mánudagur, júní 25, 2007

Freakum fun weekend:

Soldið eftir á hérna..en alla vega þá var þjóðhátíðarhelgin ein sú skemmtilegasta sem ég man eftir! Laugardagurinn byrjaði með úrskrift hjá mestu kennaragellu Íslands henni Kollu. Fullt af hressu fólki úr fjölskyldunni og síðan vinir síðar meir. Fleiri orð um þessa helgi ætla ég ekki að hafa eftir hérna nema að þetta var virkilega frábær helgi með hressu og sætu fólki!

Hérna eru myndir frá Kollu stjörnu:
Sigurborg, ég og Kolla útskriftargella á góðri stundu!
Þjóðlegar Hvanneyrarbeibur: Sigurborg, ég og Louise

Pistill um nýliðna helgi ásamt myndum er á leiðinni!
..þið verðið bara að bíða spennt!!
Spenna beltin..

laugardagur, júní 09, 2007

It's official:

Japanir hafa hannað vélmenni sem hegðar sér eins og 1-3 ára barn til að rannsaka hegðan þeirra og hvernig þau taka til sín þekkingu frá umhverfinu eða eitthvað álíka ruglað. Eh, kannski einhver bendi þeim á hin raunverulegu börn..rannsaka þau! Einhvern veginn hafa nördarnir þurft að prógrammera vélbarnið til að bregðast við umhverfisþáttum?! Hvernig ætla þeir að rannsaka eitthvað sem þeir "bjuggu til"?!

I'm fed up with future technologic thinking..

But anywhat...ég er með tilkynningu: búin að setja inn myndir á 123.is/mariath!
Þar er nýtt undir flokknum Hvanneyri: Betra Hvanneyri og Námsferð III (Íslensk hlunnindi)!
Síðan eru loksins komnar inn myndir úr páska-hringferðinni (Icelandic Ring), þær eru undir flokknum Ferðalanganir!