fimmtudagur, desember 13, 2007

Engin lognmolla:

Hann átti afmæli á mánudaginn, hann átti afmæli í gær,
hann á afmæli hann Veturguð..hann á afmæli aftur í nótt!
...
vúhú! Osso blása á kökuna..sem líkist Íslandi!!
Já, blása á öll jólaljósin! Vá! Hehe..jay, gaman!
.. ? ..
Hey..ekki blása allt skrautið af kökunni!
Nei vó..ekkert mazeltov hérna drengur, þú ert ekki að gifta þig!
Hættu að brjóta allt þetta gler!
...
Urr..vanþakkláta afmælisbarn! Nú þurfum við að þrífa messið eftir þig!!!
(talað úr hjarta björgunarsveitarstúlkukindar)
~:~

föstudagur, desember 07, 2007

Jibbí Pú og Pa!!

Það hlaut að koma að því að búið væri að endursýna öll leikin jóladagatöl RÚV svo oft að röðin væri loksins komin að besta dagatalinu með englunum Pú og Pa! Ég er í skýjunum með þá ákvörðum og fylgist með jóladagatalinu á netinu með fávitaglott á andlitinu! Brilliant leikbrúður!

Er semsagt komin heim úr yndislegri ferð til Danmerkur, að hitta bedstemor og -far í Sönderborg. Þau áttu gullbrúðkaupsafmæli núna 30.nóvember..til lukku með það enn og aftur! Fórum með bedstemor að skoða staðinn sem þau leigðu undir veisluna, þvílíkt flott aðstaða og allar efasemdir um matgæði hurfu þegar við fengum risakökudisk með ekta dökkri súkkulaðiköku..mm..með áfengislegin kirsuber og krem í miðjunni og þykkt súkkulaði ofan á! Það að kíkja á staðinn breyttist í mini-veislu, gaman gaman!
Hjóluðum mikið um bæinn og skóginn með bedstemor og - far..fara að versla, ná í bækur á bókasafn eða bara hjóla til að hreyfa sig og skoða sig um. Bedstemor var alveg í essinu sínu með fullt hús af fólki og töfraði fram dýrindis máltíð hvern einasta dag og fussaði yfir því að frystikistan væri ennþá full. Við átum og átum undir þeirri meiningu að ef við kláruðum ekki af borðinu myndi hann rigna daginn eftir! Síðan var skipulagt hverjir ættu að vaska upp eftir hersinguna..ekkert grín að vaska upp eftir 9-10 manns alla daga! En allt gekk vel og þetta var ágætis hvíld að fara út til Danmerkur og sofa í stofunni á stórri vindsæng..sem bedstefar sagði að vantaði bara á segl og þá væri ég græjuð fyrir siglingar!
Fór með Emmu til Köben líka..svo hún gæti nú verslað eitthvað! Þutum um Strikið fram og tilbaka, æddum inn í verslanir, skoðað, mátað og keypt! Síðan fórum við í bíó með Helgu systir mömmu, en við fengum að gista hjá henni. Hairspray myndin var brilliant! Ég og Helga komum syngjandi út úr bíó en Emma vissi ekki alveg hvað henni fannst!

Annars er það að frétta af Hvanneyri að verkefnaflóðið er búið í bili, búin að skrifa undir samning um lokaverkefni og framundan eru próf..búin þann 20.desember í prófum takk fyrir!!

Þannig ég mæli með dágóðum dass af jólalögum með Baggalút, Borgardætrum og fleiri góðum..mandarínum og negulnöglum, heitu kakói með sterku útí og auðvitað hangikjötssamloku + jólaöli á meðan horft er á Pú og Pa í jóladagatali sjónvarpsins!!

Er búin að setja inn myndir frá Danmörku inn á 123.is síðuna!