Ferðalag 2005
Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég get verið mjög gagnrýnin og sýn mín á hlutina getur verið heldur neikvæð...og því við ég biðja allar viðkvæmar sálir sem geta ekki tekið létt í kolsvartan húmor að smella á x-ið í horninu hægra megin á tölvuskjánum og fara að spila solitaire eða klippa neglurnar. Eftirfarandi “greining” mín er útfrá minni upplifun og fer oft eftir ‘attitude” inu sem ég mætti eða hvar vogarskálar mínar lágu á skapgerðarskalanum!
England er eitt af þeim löndum sem ég hef oftast komið til...en samt ekki. Þannig er það að ég er orðin kunnug Stansted flugvellinum en restina hef ég aldrei augum litið í eigin persónu! Svo að ég mun seint geta áætlað eitthvað um Englendinga útfrá menningasúpunni sem fyrirfinnst á flugvellinum..og því hefst greining mín ekki á Englandi heldur fyrrverandi fyrirheitna landi mínu og þjóð: Ítalíu
Ítalía
Þótt útlit fólksins, menningin og landið sjálft þarna í suðrinu eigi lítið sameiginlegt með okkar fróni og fólki...þá er þjóðin keimlík inn við beinið! Þannig er það að íbúar beggja samfélaganna eru ótrúlega sannfærð um sitt eigið ágæti út á við að ekkert fær haggað þeirri sýn. Þó er brugðist við af sárri móðgun ef komið er við kaunin á dýrðarljóma þjóðanna....sama hvort það er hreinleiki blárra lóna eða tískuborga á heimsmælikvarða.
Á íslandi er kvenher fagur og á Ítalíu heil hersing af föngulegum karlmönnum. Á því leikur enginn vafi....
Í stuttu máli sagt: stoltar þjóðir sem lifa í soldilli afneitun!
Landslag: nyrst eru alparnir og falleg vötn og umhverfi...svo tekur við fremur tilbreytingalaus Po sléttan. Eftir því sem sunnar dregur eftir hana verður landslagið fallegra og fjölbreyttara. Allra syðst er þetta týpíska miðjarðarhafslandslag með brún/hvítgylltum sandi og klettum, ljósbláu hafi og gróðri á stangli.
Veðurfar (á helst við inn til lands): mikill raki, sem þýðir gífurleg gufusoðning á sumrin og mígandi frjósandi kuldi á veturna sem smýgur inn í beinmerg. Ótrúlegt en satt þá held ég að það hafi snjóað oftar í Cremona en heilan vetur heima í Reykjavík. Og Lundúnaþoka öðlaðist nýja merkingu fyrir mér þarna á Ítalíu.
Byggingar: lítið af einbýlishúsum í eldri bæjum og borgum, mikið um þessar nokkurra hæða blokkir við þröng stræti, stórir aflangir gluggar með þessum grænu eða brúnu lokum fyrir. Húsin oft sandgulbrún eða brúnferskjulituð. Byggð upp úr holum múrsteinum..engin einangrun þar.
En svo eru villurnar útum allt...suburb hverfin utan um bæina, við Gardavatn og hin vötnin. Gætum rætt um þau blaðsíðu fyrir blaðsíðu....kíkið bara á Ocean’s eleven og þá hafiði séð brotabrot af þessari hallar-dýrð!
Og já...hvaða litli bær sem er á Ítalíu telst ekki bær nema að vera með a.m.k. 2 kirkjur! Og í þær er mikið lagt og sýnist hverjum um það hvort allt prjálið sé fallegt eður ei..sjálf er ég meira hrifin af litlu sveitakirkjunum! Marmari var greinilega rosalega “inn” og risastórar hurðir úr bronsi með útskornum detailum fyrir stækkunargler!
Matur: allir þekkja ítalskt matardútlerí og hversu góður ítalskur matur getur verið. En fáir hafa stigið fæti inn í ítalskt hagkaup og hvernig hlutföllin eru þar! Við erum ekki að tala um staflana af nammi og snakki í hillunum..heldur heilu rekkana af vínflöskum, pastategundum og allskonar tómatsósum og súrsuðu og niðursoðnu jukki til að setja út á! Vissulega er þarna nammi og annað óhollt en ekki í jafn miklum mæli.
Í morgunmat er fingurbjörgin af sterku og góðu kaffi ásamt mjólkurdeigshorni með marmelaði, súkkulaði eða kremi inn í. Sumir fá sér campari og snakkhlaðborð með...bara eins og fólk er mismunandi. Svo er í hádeginu brauð með salami eða pitsa eða salatskál..er ekki alveg inn á hádegismatnum! Ekki heldur kaffi tímanum....en svo er það kvöldmaturinn um klukkan níu. Það er oftast pasta blandað út í tómat dæmi eða rjóma dæmi..fullt af grænmeti eða því sem er til. Til hátíðabrigða er svo inn á milli kjöt máltíð eða fiskur.
Passa sig á alls konar siðareglum tengdar matargerð, hlutföllum, samsetningu og síðan en ekki síst; í hvað röð þú borðar salat, kjöt og pasta....ekki hrúga á einn disk eins og heima! Það myndi valda hvað Ítala sem er yfirliði að sjá íslenskan matardisk með sitt lítið af hverju!
Besta sem ég fékk: margir pastaréttir en sérstaklega gott var pasta með túnfiski og grænum baunum, þunnt kjöt með sítrónusafa og pipar, ferskjusafi (appelsínudjús er ekki góður þarna), birra morretti, torrone (hvítt núggat með hnetum í) og ítalskur ís.
Tvær ímyndir mínar af Ítalíu: eldri maður í ryðrauðum buxum, stífpússuðum skóm, keyrandi um á sportbíl eða Fiat. Með gráa fiðringinn eins og allir eldri menn á Ítalíu, stífgelað hár, hlustar á Eros Ramazotti, Pavarotti eða annað gamalt og gott. Reynir að töfra ungar gellur með fornum kvennagulls töktum sínum. Ef ekki í vinnunni þá situr hann á bar með restinni af karla-saumaklúbbnum og sötrar rauðvín og talar/hrópar um hin ýmsu mál. Bíður eftir því að konan kalli á hann í mat.
Eldri konan er annað hvort algjör húsmóðir eða skvísa. Oft í þybbnara lagi og með sorglegan háralit...jep, gulrótaliturinn lifir enn góðu lífi þarna. Og ekki eru hlébarðamunsturs leggins að detta út heldur! Andlitslyftingar og alls konar snyrtingar. Mjög ráðríkar og hvassar enda alltaf með annað augað á veiklyndum eiginmanninum. Alvöru mæðurnar eru allan daginn og stundum nóttina að undirbúa og matreiða alls konar rétti eftir kúnstarinnar reglum. Þó eru margar útivinnandi og því ekki jafn mikill tími fyrir krúsídúllu mat.
Svo er það unga kynslóðin...sem er í rauninni bara yngri útgáfa af þeim eldri...önnur tíska, stelpurnar ótrúlega grannar margar (hvernig verða þær svo svona litlar og þybbnar?), strákarnir mis kvenlegir, mikið í tísku að eiga hund í gucci fötum. Volkswagen Golf virðist vera mjög vinsæll þessa stundina.
Hlusta á Anastaciu og margt annað remix dæmi. En skilja samt voða lítið hvað er verið að syngja um, enda allt þýtt á ítölsku (bíómyndir, leiðbeiningar og allt).
Þarna finnst körlunum gaman að versla og stundum fara vinirnir saman á búðaráp eða gluggaskoðunarferð. Allir haldast í hendur sama af hvaða kyni það er. Allt svo eðlilegt...
Annað: Sophia Loren er dýrlingur Ítala...Linda P vs Vigdís Finnbogadóttir fyrir þeim. Allri bera virðingu fyrir henni. Ef þú nefnir lýtaaðgerðir í tengslum við hana gætiru alveg eins verið að segja að páfinn hafi verið á strippbúllu að drekka og meira. Slíkt er fráleitt!!
Opnunartímar verslanna óútreiknanlegir, allir rosa afslappaðir (sérstaklega verslunarfólk) og oft lítið hugsað um að koma vel fram við kúnnann.
Niðurstaða: Sjarminn yfir Ítalíu mun aldrei hverfa, en það er margt sem mætti laga..
Gamalt samfélag og hefðir, byggingar og minnismerki gamla veldisins ekki gerð fyrir nútímamengunina sem er að gera útaf við allt. Gerir stemninguna rosalega þunga og skítuga. Ætla ekki að tala um stöðu kvenna..það er sér kafli fyrir sig sem ég er ekki alveg með á hreinu...nema að íslenskar konur standa sterkar í sínu samfélagi.
Ekki fara til Ítalíu án fylgdarliðs ef þú ert ljóshærð, með blá augu eða annað sem stingur í stúfa við ítalska þjóð. Til að vera með í tískufrensíinu verðuru lágmark að eiga eina merkjaflík og gott er að eiga nýtísku sólgleraugu. Getur notað þau til að fela bláu augun viljiru losna við athyglina í smá stund!
Þó að Ítalir séu fagurgalar og allt það, þá er mjög erfitt að kynnast þeim. Sérstaklega stelpunum og er ég að hugsa um að kenna háralit mínum um það (halda að ljóshærði djöfullinn sé að fara að stela frá þeim). Suður-Ítalir eru miklu opnari og þessi fáu sem ég kynntist voru þaðan. Hin voru frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og fleiri löndum! N-Ítalir eru flestir mjög lokaðir bissness/tískuplebbar (svo ég taki nú sterkt til orða). En að sjálfsögðu er ekkert hægt að alhæfa um eitt eða neitt af þessu.
Ítalía...þaðan á ég nokkrar af mínum bestu minningum en líka verstu minningum.
Mæli með: Flórens!!, Gardavatni og Veróna. Róm, Feneyjar og Mílanó er svo eitthvað sem er algjört “must” fyrir marga ferðamenn en mér finnst þetta mest megnis vera orðið svona sem fólk kíkir á bara til að geta sagt ‘hei ég hef komið þangað!’. Passið ykkur á túristaleiðanum á mörgum stöðum. Ekki sleppa jákvæðninni úr hendi ykkar!
Veðurfar (á helst við inn til lands): mikill raki, sem þýðir gífurleg gufusoðning á sumrin og mígandi frjósandi kuldi á veturna sem smýgur inn í beinmerg. Ótrúlegt en satt þá held ég að það hafi snjóað oftar í Cremona en heilan vetur heima í Reykjavík. Og Lundúnaþoka öðlaðist nýja merkingu fyrir mér þarna á Ítalíu.
Byggingar: lítið af einbýlishúsum í eldri bæjum og borgum, mikið um þessar nokkurra hæða blokkir við þröng stræti, stórir aflangir gluggar með þessum grænu eða brúnu lokum fyrir. Húsin oft sandgulbrún eða brúnferskjulituð. Byggð upp úr holum múrsteinum..engin einangrun þar.
En svo eru villurnar útum allt...suburb hverfin utan um bæina, við Gardavatn og hin vötnin. Gætum rætt um þau blaðsíðu fyrir blaðsíðu....kíkið bara á Ocean’s eleven og þá hafiði séð brotabrot af þessari hallar-dýrð!
Og já...hvaða litli bær sem er á Ítalíu telst ekki bær nema að vera með a.m.k. 2 kirkjur! Og í þær er mikið lagt og sýnist hverjum um það hvort allt prjálið sé fallegt eður ei..sjálf er ég meira hrifin af litlu sveitakirkjunum! Marmari var greinilega rosalega “inn” og risastórar hurðir úr bronsi með útskornum detailum fyrir stækkunargler!
Matur: allir þekkja ítalskt matardútlerí og hversu góður ítalskur matur getur verið. En fáir hafa stigið fæti inn í ítalskt hagkaup og hvernig hlutföllin eru þar! Við erum ekki að tala um staflana af nammi og snakki í hillunum..heldur heilu rekkana af vínflöskum, pastategundum og allskonar tómatsósum og súrsuðu og niðursoðnu jukki til að setja út á! Vissulega er þarna nammi og annað óhollt en ekki í jafn miklum mæli.
Í morgunmat er fingurbjörgin af sterku og góðu kaffi ásamt mjólkurdeigshorni með marmelaði, súkkulaði eða kremi inn í. Sumir fá sér campari og snakkhlaðborð með...bara eins og fólk er mismunandi. Svo er í hádeginu brauð með salami eða pitsa eða salatskál..er ekki alveg inn á hádegismatnum! Ekki heldur kaffi tímanum....en svo er það kvöldmaturinn um klukkan níu. Það er oftast pasta blandað út í tómat dæmi eða rjóma dæmi..fullt af grænmeti eða því sem er til. Til hátíðabrigða er svo inn á milli kjöt máltíð eða fiskur.
Passa sig á alls konar siðareglum tengdar matargerð, hlutföllum, samsetningu og síðan en ekki síst; í hvað röð þú borðar salat, kjöt og pasta....ekki hrúga á einn disk eins og heima! Það myndi valda hvað Ítala sem er yfirliði að sjá íslenskan matardisk með sitt lítið af hverju!
Besta sem ég fékk: margir pastaréttir en sérstaklega gott var pasta með túnfiski og grænum baunum, þunnt kjöt með sítrónusafa og pipar, ferskjusafi (appelsínudjús er ekki góður þarna), birra morretti, torrone (hvítt núggat með hnetum í) og ítalskur ís.
Tvær ímyndir mínar af Ítalíu: eldri maður í ryðrauðum buxum, stífpússuðum skóm, keyrandi um á sportbíl eða Fiat. Með gráa fiðringinn eins og allir eldri menn á Ítalíu, stífgelað hár, hlustar á Eros Ramazotti, Pavarotti eða annað gamalt og gott. Reynir að töfra ungar gellur með fornum kvennagulls töktum sínum. Ef ekki í vinnunni þá situr hann á bar með restinni af karla-saumaklúbbnum og sötrar rauðvín og talar/hrópar um hin ýmsu mál. Bíður eftir því að konan kalli á hann í mat.
Eldri konan er annað hvort algjör húsmóðir eða skvísa. Oft í þybbnara lagi og með sorglegan háralit...jep, gulrótaliturinn lifir enn góðu lífi þarna. Og ekki eru hlébarðamunsturs leggins að detta út heldur! Andlitslyftingar og alls konar snyrtingar. Mjög ráðríkar og hvassar enda alltaf með annað augað á veiklyndum eiginmanninum. Alvöru mæðurnar eru allan daginn og stundum nóttina að undirbúa og matreiða alls konar rétti eftir kúnstarinnar reglum. Þó eru margar útivinnandi og því ekki jafn mikill tími fyrir krúsídúllu mat.
Svo er það unga kynslóðin...sem er í rauninni bara yngri útgáfa af þeim eldri...önnur tíska, stelpurnar ótrúlega grannar margar (hvernig verða þær svo svona litlar og þybbnar?), strákarnir mis kvenlegir, mikið í tísku að eiga hund í gucci fötum. Volkswagen Golf virðist vera mjög vinsæll þessa stundina.
Hlusta á Anastaciu og margt annað remix dæmi. En skilja samt voða lítið hvað er verið að syngja um, enda allt þýtt á ítölsku (bíómyndir, leiðbeiningar og allt).
Þarna finnst körlunum gaman að versla og stundum fara vinirnir saman á búðaráp eða gluggaskoðunarferð. Allir haldast í hendur sama af hvaða kyni það er. Allt svo eðlilegt...
Annað: Sophia Loren er dýrlingur Ítala...Linda P vs Vigdís Finnbogadóttir fyrir þeim. Allri bera virðingu fyrir henni. Ef þú nefnir lýtaaðgerðir í tengslum við hana gætiru alveg eins verið að segja að páfinn hafi verið á strippbúllu að drekka og meira. Slíkt er fráleitt!!
Opnunartímar verslanna óútreiknanlegir, allir rosa afslappaðir (sérstaklega verslunarfólk) og oft lítið hugsað um að koma vel fram við kúnnann.
Niðurstaða: Sjarminn yfir Ítalíu mun aldrei hverfa, en það er margt sem mætti laga..
Gamalt samfélag og hefðir, byggingar og minnismerki gamla veldisins ekki gerð fyrir nútímamengunina sem er að gera útaf við allt. Gerir stemninguna rosalega þunga og skítuga. Ætla ekki að tala um stöðu kvenna..það er sér kafli fyrir sig sem ég er ekki alveg með á hreinu...nema að íslenskar konur standa sterkar í sínu samfélagi.
Ekki fara til Ítalíu án fylgdarliðs ef þú ert ljóshærð, með blá augu eða annað sem stingur í stúfa við ítalska þjóð. Til að vera með í tískufrensíinu verðuru lágmark að eiga eina merkjaflík og gott er að eiga nýtísku sólgleraugu. Getur notað þau til að fela bláu augun viljiru losna við athyglina í smá stund!
Þó að Ítalir séu fagurgalar og allt það, þá er mjög erfitt að kynnast þeim. Sérstaklega stelpunum og er ég að hugsa um að kenna háralit mínum um það (halda að ljóshærði djöfullinn sé að fara að stela frá þeim). Suður-Ítalir eru miklu opnari og þessi fáu sem ég kynntist voru þaðan. Hin voru frá Bandaríkjunum, Svíþjóð og fleiri löndum! N-Ítalir eru flestir mjög lokaðir bissness/tískuplebbar (svo ég taki nú sterkt til orða). En að sjálfsögðu er ekkert hægt að alhæfa um eitt eða neitt af þessu.
Ítalía...þaðan á ég nokkrar af mínum bestu minningum en líka verstu minningum.
Mæli með: Flórens!!, Gardavatni og Veróna. Róm, Feneyjar og Mílanó er svo eitthvað sem er algjört “must” fyrir marga ferðamenn en mér finnst þetta mest megnis vera orðið svona sem fólk kíkir á bara til að geta sagt ‘hei ég hef komið þangað!’. Passið ykkur á túristaleiðanum á mörgum stöðum. Ekki sleppa jákvæðninni úr hendi ykkar!