Laugardagur..
Bwah..Tékkland komst ekki áfram! Og nú er Grikkland og Portúgal að fara að spila um evrópumeistaratitilinn 2004! Fótbolti er hin ágætis skemmtun fyrir konur þótt þær skilji ekkert í leiknum kannski..og nú er ég ekki með fordóma gagnvart kynsystrum mínum..ég veit að þær eru ófáar sem ekki nenna að fylgjast með þessu! Ég er smá bulla í mér þar sem ég, forðum daga, spilaði sjálf fótbolta og var mikið inn í leikjunum sem voru í gangi. En núna er maður svona hálf ruglaður..margir nýjir komnir inn og sonna! Maður er orðinn doldið ryðgaður! En þessir nýju eru ágætis kroppar..eins og Ronaldo hjá Portúgölum og fleiri! :)
En andlitsfríðasti maðurinn í keppninni (með meiru) er (eiginlega var) að mínu mati Pavel Nedved, fyrirliði Tékkneska liðsins. Synd að þeir skyldu detta út, bæði útaf því að þeir voru með fantagott lið og skemmtilegt, og svo útaf honum! Hann er svona Aragorn fótboltans..ljósari týpan af Aragorn!
Og yfir í allt annað..var að skoða tímarit moggans og er ennþá að lækka reiði mína um nokkur desibil eftir lesningu blaðsins. Var að lesa um Víetnam og hversu mikið er búið að ganga yfir land og þjóð þar! Við erum að tala um að allur trjágróður var eyðilagður með hættulegasta eitri heims og þessu eitri var barað frussað yfir allt landið, sama hvort eitthvað fólk væri úti..hvað er að?!? Og nú framfleyta konurnar fjölskyldunni þar sem eiginmennirnir og börnin eru annað hvort fötluð eða heilsutæp! Og þarna er örugglega ríkt í þjóðarsálinni að maðurinn eigi að sjá fyrir fjölskyldunni, hugsið ykkur hvaða áhrif þetta hefur á samfélagið..fyrir utan allar aðrar afleiðingar stríðanna sem þarna hafa geisað.
En ég er að hugsa um að fara að horfa á mynd um baráttu sem átti sér stað á öðrum tíma, á öðrum stað: Braveheart! Verð að viðurkenna strax að ég hef aldrei séð hana...keypti hana um daginn og ætla að gerast svo fræg að berja hana augum nú í kvöld!
Vona að helgin hafi verið ánægjuleg hjá ykkur! Góða vinnuviku..
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli