í húðina til að við komumst leiðar okkar. Ég veit ekki með ykkur en eftir nákvæma skoðun er mín sjúkdómsgreining eftirfarandi: grænar bólur (þúfur) sem benda til óþols eða skringilegrar hormónastarfsemi, slæmur síbreytilegur krónískur hósti og óskiljanlegt tuldur (vindur), fjúkandi flasa og húðfrumur (sandfok og jarðvegseyðing), óreglulegur skjálfti (jarðskjálftar og hristingur vegna framkvæmdasprenginga), lágur blóðþrýstingur (virkjaðar ár og þurrkur), mikil aukning á grófum líkamshárum og fæðingablettum (skógrækt og sorp/híbýli) og ofsakenndar skapsveiflur yfir árið (breytt tíðarfar "v/loftslagsbreytinga"). Tekur út mikil tilfinningaflóð á 5-100 ára fresti með tilheyrandi tárum, hori og svo framvegis, sem virðist valda meira tjóni á yfirborði húðar en áður (regn/leysingaflóð).

~ : ~

Copyright: www.icelandportfolio.com 2008
~ : ~

Niðurstaða mín er því sú að líkamlegt og andlegt ástand Frónsins fagra sé bagalegt, ætti að vera mun betra...en er ekki orðið henni lífshættulegt. Hef séð mun verra ástand á öðrum fósturlöndum víða um heim.

Nú þegar lífstílsáunninn veikindi og streitusjúkdómar kreppa margann þjóðarþegninn hérlendis sem erlendis standa sjúkraflutningamenn í ströngu að sjúkdómsgreina þá veiku, án fordóma og á fagmannlegann hátt. Engin pólitísk áhrif.
En ætli land-, jarð-, umhverfis- og náttúrufræðingar og fleiri tengdar starfstéttir sem koma að stjórnun lands, umhverfis, náttúru og auðlinda kunni að greina heilsufarsástand Íslands jafn skilmerkilega, fordómalaust og án pólitískra áhrifa þegar þeir vinna landslagsgreiningu, mat á umhverfisáhrifum og marka stefnu um nýtingu auðlinda? Nei ég hélt ekki..scenophobic people (ref. Karl Benediktsson, 2007)!

Engin ummæli: