Livin on a prayer:
Já..það er lagið sem að dynur á fjölskylduhúsinu þessa stundina. Síðustu 30 tímana hefur húsið orðið fyrir nánast linnulausum tónlistar- og gleðihrópaárásum frá nágrannanum..sem er að halda partýmaraþon. Svosem í fínu lagi, hann býr ekki alveg við hliðiná okkur en samt tókst þeim að staulast yfir til okkar í nótt og skilja eftir flöskur og dósir á nýhellulagðri innkeyrslunni okkar og í grasinu. Sumar hafði maður nú aldrei séð áður þrátt fyrir góða reynslu af slíkum veigum...
En í kveld skal haldið í annað úthverfi Reykjavíkur..partýstemmarinn er smitandi, og ekki þoli ég við þegar mér er ekki boðið í nágrannapartý, ætla að kíkja í svaðalegt stelpupartý þrátt fyrir lasleika minn. Jújú, það kom í ljós að skítnum slær niður hjá þeim ólíklegustu..eftir að hafa gortað mig á miðvikudeginum, við náunga sem var á Landsmótinu, að vera búin að jafna mig eftir helgina þá svaðalegu..soleiðis gerir maður ekki. Daginn eftir dröslaðist ég um Árnesið í minni labbvinnu og hélt ég væri komin í svona hrikalega lélegt form. En nei, mín var komin með kvef með máttleysi og öllu! Orðin svo ellileg að ég get ekki skellt mér á skemmtilega helgi sem stendur frá fimmtudagsnótt til sunnudags án þess að verða næstum rúmliggjandi!! ..afsakið, orðin soldið æst og fékk því gríðarlegt hóstakast!
Margt lærði ég á Landsmótinu..seint hættir maður að læra sem betur fer..og seint hættir maður að hafa það gaman með góðu fólki!! Landsmótið stóðst gríðarlegar væntingar..bæði gæðingalega séð og skemmtanalega séð!
Endaði þó með sorglegu bílslysi á sunnudagsmorgni..þykir það mjög miður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli