fimmtudagur, júní 17, 2004

Hæ hó jibbí..ég er að fara að sofa!
5 mínútur liðnar af þjóðhátíðardegi vorum og ég er að rembast við að halda mér vakandi! Ætla að sofa til a.m.k. 10! Einhver svefngalsi í mér...horfði á Chasing Liberty áðan...pfa, amerísk mynd! Forsetadóttir þemað og svo framvegis..reyndar eitt sem er að verða vinsælt hjá Ameríkumúvípródúsers: Evrópa. Myndirnar eru að mestu fallegar myndir af landi og byggingum..eins og komandi EuroTrip líklegast.
En þetta gengur í bylgjum eins og allar þessar blessuðu fótboltaauglýsingar..best er þó nike auglýsingin! Heh..

Var að bæta inn í nýjum tengli á vefrit: vinkona mín er víst komin í Nordjobb í Kaupmannsins höfn. Stúdínan frá MR heldur semsagt uppi vefritinu Dívurnar í Danmörku ásamt vinkonum sínum..gaman að fylgjast með! Vonandi fær maður einnig fréttir frá Afríku gegnum svona vefrit..hver veit!
Góða nótt og sjáumst kannski seinna í dag niðri í bæ með hvíta húfu..á ekki að nýta tækifærið og skella stúdentsskuplunni á sig?!

miðvikudagur, júní 16, 2004

Óbyggðirnar kalla, og ég held ég hlýði þeim..
ég veit ekki hvort eða hvernig eða hvenær ég kem heim!
Þetta lag er alveg að passa við fílingin hjá mér! Nýkomin heim eftir 5 daga fyrir norðan. Rykug, þreytt og með byrjunarsigg á höndunum.
Tók semsagt hálft 'úthald' strax á föstudaginn eftir Króatíuferð, til að ná mér í smá pening núna á föstudaginn þann 18. Er að hallamæla malarveg inn í Bárðardal og niður að Sprengisandi. Á íslensku: labba rösklega frá ca. 8 til ca. 18 með 3 m langa stöng á bakinu svona 120 m, þá sparka ég niður 2 kg járnplatta í vegkantinum, stilli stönginni ofan á prik til að styðja við og halda öllu beinu! Ekki má vera mikill vindur þá skoppar allt saman! Skekkjan má ekki vera nema 3,2 mm á 3 km ef ég man rétt!
Erum 6 saman, en skiptumst í tvo vinnuhópa. Ég og ein önnur stelpa erum nýgræðingar í hópnum og vorum settar með yfirmanninum; Víetnami á fimmtugsaldri. Náum ekki að fara nema tæpa 4 km á dag fram og tilbaka á meðan hin þrjú fara hátt í 5-6 km.
Landmælingahópur Landsvirkjunar er nýbúinn að fá í hendurnar spánnýjan Nissan Patrol. Þannig við erum á tveimur Patrolum, og hópurinn sem ég er í er á nýja fáknum. Við hræðum upp marga gæsina er við þeysum um Bárðadalinn á glansandi silfruðum Patrolfák með uppþyrlað rykfax .
Heilsan hefði mátt vera betri, Króatíuhóstinn enn að pirra mig. Leiðindahósti sem myndi ræna hvaða manni sem er glórunni. Lofaður sé sá sem kom því fyrir að við vorum í sérherbergi, annars hefði ég verið kæfð í svefni með svefnpokanum mínum sem ég fékk í fermingagjöf...
Skruppum einu sinni inn á Akureyri: bærinn tekinn með trompi! Farið í sund að skola af sér og slappa af, borðað á Bautanum, kíkt í Borgarbíó á Eternal Sunshine, rölt á Sportbarinn til strákanna að horfa á EM, komið við í Brynju og fengið sér ís og svo á Esso að fylla bílinn.
Lítið gert eftir að búið er að vinna: eldað sér eitthvað í svanginn, skipt um föt og þvegið rykið af sér, hlammað sér fyrir framan skjáinn og horft á EM með heimamönnum. Farið að sofa um tíuleytið með auma öxl og þreyttar lappir, eftir að hafa lesið smá í bók sem heitir Afhjúpun og er merkileg bók!
En semsagt, er komin heim í 'menninguna'...loksins get ég sent sms og farið á netið..og sofið í mínu rúmi! My family and home!
17.júní á morgunn, allir að skemmta sér!, og margt sem þarf að lesa (vefrit í tonnatali sem þarf að lesa í gegnum, svo ekki sé minnst á Morgunblaðið síðustu daga)!

miðvikudagur, júní 09, 2004

Komin heim frá þjóðverjanýlendunni Porec

Jæja! Velkomin heim samferðafólk! Tja, hvað getur maður sagt: takk kærlega fyrir frábæra ferð!
Ég efast um að ég verði með tveggja vikna dagbókaryfirlit hérna..tæki allt of langan tíma! Maður fer bara yfir það helsta! :)
Veðrið þarna er bara ekkert ósvipað og á Íslandi..you never know whether it's goin to get cloudy or sunny! En við fengum okkar skerf af sól..flestir grilluðu sig síðasta daginn fyrir brottför! Þá var það sko ekki sólarvörn 25 eða 15, þá var það olían! Rigningu fengum við líka..fyrsta alvörudaginn í Króatíu, þegar við vorum að koma aftur til Porec eftir túristaferð um Porec og Rovinj þá gusaðist úrkellið yfir okkur. En stór hópur af mannskapnum lét áfengið reka sig áfram út í hundblautt veðrið til að komast í búðir að kaupa bús, enda var ekki þurr blettur í búðinni það kvöldið..og hillurnar nánast tómar!
Um íbúðasvæðið sem við vorum á þá er bara allt gott af því að segja. Aðal vandamálið var róin sem átti að vera komin á kl:22 og hversu mikið af pirruðum fjölskyldum voru í næsta húsi/íbúð við aðal partýhaldarana. Eftir fyrsta kvöldið (friday night) voru þó nokkrar kvartanir komnar og eftir annað kvöldið voru tvær íbúðir sem átti bara að evacuate immediately! En krakkarnir í þeim íbúðum (aðallega FÁ gæjarnir) fengu sjéns á að vera lengur í Króatíu og þeim tókst að halda sér innan sæmilegra marka!
Nú 'samgöngur' milli íbúða á Plava Laguna svæðinu, sérstaklega á Bellevue hótelinu sem við vorum á, er ekki hjólastóla-væn! Maðurinn sem hannaði stígana á þessu svæði fær viðurnefnið 'stigamaður dauðans'! Eftir tvo daga voru læri, kálfar og rass orðið sperrustíft af trimmi upp og niður brattar tröppurnar! Áætlaður labbaður tröppufjöldi á dag er ca. 500!
Strendurnar eru ekki þessar klassísku SANDstrendur á þessu svæði, heldur klettar og steyptar klappir..með tröppum! :)
Tónlist og matur: hefur heyrt/smakkað betra. Króatar virðast vera mjög hrifnir af teknótónlist og '80/'90 tónlist. Ekki nema þeir séu að þóknast öllum þýsku ferðamönnunum sem eru þarna..held að þessi staðreynd segi allt sem segja þarf um fjölda Þjóðverja á þessu svæði: ég og Heiður fórum í tourist information og Heiður spurði hvort konan talaði ensku..'no, only Deutch'!
Maturinn er alveg ágætis matur. Sambland af þýskum/austurrískum og ítölskum mat. Pizzurnar eru allar um 30-50 kúnur, sem gera ca. 350-550 kr. The Icelanders main course over the journey: Pizza Capricosa (skinka og sveppir) og Large Sprite/Beer...
Skordýr: sterageitungar og huge bjöllur ásamt því venjulega; mý, maurar o.fl.

Ja, hérna..voðalega lítur þetta illa út hjá mér! Eftir að hafa lesið þetta yfir þá hljóma ég eins og mjög bitur ferðamaður!
Komum með góðu hliðina á þessu!
Þrátt fyrir að hafa ferðast lítið í þessari ferð og hafa verið á stað þar sem heimamenn eru í miklum minnihluta yfir sumarið, þá er þetta virkilega fallegur staður. Náttúran er einstaklega falleg..algjör andstæða við íslenska landslagið getur maður sagt (þá í meiningunni hvað varðar útlit! Bæði löndin eiga sína fegurð). Byggingar eiga að hluta til rætur sínar að rekja til austurríska veldisins en einnig aftur til Rómaveldis t.d. Þó er þetta ekki eins og maður sé komin til Ítalíu, því þetta er öðruvísi land og menning. 'Fátækari fegurð' myndi ég segja, ekki að hún sé slæm.
Fjúff, nú er ég búin að gera það sem ég ætlaði ekki að gera..skrifa gagnrýnisritgerð of langa!
Í heildina litið þá var þessi ferð frábær! Frábært fólk, skemmtun, sólböð, skoðunarferðir, verslunarferðir og margt margt fleira! Varð ekki fyrir vonbrigðum með ferðina!
Margir náðu sér í einhverja veiki þarna úti, ég er t.d. með hálsbólgu og kvef..og að sjálfsögðu er maður með smá brúnku og brunnið bak!
Sátt og þreytt eftir langt ferðalag í gær ætla ég að slútta þessari gagnrýni með því að gefa ferðinni heildareinkunn og koma með nokkur góð orð úr ferðinni eða slagorð sem lýsa henni...
Heildareinkunn: 3.5 af 5
..Special price for you my friend!...I can play with you later!....Our stuff wishes...kálfatrimm....finnur króníska áfengislykt....Hey! Á að tippa (þjórfé..mjög tvírætt) þjóninn/bílstjórann?!...Amaretto og red bull, eins og nýr!....are you Fabio?...Chief!....framhjáhaldsferð dauðans....pivo (bjór)!...HR gæjar og FÁ gæjar...Guðrún, má ég fá spray?...á einhver olíu?....hvað á að gera í kvöld...hvað áttu...Oh my..í hverju á að fara...á að fara á Plava eða International (diskótek)?...er það Barilla....nenniru að taka mynd fyrir mig líka?..que!..ég keypti Puma skó...á að fá sér tattoo...hvað keyptiru...OG margt fleira!!
And at the final..góðir bolir sem nokkrir keyptu sér, quota í þá (man ekki alveg, endilega komiði með þetta ef þið kunnið): Some say I was in Croatia..but I can't remember!