sunnudagur, júlí 23, 2006

Bad luck woman

Já, segja má að ekki hafi veðrið verið að leika við mig síðustu daga. Jafnvel þótt sjáist til sólar á hinum ýmsu stöðum landsins þá er hún ekkert að fara úr skýjasænginni sinni þar sem ég er stödd..hvað þá að skreppa á loo-ið..lætur bara hlandrigninguna gossa yfir mig. Og ískalt er viðmótið, 4°-11°og smá vindgangur. Ætla þó ekki að kvarta, lífið gengur sinn vanagang og ég hef fengið smá sólarglætu yfir helgina. En grey konan í snyrtivöruverzluninni var alveg miður sín að eiga ekki nógu ljóst púður fyrir gegnsætt andlit mitt.
Hún móðir mín er stungin af til heitari landa..aka Danmerkur. Nú verður hasar að halda heimilinu starfandi..og björgunarsveitinni. Það eru ekki margir sem komast með táneglurnar þar sem mamma stendur á inniskóarhælunum.
Búin að vera góð helgi, þrátt fyrir erfiðleika að fá einhverja stuðbolta með mér á jammið. Eitthvað ekki alveg að ganga upp með það plan..endaði þó í kósíheitum á fimmtudaginn með Kvennópíum fyrrverandi og Þingvalla, Geysir og Gullfossferð á laugardaginn með föngulegu pari frá Ítalíu..útskrifaðir iðnhönnuðir: Gerður gella og Roberto gæi.
Er að fara að smella inn myndum af þessum atburðum á síðuna..check it out.
NOTA BENE BENE: Ef þú horfðir ekki á Út og suður á RÚV, mánudaginn 23.júli..þá verðuru! Við erum að tala um déskoti svalann mann, hann Gutta frænda minn í Hænuvík!

laugardagur, júlí 15, 2006

Smack my bi*** up:

Hún rak mér bylmingshögg á vangann. "Hvúrn dejövul..?!" hugsaði ég með mér um leið og ég baksaði við að koma henni upp á öxlina, þó mig langaði frekar að snara hana niður í jörðina og dangla í hana. "Það er aldeilis verið að sækja í sig veðrið, huh?!" tautaði ég upp í vindinn og arkaði af stað. Já...það er ekkert sældarlíf að vera hallamælingarmaður. Hvað þá þegar íslenskrar veðráttu nýtur við! Og að eiga við Iron maiden sjálfa..hallamælingarstöngina dýrmætu. Úff segi ég nú bara. Ef þið trúið mér ekki..smellið ykkur út einn vindadag með 3 metra langa stöng og hallamál og prófið sjálf að halda henni lóðréttri.

Plöntusöfnunin gengur..já, við skulum segja að hún gangi! Mamma og litla sys halda þessu gangandi og ég jánka bara og reyni að smella plöntulörfunum á pappír...ef ég fer ekki að hressa upp á þetta verkefni endar það í mylsnu: ég að mygla úr leiðindum að líma plöntur á karton..hausinn fellur niður á plöntueintakið og.. *mylsnuhljóð*!! Þvílík endemis erfið leiðindi fyrir 1 einingu!! Þá bið ég frekar um 4 einingar til viðbótar í örverufræði!
Nýjustu fréttir úr gróðurhúsi Kjalarness (hús familíunnar):
verið er að leggja í ananas gróðursetningu og sítrónurækt.
Læt vita þegar farið verður útí harðari plöntur!

laugardagur, júlí 08, 2006

Livin on a prayer:

Já..það er lagið sem að dynur á fjölskylduhúsinu þessa stundina. Síðustu 30 tímana hefur húsið orðið fyrir nánast linnulausum tónlistar- og gleðihrópaárásum frá nágrannanum..sem er að halda partýmaraþon. Svosem í fínu lagi, hann býr ekki alveg við hliðiná okkur en samt tókst þeim að staulast yfir til okkar í nótt og skilja eftir flöskur og dósir á nýhellulagðri innkeyrslunni okkar og í grasinu. Sumar hafði maður nú aldrei séð áður þrátt fyrir góða reynslu af slíkum veigum...
En í kveld skal haldið í annað úthverfi Reykjavíkur..partýstemmarinn er smitandi, og ekki þoli ég við þegar mér er ekki boðið í nágrannapartý, ætla að kíkja í svaðalegt stelpupartý þrátt fyrir lasleika minn. Jújú, það kom í ljós að skítnum slær niður hjá þeim ólíklegustu..eftir að hafa gortað mig á miðvikudeginum, við náunga sem var á Landsmótinu, að vera búin að jafna mig eftir helgina þá svaðalegu..soleiðis gerir maður ekki. Daginn eftir dröslaðist ég um Árnesið í minni labbvinnu og hélt ég væri komin í svona hrikalega lélegt form. En nei, mín var komin með kvef með máttleysi og öllu! Orðin svo ellileg að ég get ekki skellt mér á skemmtilega helgi sem stendur frá fimmtudagsnótt til sunnudags án þess að verða næstum rúmliggjandi!! ..afsakið, orðin soldið æst og fékk því gríðarlegt hóstakast!
Margt lærði ég á Landsmótinu..seint hættir maður að læra sem betur fer..og seint hættir maður að hafa það gaman með góðu fólki!! Landsmótið stóðst gríðarlegar væntingar..bæði gæðingalega séð og skemmtanalega séð!
Endaði þó með sorglegu bílslysi á sunnudagsmorgni..þykir það mjög miður.