miðvikudagur, maí 26, 2004

Hrvatska..here we come!

Jæja! Nú er komið að því! Á morgunn leggja nýslegnir stúdentar Kvennaskólans af stað til Króatíu!
Útskriftin var í gær í Hallgrímskirkju og vorum við öll sæt og fín! Held að ég geti fullyrt að engin hafi ekki verið með smá fiðring..
Eftir fallegan söng hjá kórnum og 'nokkur orð' frá skólameistaranum var komið að verðlaunum og þau voru ekki fá! Margir nýstúdentar voru kallaðir upp og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur o.fl. Jóna Guðný og Katrín Diljá ásamt fleirum voru þó mest áberandi..og ég vil bara segja enn og aftur til hamingju öll sömul! We made it!!

Og nú er komið að ákveða sig hvað á að gera í framhaldinu af stúdentsskírteininu. Ég vona innilega að enginn verði svo leiður á lífinu að hann ákveði að binda endi á það líkt og styttan sem hékk við innganginn á Hallgrímskirkju..frekar ósmekklegt það! Vona að ég sé ekki að ganga fram af einhverjum með þessu..

En eftir að hafa opnað 'rafræna umsókn' hjá Háskóla Íslands er ég ekki alveg jafn viss um hvað ég er að fara að gera. Er ég að fara í jarðfræði eða landfræði? Eða á ég að taka bæði? Hvað er ég að pæla?

Eftir útskriftarathöfnina fór ég með verðlaunaðri vinkonu minni niður í Kvennaskólann okkar að fá smá hressingu. Milli þess sem við sötruðum á einkennilegum drykk tókum við við hamingjuóskum frá kennurum..hræðilegt að hugsa til þess: fyrrverandi kennurum!
Og allir vita hver maður er! Gat ekki annað en hugsað til háskólans þar sem maður á eftir að vera dropi í hafinu...
Þegar aðeins 10 manneskjur voru eftir í salnum fór ég út að bíða eftir fólkinu mínu, með skopmyndina mína og barnamynd. Veðrið var yndislegt og ég baðaði mig í sólskininu og athyglinni sem ég fékk frá fólki sem fór hjá. Ég veifaði Kvennaskóla starfsfólki á leið út sem og samstúdentum, og fylgdist með í hryllingi þegar einn af þeim skrældi felgurnar á bílnum sínum við að leggja fyrir fram skólann.
Ég og fjölskyldan fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu um sexleytið og þar kenndi margra krydda! Allir voru þó saddir eða ánægðir þegar farið var út.
Um leið og ég var komin heim fór ég yfir til verðlauna-Kollu í stúdentsveislu. Fékk far þangað undir mig og pakkana handa henni. Á þeim bæ var ennþá slatti af ættingjum og vinum og fleiri að koma..af yngri deildinni. Gjafir flæddu um allt ásamt veitingum. Ég fékk meirað segja blóm, kort og gjafir frá frábærum vinum, þótt þetta væri ekki mín veisla! Fullt af nýstúdentahúfum/iðnnemahúfum og 'gömlum' stúdentum! Það var hlegið, talað og borðað til miðnættis. Gaman gaman!

Í dag á að naga af sér neglurnar og hugsa um hvað ég á að gera í háskólanum eins og fleiri fyrrv. Kvenskælingar...eða nei! Við erum ekki fyrrverandi Kvenskælingar, alla vega lít ég ekki á mig sem slíkan! Ég skildi eftir smá hluta af mér þar og ég tók með mér smá hluta af skólanum...hjartnæmt..!
Og svo verður maður víst að fara að pakka einhverju niður fyrir ferðina...sólarhringur í ferðina!!

mánudagur, maí 24, 2004

Pitt í pilsi

Jæja! Kemur kvikmyndagagnrýnin!
Eins og margar aðrar stórmyndir þá er Troy í lengra lagi; 2 klukkutímar og 40 mín.
Eins og flestir ættu að kannast við þá er þessi mynd gerð eftir Ilíonskviðu, goðsögu Hómers, sem fjallar um Trójustríðið. Eftir að hafa verið að læra um grískar goðsögur í skólanum núna, þá var ég með goðsöguna á hreinu og hlakkaði mikið til að sjá myndina. En ég brenndi mig á því að hugsa um söguna á meðan.
Sem Ilíonskviðulesandi: ekki nógu góð mynd
Sem unnandi goðsagna (sem hugsar ekki um goðsöguna á meðan, eða hefur ekki lesið hana): bara nokkuð góð!
Sem kvenmaður: Mjög góð!
Þetta er semsagt mjög mikil stelpumynd (fyrir utan allar blóðsletturnar og dauðaveinin) þar sem goðið Brad Pitt er nr.1 í myndinni ásamt pilsinu stutta í aukahlutverki. Og svo nýja brumið: Orlando Bloom. Tími til kominn að sjá hálfnakta eða bara bera karlmenn, ekki alltaf stelpur! Vona að fleiri myndir fylgi í kjölfarið af þessari!
Mestu vonbrigðin voru semsagt hversu ameríkaniseruð sagan varð og svo auðvitað hversu illa myndin fylgdi sögunni (enda bara 'inspired'). Svo, að mínu mati, hefði verið hægt að vinna betur úr þessu efni sem handritshöfundur hafði: hvernig myndin er tekin upp og tónlist og svona smáatriði! Ég var í gagnrýnisham þegar ég horfði á myndina: Trójumenn í hippamunstruðum fötum, Grikkir með korktappa í hárinu, Brad Pitt með dredda, í magabol og með bauga undir augum! Fyrir utan óeðlilega brúnku..en hei, hann er Pitt og verður alltaf fríður maður!!
Það er hægt að skrifa fullt um þessa mynd, og eflaust skiptar skoðanir um hana (endilega tjáið ykkur ef þið hafið séð hana eða hvað ykkur finnst um hana).
Núna bíð ég bara eftir Harry Potter 3 og Shrek 2..að ógleymdum næstu hetjum: Arthúr og Alexander!!

Only 3 days left now..!!
Verð stúdína á morgunn!!

sunnudagur, maí 23, 2004

Sweet sunnudagur

Bjútífúl veður í dag!
Vaknaði heldur seint eftir að hafa verið á spjallinu langt fram á nótt að Esjugrund 32, my 2nd home! Um hádegið var pakkað inn stúdentsgjöf fyrir vinkonu...síðan var sleikt sólina! Ekki stóð sú sleiking ekki lengi þar sem við vorum að fara í bæinn. Amma gamla átti afmæli í dag, 89 ára orðin konan! Eflaust ekki margir lagt leið sína til hennar því á sama tíma var verið að skíra í fjölskyldunni. Barnabarnabarnið hennar ömmu var skírð á afmælisdaginn hennar af ástæðu: litla stúlkan fær nafnið hennar ömmu, Aðalheiður Una Sigurbjörnsdóttir. Yndisleg hugmynd að nafnagift, aðeins að amma myndi vera með á nótunum.
En ég gat ekki verið lengi hjá ömmu, finnst það óbærilegt. Fór með Friðrik á sportbílasýninguna á meðan pabbi var hjá ömmu. Þessi sportbílasýning er nú bara sölumennska og show-off..að sjálfsögðu. En Fm957 og OgVodafone voru mest áberandi. Heldur dauflegir sportbílar sem slíkir. Eiginlega meira glæsibílasýning. En engu að síður fallegt um að líta þarna: Lamborghini Gallardo, Benz í tugatali og margir fleiri flottir, að ógleymdum Ferrari Enzo! En ég var ekki einungis að skoða bílana, því eins og margir aðrir var ég að mæla út fólkið á svæðinu. Einn maður vakti athyglina mína; maður á miðjum aldri í gallaefni frá toppi til táar og heldur sjúskaður. Hann hélt á skókassa sem var teipaður fram og tilbaka. Það fyrsta sem mér datt í hug var sprengja eins og maðurinn lét, laumast í kringum einn bílinn og horfandi í kringum sig. Ég og Sigurborg og Gulli fylgdumst ögn með honum enda var hann athyglisverður. Eftir einhverja stund var hann búinn að opna kassan og innihaldið átti alla athygli hans. Þar sem hann stóð við hliðin á eldgömlum Benz með blæju kom til hans yngri maður. Það var ekki laust við bros hjá manni þegar jeans maðurinn dró varlega upp úr kassanum lítið bílamódel! Hann hefur eflaust fundið fyrirmyndina að dýrmætasta módelinu sínu! Yndislegt svona fólk sem virkilega gefur sig allt fyrir það sem það hefur áhuga á!
Eins og ég gef mig alla í áhugamál mitt á olíubornum guðavöxnum karlmönnum í stuttu leðurpilsi! Haha! Ég er vonandi að fara á Troy eftir tvo tíma..er að hugsa um að klæða mig létt; getur verið að maður fari að svitna fyrir ásýndina!! Slefislef!
A woman can dream..

Svo bendi ég bara á Orðlaus, nýtt blað komið út! Það var einhver grein þarna sem var góð. Kannski maður quoti hana á morgun! En það verður nóg annað að gera annars..
útskrift: 2 dagar
til Hrvatska: 4 dagar!
Keep on counting down!! Uvei!

laugardagur, maí 22, 2004

Víkverji skrifar..

Mikið rosalega var ég sammála víkverja í morgganum í dag (ef að ég væri bara búin að sjá Troy)! En þetta með allar hálfnöktu skvísurnar útum allt! Til dæmis var verið að sýna frá sportbílasýningunni í fréttunum á föstudaginn. Þar voru tvær ljóshærðar píur, æpandi brúnar í æpandi hvítu bikini að klöngrast í áttina að sportbíl á killer pinnahælum! Mig langar að fá glansandi karlmenn á sundskýlu þarna líka! Mig langar ekkert að horfa á einhverjar skvísur vera að strjúka bílana...takk fyrir!
Og eins og víkverji skrifaði, þá vona ég að þröng og stutt leðurpils komist í tísku..nú ef ekki þá eru skotapilsin líka að gera sig! Eða nei..samt ekki!!

Svo var 'góð' grein í fréttablaðinu í dag (laug.d.) um ljóskur. Þið sem lásuð þessa grein; ef Ásdís Rán er með natural ljósa háralitinn sinn núna, þá er ég Cindy Crawford! Það bara getur varla verið..en samt möguleiki (mikið meiri möguleiki en að ég verði Cindy!). En þetta er mjög áhugavert aflestrar, þessi opna í Fréttablaðinu.

Fjúff, núna eru það fimm fræknir dagar þar til við leggjum af stað til Hrvatska!! Ja ja!!

föstudagur, maí 21, 2004

Gaudeamus..tralalla!

Jamm, núna er æfingin mikla fyrir útskrift finito og ég er búin að fá einkunnirnar mínar. Og þær eru alveg ágætar! Nema íþróttaeinkunnin hefur hrapað mikið! hmm..

En fyrir nilla eins og mig (eða aðra sem hafa gaman af söng)..sem þurfa að hlusta á gaudeamus igitur lagið hér!
En nú fer sko undirbúningur á fullt hjá öllum verðandi stúdínum og stúdentum! Og ég held að það séu flestir sammála mér að það sé meiri undirbúningur hjá gellum Kvennaskólans en gæjum..?!

En njótið helgarinnar öllsömul! Ég bíð spennt eftir að komast í bíó, á Troy!!

Samstúdentar mínir: sjáumst hress og spennt á þriðjudaginn!!

fimmtudagur, maí 20, 2004

Vitna í..

..hann Gumma country-dragonfly: núna er vika í reifsólarpartýmadness!

Annað hef ég ekki að segja..þarf virkilega að fara að huga að útskrift og hugsa um hvað ég ætla að taka með til Hrvatski!

þriðjudagur, maí 18, 2004

Finally!

Hurray! Loksins búin í prófum!! Var í landafræðiprófi núna í morgunn og er ennþá með nafnorða súpu í stað heila: monsúnvindar, heiðhvolf, nýsköpunartogarar, kvótakerfi..blaa!
En hvað um það..svo náði ég í stúdentsritgerðina mína sem kostaði blóð, svita og tár. En þessi element voru ekki nema 7 einkunnar virði! Sem er svosem ágætt, á eftir að læra af þessu!
Síðan var skroppið í heimsókn til Hönnu Bjartar dimmalimm til heimilis að Grettisgötu 125..samt eiginlega 22c! Spjallað, keypt í matinn og spallað. Síðan var keyrt upp á Kjaló (vitið þið alltaf hvort það er niður á eða upp á einhverja áfangastaði?!).
Þegar heim var komið tók við smá skrýtin tilfinning: ekkert stress yfir prófum, skólinn gjörsamlega búinn núna! Hvað gera bændur þá af sér? Var sem betur fer búin að gera backup plan: fór á bókasafnið síðustu helgi! Gramsaði í búnkanum og dró upp Dagbók Bridget Jones 2! Svo er bara að byrja á lestrarmaraþoninu! Næst á dagskrá er Agatha Christie og Andrés Önd! Skemmtileg blanda...
Jamm, bróðir minn átti afmæli í gær. 17 ára himnalengja. Var vakin eldsnemma svo öll familíann gæti startað afmælissöng og vakið drenginn. Þegar það var yfirstaðið drattaðist ég upp í rúm aftur og sofnaði. Með þvílíkar hassperur í höndunum eftir langa kajakferð á sunnudaginn. Hélt ég myndi ekki geta reist mig við í rúminu! Og hvað þá að geta skrifað margar blaðsíður á Diddaprófi núna í morgunn...en ég lifi!
Er að hugsa um að finna mér eitthvað að gera, grafa upp moggann frá síðustu dögum til að fylgjast með málum heimsins! Eða þýða einhverja þraut í dönsku Andrés blaði fyrir 7 ára bróðir minn! Hmm, eða kannski maður hreyfi sig aðeins? Göngutúr..

...Zz .. Zz...

sunnudagur, maí 16, 2004

Ruslana...friend of our country!

Jæja, Eurovision búið og Danaprins búinn að gifta sig við mikinn fögnuð..en skandal hérna heima! Þvílíkt fjaðrafok í kringum forseta og ríkisstjórn!
Eflaust hafa ófáir verið í einhverju partýi að fylgjast með..ég fór semsagt ekki. 10 ára systir mín og 17 ára bróðir minn fóru í partý en ég ákvað að vera heima þótt ég mér hefði verið boðið í tvö stykki..
En ég andaði léttar þegar úrslitin voru ráðin; enginn grískur egó guð sem vann..sem betur fer var hann í 3.sæti! Ég var nokkuð sátt með Ukraínu sem sigurvegara og Serbíu og Svartfjallaland í öðru sæti. Bæði hörkugóð lög á sinn hátt. En ég gat ekki annað en hugsað þegar stigagjöfin frá allmörgum löndum var kunngerð að það mætti alveg eins sleppa kosningunum! Svo ótrúlega fyrirsjáanlegt: nágrannalandið/löndin fengu nánast undantekningalaust 12 stigin!!
Og fyrst ég er að tala um söng, þá ætla ég að skipta frá þessari lágmenningu og fara í hámenningu...á föstudaginn var fór ég á tónleika með pabba; vortónleika Landsvirkjunar í Fríkirkjunni. Kórinn sem var að syngja var dómkirkjukór St.Basil kirkjunnar í Moskvu..fræga, litríka kirkjan með lauk-spírurnar, kannist þið við hana?

Semsagt, þeir eru ekki nema 13 menn sem syngja, mjög spes karakterar..en þvílíkur hljómur! Dýpstu bassar sem ég hef heyrt í og svo tærir kontratenórar! Stunning..
einn þeirra vakti sérstaklega athygli mína (þótt þeir hafi allir gert það; í svörtum skósíðum kuflum með band um sig miðja). Maðurinn var eins og klipptur út úr bíómynd þar sem Rússar eru vondu gæjarnir: stór, sterklegur með hermannaklippt ljóst hár...en söng eins og engill! Það setti hljóðann í kirkjunni þegar hann söng einsöng, sem og þegar 13 ára snáðinn sem með þeim var, var að syngja.
Þessi kór var semsagt með tvenna tónleika í gær í tengslum við Listahátíð Reykjavíkur..ætlaði að mæla með tónleikunum, en ef sein!

Og ein pæling: er Jói Fel ekkert að vinna? Maðurinn er í WC að æfa á ólíklegustu tímum og æfir mjög lengi! Þarf hann ekki sinna fjölskyldu heldur eða börnum? Ætli hann taki það í svona pörtum eins og upptökur fyrir matreiðsluþættina sína?? Bara smá hörð pæling..

fimmtudagur, maí 13, 2004

Enn er rembst við blogger..

Ég held að ég þurfi að smá aðlögunartíma fyrir þetta nýja útlit á blogger...hoppa alltaf upp í sætinu þegar ég sé síðuna! Ekki það sem ég býst við að sjá!
En alla veganna, nóg komið um ljóskustæla í mér!
Var að enda við að skoða mjög áhugaverða síðu sem hefur breytt algjörlega sjónarhorni mínu á Króatíuferðina: skoðist hér!
Það verða alls konar furðufuglar á Króatíu, það er ekki hægt að segja annað! Og eitt er á hreinu að það eru margir sem eru að fara að skemmta sér!!

Var í erfðafræðiprófi í dag sem var að gera mig að sjúklingi síðustu 3 daga...tíu kafla próf um eitthvað svona torskilið efni er ekkert grín!
Eftir söguprófið á mánudaginn lærði ég fyrir Landafræðipróf og Líffræði (erfðafræði). Landafræðin var á þriðjudaginn og hún fékk mig til að hugsa um margt..mjög mikið um okkur iðnríkin og þróunarríkin! Kemur kannski pistill um það seinna!
Svo í gær lærði ég frá morgni fram á nótt fyrir líffræði...en ekkert síaðist inn í gráa gumsið í hausnum!
Var orðin frekar áhugalaus um sjöleytið..Eurovision átti minn hug! :)
Horfði á eitthvað af keppninni og svo lokadæmið þegar var tilkynnt hvaða lönd komast áfram. Sýndi sig alveg hvað sætir, stæltir og sveittir karlmenn geta komist langt með því að dilla sér! Það getur enginn sannfært mig um það að gríski gæinn sé góður söngvari né mjaðmahnykkurinn og diskóslut-ið frá Bosníu-Hersegóviníu (hvernig sem það er skrifað)! Kannski finnst einhverjum þetta vera frábær lög..en ég vil bara segja að það voru önnur skárri lög sem hefðu átt að komast áfram. Og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Króatía og Albanía komust áfram með sín lög!

En það er bara mín skoðun..tell me yours!
Allir að horfa Júróvisjon á laugardaginn!!

mánudagur, maí 10, 2004

Hurray for new blogger!

Hmm...ætlaði að vera snögg að hripa niður einhver orð áður en ég fer í próf, en Blogger liðið tók sig til og uppfærði allt heila klabbið..þannig nú þarf ég að læra á þetta eins og nýgræðingur!!
Anyway, búin að vera afslöppuð vika; glápa á sjónvarp, slappa af í sólbaði, dunda sér í tölvunni eða...læra fyrir próf!
Núna er það Saga303 sem er menningarsaga og á morgunn er það Lan203!
Vona að það verði 5 stjörnu veður í dag eins og í gær...það væri gott! Sat í gær úti að lesa fyrir próf en endurskinið af bókinni var svo mikið að ég neyddist til að hætta að lesa, poor me!! Síðan um kvöldið var skellt á grillið alls konar góðgæti, alveg eins og í gær! Grillmatur 2 daga í röð, hvað gæti verið betra?!

En núna er ég að hugsa um að fara að koma mér fram í crowded hópinn af yfirspenntu fólki og láta stressa mig aðeins upp...like I need that!
(það mætti halda að ég væri á leiðinni í enskupróf!)

fimmtudagur, maí 06, 2004

Vefritsvandamál tengjast mér..?

Jæja! Ekki spyrja mig af hverju en ég og ein vinkona mín ákváðum að koma upplýsingasíðu Björgunarsveitarinnar í gang! Og þá erum við að tala um svona vefrit... og ég skellti mér á blog.central.is og opnaði eitt vefrit þar...en ég kann ekkert á það! Síðan opnaði ég eitt í viðbót, á fólk.is og það virðist vera eitthvað meira í þá áttina sem við erum að leita að, en ég kann ekki að setja inn myndir þar! :)
Þannig; allir sem eitthvað kunna á uppsetningu á þessum tveimur vefritum, og vilja veita góð ráð...þá eru þeir hjartanlega velkomnir að veita þau í kommentakerfið! Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvernig hægt er að setja upp síður inn á blog.central.is vefritinu, ekki tengla á aðrar síður samt! Er þetta skiljanlegt? Semsagt svona síður eins og hægt er að búa til inn á fólk.is..?!
En já..kannski þetta sé ekkert sniðugt; að byrja á þessu rétt fyrir próf!?
Ætla að geyma þetta í einhvern tíma og fara að læra fyrir próf..

So long!

mánudagur, maí 03, 2004

Hvurslags eiginlega?!?

Ég veit ekki hvert ég á að snúa mér þessa dagana: enginn skóli, vika í próf og ég hef lítið sem ekkert að gera! Hvað er ég búin að gera í dag: horfa á Sex and the city, punktur. Gummi er ekki stoltur af mér núna reikna ég með..!
Fyrir utan það þá er ég að furða mig á því hversu þrjóskur veturguðinn er; það snjóar!! Minn ætlar ekki að gefast upp.. Og ég vissi ekki alveg með hvoru ég átti að halda þannig ég fór í kvart-sumar buxur (gsussindustries) og flíspeysu ásamt trefli til að vera hlutlaus...!

