sunnudagur, maí 21, 2006

Hen's creek:

Jæja mæja, síðasta próf loksins að fara að klárast..á morgun! Og þá er ekkert sem getur stöðvað mig..ætla að bruna til Vestfjarða með megninu af fjölskyldu og ætlar eitt stykki vinkona af Hvanneyri að koma með. Hef ekki komið til Vestfjarða í ár og öld (fór eflaust síðast þangað á 20.öldinni) og það er kominn tími til að kíkja á uppruna sinn...Hænuvík eða the Hen's creek! Jújú..þangað getur maður rakið ættir sínar, ekki lengra en aftur til hennar ömmu ljúfu. Á þessum kósí bæ umkringdum hrikalegri náttúrufegurð býr núna frændi minn með sinni fjölskyldu og þarna fór stúlkan nú í sveit á sínum tíma..núna er farið til að drekka í sig alla sveitarómantíkina og fjallafegurð! Það er sko ekkert slor að vera staðsett þarna..vestasti bær Evrópu, stutt í Látrabjarg, gylltar strendur og önnur flottheit!

Eurovision búið og BT fegnir að hafa ekki útbýtt sjónvörpum með loforði um endurgreiðslur ef Lordarnir ynnu...engin heilvita kaupsýslumaður hefði stungið upp á slíku, þetta var svo fyrirsjáanlegt. Veit eiginlega ekki hvað er hægt að segja meira um þessa keppni..sem er orðin soldið fyrirsjáanleg hvað stig varðar. Maður flettir bara upp fjölda Tyrkja í Evrópulöndunum og skoðar síðan hverjir eru góðir nágrannar..þá getur maður með 98% vissu sagt til um úrslit!

Kíkti á jammið eftir júró gaulið með ágætis fólki og líkt og svo oft áður rifjaðist það upp fyrir mér hvers vegna ég fer ekki svo oft í bæinn á jammið. Fórum á ónefndan "hnakka" stað þar sem hvert "einkennið" á fætur öðru small á manni: veggur af þykkum og væmnum reyk á neðra dansgólfinu..ekki af völdum venjulegra rettna, stúlkukindur troðandi manni um tær inn á salerninu..of uppteknar að æfa "slut"/"dreamy" svipinn, strákur í móki upp við vegg, klárar að æla og labbar í burt..annar hnakki hallar sér upp að veggnum með veiðisvipinn uppi og græjurnar tilbúnar að fanga bráð og í biðröð við fatahengið bendir góð vinkona vini sínum á nefið og hann þurrkar burtu leyfar af nefbroddi..hvað svo sem þar var á ferð.

Einhver að furða sig á flóttanum í Hen's creek? Eflaust...sjáumst á jamminu í sumar!!

Engin ummæli: