föstudagur, október 15, 2004

Ammli (afmæli)

Jamm og já...nú er maður komin á þrítugsaldurinn!!
Ef við förum yfir það sem gerst hefur á líðandui stund...
Ég fór að síga í fyrsta skipti í síðustu viku, ég lenti í árekstri og ég átti afmæli! Bara þetta venjulega...! :)
Nú er ég orðin sig fíkill og ætla ég mér að fjárfesta í einu belti og dóti...fyrir utan allann annan búnað sem björgunarsveitarmaður þarf að eiga!!
Á sunnudaginn sem leið var ég á leiðinni í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og stoppaði bílinn á nýjum ljósum hjá Valsheimilinu þegar einhver fyllibytta ákvað að keyra aftan á mig! Þessi maður var á silfraðri Celicu..vel kenndur..og klukkan bara sjö á sunnudagskvöldi!! Og svo vildi hann kenna mér um þetta!! Ég átti ekki til orð...veiddi upp símann minn sem var kominn lengst undir sætið og hringdi í lögguna, sem kom og gerði skýrslu og handtók gæjann..því hann vildi ekki blása í blöðru!!

Ég fékk enga blöðru á ammælinu mínu en samt eitthvað af dóti..og auðvitað ammælissöng!!

Svo er ég byrjuð að vinna..babysitting hjá fyrirtæki. Svona er þegar það er búið að vera verkfall í einn mánuð!!

fimmtudagur, október 07, 2004

Always

Fékk sent dömubindi í pósti frá Always Ultra..en ekki svona prufubindi, nei! Þetta var svona bara sýnishorn - prufa! Mér finnst það frekar mikil sóun á dömubindum ef farið er út í það að senda öllum konum á íslandi eitt svona stykki! En þar sem þetta var prufa þá ákvað ég að prófa þetta..og sullaði vatni yfir bindið! ''mjög rakadrægt''!! :o)

Námskeið í fyrstu hjálp is over...var heila helgi í Bláfjöllum ásamt ca. 30 nýliðum hjá Björgunarsveitinni Ársæli. Fólk á öllum aldri sem ætlar að vera sjálfboðaliði í að aðstoða almenning!! En alla veganna..hresst fólk, líka þau sem að voru að leiðbeina! Þar var meðal annars ein fyrrverandi Kvennómær, hún Kata úr NÞ bekknum!
Mikið lært og lítið sofið...t.d. eftir 4 tíma svefn baulaði brunakerfið klukkan sex, á sunnudagsmorgni, og við stauluðumst út á slysaæfingu. En hún gekk bara vel, þótt einn sjúklingurinn hefði verið nær dauða en lífi ef þetta hefði verið alvara!!

Er búin að vera svo dugleg að gera ekki neitt..að það rann up fyrir mér í gær að það er bara vika í afmælið mitt! Og ég sem ætlaði að vera búin að hugsa hvað ég ætlaði að gera á afmælinu, hvort það ætti að vera einhver veisla og svona! Hmm..