sunnudagur, maí 21, 2006

Hen's creek:

Jæja mæja, síðasta próf loksins að fara að klárast..á morgun! Og þá er ekkert sem getur stöðvað mig..ætla að bruna til Vestfjarða með megninu af fjölskyldu og ætlar eitt stykki vinkona af Hvanneyri að koma með. Hef ekki komið til Vestfjarða í ár og öld (fór eflaust síðast þangað á 20.öldinni) og það er kominn tími til að kíkja á uppruna sinn...Hænuvík eða the Hen's creek! Jújú..þangað getur maður rakið ættir sínar, ekki lengra en aftur til hennar ömmu ljúfu. Á þessum kósí bæ umkringdum hrikalegri náttúrufegurð býr núna frændi minn með sinni fjölskyldu og þarna fór stúlkan nú í sveit á sínum tíma..núna er farið til að drekka í sig alla sveitarómantíkina og fjallafegurð! Það er sko ekkert slor að vera staðsett þarna..vestasti bær Evrópu, stutt í Látrabjarg, gylltar strendur og önnur flottheit!

Eurovision búið og BT fegnir að hafa ekki útbýtt sjónvörpum með loforði um endurgreiðslur ef Lordarnir ynnu...engin heilvita kaupsýslumaður hefði stungið upp á slíku, þetta var svo fyrirsjáanlegt. Veit eiginlega ekki hvað er hægt að segja meira um þessa keppni..sem er orðin soldið fyrirsjáanleg hvað stig varðar. Maður flettir bara upp fjölda Tyrkja í Evrópulöndunum og skoðar síðan hverjir eru góðir nágrannar..þá getur maður með 98% vissu sagt til um úrslit!

Kíkti á jammið eftir júró gaulið með ágætis fólki og líkt og svo oft áður rifjaðist það upp fyrir mér hvers vegna ég fer ekki svo oft í bæinn á jammið. Fórum á ónefndan "hnakka" stað þar sem hvert "einkennið" á fætur öðru small á manni: veggur af þykkum og væmnum reyk á neðra dansgólfinu..ekki af völdum venjulegra rettna, stúlkukindur troðandi manni um tær inn á salerninu..of uppteknar að æfa "slut"/"dreamy" svipinn, strákur í móki upp við vegg, klárar að æla og labbar í burt..annar hnakki hallar sér upp að veggnum með veiðisvipinn uppi og græjurnar tilbúnar að fanga bráð og í biðröð við fatahengið bendir góð vinkona vini sínum á nefið og hann þurrkar burtu leyfar af nefbroddi..hvað svo sem þar var á ferð.

Einhver að furða sig á flóttanum í Hen's creek? Eflaust...sjáumst á jamminu í sumar!!

sunnudagur, maí 14, 2006

Tvífarar:

Eftir langa dvöl í sólarsteikingu síðustu daga fannst mér kominn tími til að athuga hvaða celebrity hefðu þann heiður að líkjast mér. Notaðist við m.a. þessa mynd (nema hún var heil!)

og upp komu eftirfarandi:
og svo fullt af öðrum..Charlize Theron, Madonna! I'm totally cool!!
Þannig að inflúensa dagsins:
Lag: Barfly - Jeff Who?
Vefsíða: þú og celebrity face! prófaðu ego boozt dagsins!!

sunnudagur, maí 07, 2006

..og ekkert múður!

Komst að því seint um síðir að það birtist mynd í Morgunblaðinu sem ég tók. Fór á stökkinu inn í foreldrahús og tók dýfu ofan í moggabunkann og svipti upp blaði frá 27.apríl og viti menn. Flennistór mynd af hesti og knapa og ljósmyndari..Kolbrún?? Fór inn á klósett og leit í spegil. Jújú, ennþá María gamla. En einhverri annarri hafði þá verið eignaður heiðurinn. Stoltið og himinlifandi gleðinn var svifinn á braut, lokaði að mér og skrúfaði frá kaldri bunu sturtunnar. Eftir að hafa staðið í 2 mínútur stjörf undir bununni fór nú heilinn heldur betur að taka við sér. Og eftir því sem ég hugsaði meira um þetta varð alltaf heitara og heitara í sturtu, það bókstaflega sauð á minni! Stökk út og slengdi handklæði utan um boddíið og óð fram með maskara niður á höku og hár og heilastarfsemi í flækju. Hringdi titrandi hendi í þann sem ég taldi ábyrgan fyrir þessari katastrófu..en ekkert svar sem betur fer fyrir mig og þann aðila.
Er enn ekki búin að fá þetta mál á hreint frá öllum aðilum
en eitt er á hreinu að góðvild mín og "ljósmyndahæfileikar" eru ekki falir
hverjum sem er eftir þetta!
Fyrr má nú traðka á ljúflyndi en oftraðka!!
Og ef einhver veit hvernig er hægt að skella copyright merki og nafni á allar myndir
þá má sá öðlingur hafa samband svo hægt sé að koma hjá svona
rassskellingu á egói..

Fór á Manchester tónleika í hitastækju laugardagsins. Eitthvað hefur klikkað með þá herferð Icelandair þar sem miðar voru gefins um allar trissur. Ég og tónlistafélagi minn vorum komnar með fjóra miða um þrjúleytið og þó að við hringdum um allar trissur gátum við ekki losnað við þessa tvo aukafrímiða. Já..ég legg sérstaklega áherslu á FRÍmiða! Eftir mikið hangs og hringingar fórum við í Laugardalshöllina um sex til að berja Benna Hemm Hemm, Trabant, Echo and the Bunnymen, Elbow og Badly Drawn Boy augum. Náðum í síðustu tóna Foreign Monkeys (sigurvegara Músíktilrauna 2006) sem virtust deila með okkur aldursforsetatitlinum þá stundina, liðið þarna inni var á fermingaaldri. Og eftir þetta kveld held ég að ég geti alveg sagt að efnilegur er gellukjötmarkaðurinn. Mér leið eins og gamalli forhertri spinster þarna. Anyways..fjölbreyttur hópur af fólki, allt frá alvörugefnum fermingarstrákum með vatn í bjórglösum sem þeir náðu einhvers staðar í (rosa svalir) og yfir í skemmtilegustu drykkjutýpuna: miðaldra konu með hendi í fatla úr skrautbandi og mann hennar, bæði með haus reigðan aftur á bak og dansandi í takt við..tja, alla veganna ekki tónlistina...og öskrandi: þhirru æssleghirr! í áttina að hljómsveit og sullandi bjór yfir nálæga með veifandi höndum. Fínir tónleikar en soldið langir..algjört maraþon frá 18.00-00.30 þegar við stauluðumst út í miðjum söng hjá Badly Drawn Boy. Sveitapíurnar áttu sko eftir að keyra á Hvanneyri takk fyrir..

Inflúensa vikunnar:
Lag: Call me - Blondie

fimmtudagur, maí 04, 2006

Inflúensa vikunnar:

gleymdi alveg þessum fasta punkti sem ég ætlaði að koma vel fyrir, hér á kósívefritinu: inflúensunni.

En inflúensa vikunnar er svohljóðandi:
Lag: Wish you were here - Pink Floyd
Gjörningur: fá æskuvinkonu í heimsókn til sín. Það er algjört æði (gaman að sjá þig, María)!!
Og heiðra fjölskyldu sína..hef ekki farið heim á nesið síðan um páskana og er komin
með væga fjölskylduþrá. Ætla kæfa hana á morgun..er að fara suður!
Mynd: Titanic II..yeah right!
Alla veganna "trailerinn" sem er inn á kvikmynd.is fyrir þessa "mynd".
Gubbið: lífefnafræðiskýrslur..hver fann þær upp?!
Áhugavert efni en 100% skiljanlegt..ég held nú síður!

mánudagur, maí 01, 2006

What a feeling..!

Það er komið sumar, hitamet slegin og ég er komin tannað far!
Og auðvitað..hreystimerki líka komin fram: freknurnar eru farnar að láta sjá sig í ansigtet!! Búin að sækja laugarnar grimmt í Borgarnesi með mín kammerat, með allt slúðrið á hreinu og farnar að fá athygli frá strákaspírunum í skólasundi..14 ára peyjar í mútum eru til alls líklegir!
Skessuhornið er þó enn í hvítum vetrarbúning og því fer sú uppáferð að renna út í sandinn..senn fer að líða að prófum og ekki ætla ég að klöngrast á skessuna með bók í hendi og hrapa niður næsta þverhnípi...mín þá að kolfalla í lærdómi..bókstaflega!
Framundan er eins mikil sólgeislun og ég kemst yfir, vatnsmelónukaup (kosta nánast ekkert í Bónus!..hugsa um budduna tómu), lærdómur innan hæfilegra marka og bara lifa lífinu!

Njótið sólarinnar..láttu á þér bera, ekki vera gagnsær í sumar!