miðvikudagur, apríl 23, 2008

Virðing farin fjandans til..

Ég á ekki eitt orð til að lýsa tilfinningum mínum, eftir að hafa fylgst með atburðum dagsins, heldur flóð af fyrirlitningu og hneykslun gagnvart hluta þjóðarinnar! Hvernig vogar fólk sér að haga sér eins og það gerir í garð framkvæmdarvaldsins?!? Það er alveg sama hvernig lögreglan vinnur sitt starf þá dynur á henni aðfinnslan í bundnu máli og það nýjasta er að taka handboltann á þetta og fleygja grjóti í andlit lögreglumanns til að jafna málin!! Er ekki allt í lagi?? Þusar eitthvað um valdníðslu og harkalegar aðgerðir?!?! Speglið ykkar froðufellandi sjálf í vel fægðum felgum ykkar og lítið í eigin barm!!

Ég gæti haldið áfram endalaust á miður fallegum nótum en ég held ég setji mig ekki á sama stall og aðrir bloggarar og rakka fólk niður í svaðið..það er ekki þess virði og ég þarf að nota orku mína í annað. Ég er miður mín vegna þessarar framkomu Íslendinga í garð yfirvaldsins sem reynir að byggja upp land okkar með lögum og get ekki skrifað meira í bili vegna syndaflóðs á hvörmum. Ég skammast mín fyrir að vera almúgakona og vil ekki taka þátt í þessu og þoli ekki þegar einhverjir tala fyrir mína hönd og stuðla að múg-æsingu sem ég myndi aldrei samþykkja (ónefndur flutningabílstjóri í mbl viðtali: "..hér er almúgi. Hér eru konur og annað.")

Vinkona mín brautskráðist frá Lögregluskólanum um daginn með hæstu meðaleinkunn. Ég fylltist gífurlegu stolti fyrir hennar hönd og mun vera það svo lengi sem hún starfar eftir sinni sannfæringu. Ég vona svo innilega að þessi botnlausa óvirðing eigi sér takmörk og hverfi með tíð og tíma.

Það á enginn starfsstétt það skilið að fá stanslausar aðfinnslur og valdníðslu í sinn garð!
~ : ~