fimmtudagur, júní 17, 2004

Hæ hó jibbí..ég er að fara að sofa!
5 mínútur liðnar af þjóðhátíðardegi vorum og ég er að rembast við að halda mér vakandi! Ætla að sofa til a.m.k. 10! Einhver svefngalsi í mér...horfði á Chasing Liberty áðan...pfa, amerísk mynd! Forsetadóttir þemað og svo framvegis..reyndar eitt sem er að verða vinsælt hjá Ameríkumúvípródúsers: Evrópa. Myndirnar eru að mestu fallegar myndir af landi og byggingum..eins og komandi EuroTrip líklegast.
En þetta gengur í bylgjum eins og allar þessar blessuðu fótboltaauglýsingar..best er þó nike auglýsingin! Heh..

Var að bæta inn í nýjum tengli á vefrit: vinkona mín er víst komin í Nordjobb í Kaupmannsins höfn. Stúdínan frá MR heldur semsagt uppi vefritinu Dívurnar í Danmörku ásamt vinkonum sínum..gaman að fylgjast með! Vonandi fær maður einnig fréttir frá Afríku gegnum svona vefrit..hver veit!
Góða nótt og sjáumst kannski seinna í dag niðri í bæ með hvíta húfu..á ekki að nýta tækifærið og skella stúdentsskuplunni á sig?!

Engin ummæli: