mánudagur, júní 19, 2006

Ó María mig langar heim..

Blogger bügger hefur verið að stríða mér,
..en núna loksins get ég sett eitthvað inn!!
Nú er liðnar nokkrar vikur síðan ég kom heim á Kjalarnesið, eftir sannarlega frábæra 5 daga í Hænuvík, á Vestfjörðum. Endurnærð á sál eftir dvölina þar og full hlaðinn batterý, til að hafa orku í síðustu viku, við vinnu og sjálfboðastarf með björgunarsveitinni Kjalarnesi.

Var mikið að velta fyrir mér, eitt sólarbjart kveldið í Hænuvík þar sem ég lá í fleti mínu, hreysti Íslendinga og lífsþægindum. Hinn almenni Íslendingur býr í þéttbýli eða borg og á "sumarbústað út í sveit" (nokkurra 100 fermetra lúxusvillu utan þéttbýlis) þar sem fjölskyldan eyðir flestum helgum sumarsins við sólarsteikingu og lúxusleiki. Kósí sumarbústaðir með engum ískáp eða sjónvarpi eru liðin tíð. Lúxusvillur eru málið.
Fólk er að mestu hætt að þurfa að herða sig með vosbúð og þáttum þess sem þurfti að harka af sér til að færa björg í bú. Flestir sinna sinni skrifstofuvinnu og eina púlið erfiðið eru líkamsræktarspeglasalirnir þar sem mörg brúnkufeikuð boddí hnykla vöðva til að fá fram sexy svita og betur skorinn líkama. Því ekki sést árangur erfiðisins á neinum öðrum en þér...þú hleypur nokkra kílómetra á hlaupabrettinu en færist ekkert úr stað og ekki ertu búinn að hlaða grjótvegg, draga bát í land eða síga eftir eggjum.
Sem betur fer eru margir Íslendingar sem hafa að lífsstarfi einhverja iðngrein sem krefst líkamlegs erfiðis, en þó með hjálp vinnuvéla. Hvar værum við án bóndans, smiðsins, sjómannsins og fleiri iðnmanna? Á meðan skrifstofugreinarnar krefjast enn betur menntaðs vinnuafls og yfir höfði upprennandi vinnukrafta hvílir grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli..bachelor, master og jafnvel doktor. Starfsævi skrifstofublókanna styttist og styttist í samræmi við skólagöngulengd sem lengist.

Eftir að hafa erfiðað líkamlega í Hænuvík og sjáanlegur árangur var á umhverfinu þá leið mér þúsundfalt betur en af líkamsræktarendorfíni! Sömuleiðis eftir björgunarsveitarvinnu; setja upp skilti í Esjuhlíðum og moka fyrir skiltum í Heiðmörk. Stoltið yfir að hafa komið fyrir þeim skiltum verður ómetanlegt eftir þennan mánuð!

Búin að setja inn myndir frá Hænuvík..ENDILEGA SKOÐIÐ!!
Nota bene: nú er hægt að breyta uppsetningu myndaskoðunar. Tveir valmöguleikar:
  • Eini möguleikinn sem var (kemur sjálfkrafa, en er hægt að velja með því að smella á 3 litla ferninga og einn stórann..efst, fyrir miðju, í valmynd myndasíðunnar) Tíu myndir vinstra megin (þarf að fletta yfir á næstu tíu o.sv.fr) og stór mynd til hliðar, hægt að skoða slideshow uppi.
  • Nýi möguleikinn (valið með því að smella á 9 litla ferninga efst á valmynd..fá allar myndirnar upp á skjáinn sem thumbnails. Síðan er smellt á fyrstu myndina t.d. og þá kemur hún stór, yfir thumbnail myndir, og hægt er að fletta áfram á næstu myndir.
    Mæli með ferð til Hænuvíkur og gistingu þar..en athugið fyrst með gistingu. Gistinætur hafa tvöfaldast hjá þeim á einu ári!

Engin ummæli: