sunnudagur, september 28, 2008

Vond-mynta-á hádegi

þannig snara ég í fljótheitum fram þýðingu á því atferli sem ég stunda tvisvar í viku, á hádegi: bad-mint-on eða badminton eins og flestir kannast eflaust við. Tvisvar í viku fer ég ásamt fleiri Mannvitsbrekkum (af hinu kyninu) í badminton í TBR húsinu. Þangað flykkjast fargolfararnir á haustin þegar veðrar illa til golfvitleysunnar og hreiðra um sig með spaða í hendi í stað kylfu. Ég kann mig illa innan um þessa innrásartegund en reyni að láta það ekki á mig fá og æfa tæknina mína og fótafimi. Minn Yoda heitir Garðar en hinir karlarnir eru líka duglegir að segja mér til hvernig ég á að bera mig að í stríðinu um fluguna, hvernig árásarstellingar henta best við hvaða aðstæður og hvenær maður notar banahöggið. Hef ekki ennþá náð tökum á banahögginu og fæturnir flækjast fyrir mér því ég hugsa svo mikið. Strákarnir hafa smá forskot, búnir að vera í þessum bransa í 1-40 ár og kunna að beygja sig í hnjám í "crouching tiger" stellingunni og höggva til flugunnar eins og "deadly viper - snake style" (fyrir þau ykkar sem hafið séð Kung Fu Panda..you know what I mean)! Ég er semsagt ennþá ung og óreynd panda í þessum efnum..en þetta fer allt að koma og fljótlega verð ég jafningi þeirra! Veit ekki hvort bumban mín er jafn öflugt vopn og hjá Po í Kung Fu Panda, á eftir að prófa!


Annars er ég að horfast í augu við hræðslupúka mína þessa dagana og næstu mánuði..lífið er hverfult og ég ætla að ná stjórn á hræðslunni skref fyrir skref: Vatnshræðsla og lofthræðsla: fór á skip og fylgdist með þyrluæfingu..næst er það að taka þátt í æfingunni og láta hífa sig upp! Er að fara á sjúkraflutninga-námskeið í 2 mánuði..ég sem hef þolað illa blóð og sprautur er farin að þola blóð og mögulega sprautur í framtíðinni! Er farin að hreyfa mig mátulega mikið og ætla að auka við mig æfingar og hreyfingu þegar líður á..svo ég geti horfst í augu við nálina á vigtinni!
~ : ~