Ég held að ég sé búin að nefna Shopaholic bækurnar eftir Sophie Kinsella (man ekki alveg hvað hún heitir)...var að lesa aðra bók eftir höfundinn; Can you keep a secret? Og við erum að tala um bók sem ég hef eitt að segja um: hillarious! (eiginlega bara fyrir stelpur) Mæli með bókunum eftir hana!

Uh, annars er bara allt eitthvað svo tómt þessa dagana. Veit ekkert hvað ég á að gera af mér og nenni eiginlega ekki að gera það sem ég þarf að gera! Hversu löt geturu verið?!
Eitt ætla ég þó að gera í dag; hringja í vinkonu. Mig hefur dreymt hana síðustu 3 nætur og henni líður ekki vel í draumunum, þannig ég ætla að hringja og athuga hvað er uppi hjá henni...
En til ykkar allra (þið öll þrjú) segi ég bara: hafið það gott! :)

laugardagur, maí 01, 2004

Jay (jei) .. búið að dimitera!

Samt, á sinn hátt eftirsjá..nú er mjög lítið eftir af ferðum í Kvennaskólann!
En þetta var skemmtilegur dagur; byrjaði á feitu hlaðborði heima hjá Sigrúnu skvísu. Bekkjarfélagar tíndust inn í húsið hver á eftir öðrum. Allir komnir í 'the suit' og hlæjandi af grímunum góðu! Svo var farið yfir texta, gjafir og dansana...
..en þegar komið var upp í skóla fór spennan að segja til sín: ráfuðum um eins og umkomulausir kjúklingar og vissum ekkert í okkar haus. Svo allt í einu var komið að okkar atriði og við duttum inn í salin algjörlega blind vegna grímunnar. Atriðið var frekar misheppnað en samt ágætt. Ég til dæmis gleymdi einni setningu...og síðan Powers quotin í endann á hverri tilkynningu held ég að hafi alveg klúðrast! En við fórum samt sátt út!
Eftir að öll atriðin voru búin söfnuðust ljóshærða Heidi, töffara Turtles, skrýtnu sæðisfrumurnar, borubrattir Lionsklúbbs Kidda meðlimir og aumingjalegir Austin Powers fyrir utan skólann..spennufallið ekki farið að segja til sín enn!
Flestir Powers löbbuðu niður í miðbæ þar sem nokkrir þeirra ætluðu í himnaríkið. Hittum einhvern annan skóla sem var að dimitera í einhverjum hvítum lökum...?!
Rútan fyrir óvissuferðina reyndist vera tveir gámabílar sem öllum var skellt í og svo var híft fólkið upp! Mikið fjör og margar myndavélar á lofti. Síðan var keyrt um miðbæin og gargað 'kvennaskólinn minn' og margt annað! Hverjum og einum einasta sem við mættum var veifað..!
Loks var stoppað úti á Seltjarnarnesi og nýja stjórnin stóð sig vel við að afhenda fígúrunum grillaðar pulsur/pylsur. Síðan tróð fólkið sér í strætó upp á Hlemm en þaðan var rölt niður Laugarveginn við háværan söng Lionsklúbbsins!
Eftir frekar þunna göngu lét ég mig hverfa með Kollu og við keyrðum heim.
Um kvöldið var svo sest að snæðingi í veislusalnum Dúndur með kennurunum. Allir skrautlegir í klæðnaði eða atferli!
Ég var fegin að ég fékk með mömmupitsu áður því pitsurnar sem var boðið upp á þarna voru ekki að mínu skapi. Áður en boðið var upp á ís m/snickerssósu voru a.m.k. þrír kennarar búnir að láta sig hverfa. Kennarar eins og elínborg, sólveig, björk og fleiri létu sig hins vegar ekki vanta í dansmenninguna og þær stóðu sig vel! En um tíuleytið held ég voru allir kennararnir farnir..
En dimiterararnir héldu áfram að sveifla sér á gólfinu þar til klukkan var eitt..síðan fóru einhverjir niður í bæ á Sólon þar sem var haldið áfram að dansa.
Um þrjúleytið var ég enn vel í glasi, mjög illt í fótunum, búin að detta niður stigann, skera mig á fingri og með hálft glas af bjór aftan á bakinu...komin tími til að koma sér heim. Örvar Snær, bróðir hennar Kollu, og Inga komu að ná í okkur á Avensis glæsikerrunni 6 toy. Fór sátt að sofa.. en líðan er eftir atvikum núna..!