miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Sixpensari:

Hvergi er sixpensari, tóbak af öllum gerðum og mjöður í hávegum haft eins og hjá Hvanneyskum nemum!

Hér er smá ferðasögubrot úr Búfjárræktarferð sem ég fór eina helgi, 9.feb-11.feb. Þegar allur nauðsynlegur búnaður var kominn um borð í rútuna var rúllað af stað norður. Partýblaðran angraði einhverja á leiðinni og því voru nokkur vegkantsstopp sem ekki voru á dagskrá. Nokkur býli voru heimsótt þennan sólríka föstudag og tekið var á móti okkur með öllum þeim höfðingsskap sem til var.


Fjárbændur, kúabændur, hrossaræktendur, loðdýrabú, blönduð bú og ferðaþjónustubændur með meiru..þetta var allt saman skoðað þessa helgi í Skagafirðinum! Veitingar voru í boði á mörgum stöðum, m.a. besta fiskisúpa Íslands og blá bolla! Hundar tóku vel á móti völtu liðinu og litlar heimasætur leiddu okkur um landareignina, stoltir erfingjar.

Ekkert hægt að segja meira um þessa ferð en að hún hafi verið frábær! Fólkið í ferðinni rúllandi skemmtilegt mest allann sólarhringinn..hehe..eftir bæjarheimsóknir var skolað af sér dýralyktina og skellt í sig kveldverði og brunað á Krókinn. Dansað og skemmt sér fram á rauðanótt. Síðan haldið áfram morguninn eftir dagskrá hvað varðar heimsóknir og drykkju!

Halla ljósmyndagúrú tók myndir í ferðinni (þessar myndir sem hér eru tók hún)
sem segja allt sem segja þarf. Kíkið á fleiri!
Slagarar ferðarinnar: “I feel good..dururururumm”, “hvað er uppi, pussukisi?”
og “kremkex! (kexkexkex) það er svo gott!”

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Sæla:

Endurfundir okkar gera það að verkum að
tár brjótast fram og stingandi þrá hleypur niður hálsinn.
Hann er svo hrikalega svalur og gífurlega freistandi..

Hann Egils minn Appelsín hefur aldrei svikið mig!!
..en þig??

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Recover & discover:

Mæli með þessum náunga, væri alveg til í að vera í hans sporum..sjá heiminn!

Kveðja frá Súper-dúper-Maríunni á Hvanneyri meðal hesta og fólks!!
Er farin norður í Skagafjörð í búfjárræktarferð um helgina!!

föstudagur, febrúar 02, 2007

Ómissandi fólk

Allsnakinn kemurðu í heiminn
og allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér, fannst þú hafa dregið a þurrt
og eftir lífsins vegi
maður fer það sem hann fer
og veistu á miðjum degi
dauðinn, tekur mál af þér

ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma, ómissandi fólk

Allsnakinn kemurðu í heiminn
og allsnakinn ferðu burt
frá þessum dauðu hlutum
sem þér, fannst þú hafa dregið a þurrt

ofmetnastu ekki
af lífsins móðurmjólk
kirkjugarðar heimsins
geyma, ómissandi fólk

Höfundur texta: Magnús Eiríksson
Höfundur lags: Magnús Eiríksson