Hvassviðrishugrenningar...
Nú þegar hvasst var á suðurlandinu og maður heyrði margan manninn tala um eitthvað sem hann sá, sem mér fannst ekkert merkilegt. Þá gerði ég mér grein fyrir einu...sem Kjalnesingur þá eru margir hlutir sem mér finnast hversdagslegir sem aðrir sjá sjaldan, eins og: þegar hvasst er á nesinu hef ég horft á rúðurnar í húsinu dúa ískyggilega mikið inn og út, ég hef séð bæjarlækinn okkar fjúka upp fjallið í stað þess að falla niður sem lítill foss..með öðrum orðum 'going back to where it came from!' Einnig hef ég séð grasið bylgjast eins og stór silkidúkur í vindi og fugla fjúka afturábak í hvassviðrinu..
En hvað um það..það sem er nýtt fyrir mér er eftirfarandi sem ég hef reynt síðustu dögum í landmælingunum:
- fengið mér víetnamskar núðlur
- synt í 1 m djúpri laug
- sparkað upp ryki á Sprengisandi
- þrammað áfram í snjóroki, í enda júní
- sopið af Skjálfandafljóti
- gengið í gæsaskít
- barið Mývatns svæðið augum
- fengið mér Selsborgara í Selinu, Mývatni
- horft á EM útum allar trissur með heimafólki
- fengið mér norðlenskt flatbrauð..sem er ekki jafn gott og flatkökur
- séð offramboðið af heyi, afgangsrúllur sem búið er að dömpa útum allt landið
- látið sveitaloftið og slagviðrið á suðurlandi leika um hálft andlitið (hinn helmingurinn undir trefli)
- borðað salat, hamborgara og franskar á korteri
og margt annað sem ég er ekki vön að gera hversdagslega!
Svo er maður komin heim í hitastækjuna..18° hiti, á meðan hitinn rétt skreið upp í 5° þegar við vorum að keyra Fjallabak-Nyrðra..brr, það verður fjör að mæla þar núna í júlí! Sá þar einmitt sandstrók, svona extra small tornado!
Núna er ég að velta fyrir mér hvort maður eigi að yfirgefa þægindi heimahaganna og leggja í útilegu með vinum, yfir helgina..og svo fara í vinnuna í 10 daga! Nýbúin að taka upp úr töskunni og þá á að setja niður aftur! En þetta myndi óneitanlega verða skemmtilegt..hmm. Æi, ég er svo löt!
Pabbi náði í árbókina fyrir mig í gær..fíneríis bók, fyrir utan skammarlega margar stafsetingar/innsláttarvillur!! Þetta er bara fáranlegt hvernig gengið hefur verið frá þessu..garanterað enginn sem hefur prófarkalesið Egluna okkar!
Jæja, nú þarf ég að fara að kveikja undir kartöflunum og velta fyrir mér hvernig ég ætla að hafa helgina!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli