Hrvatska..here we come!
Jæja! Nú er komið að því! Á morgunn leggja nýslegnir stúdentar Kvennaskólans af stað til Króatíu!
Útskriftin var í gær í Hallgrímskirkju og vorum við öll sæt og fín! Held að ég geti fullyrt að engin hafi ekki verið með smá fiðring..
Eftir fallegan söng hjá kórnum og 'nokkur orð' frá skólameistaranum var komið að verðlaunum og þau voru ekki fá! Margir nýstúdentar voru kallaðir upp og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur o.fl. Jóna Guðný og Katrín Diljá ásamt fleirum voru þó mest áberandi..og ég vil bara segja enn og aftur til hamingju öll sömul! We made it!!
Og nú er komið að ákveða sig hvað á að gera í framhaldinu af stúdentsskírteininu. Ég vona innilega að enginn verði svo leiður á lífinu að hann ákveði að binda endi á það líkt og styttan sem hékk við innganginn á Hallgrímskirkju..frekar ósmekklegt það! Vona að ég sé ekki að ganga fram af einhverjum með þessu..
En eftir að hafa opnað 'rafræna umsókn' hjá Háskóla Íslands er ég ekki alveg jafn viss um hvað ég er að fara að gera. Er ég að fara í jarðfræði eða landfræði? Eða á ég að taka bæði? Hvað er ég að pæla?
Eftir útskriftarathöfnina fór ég með verðlaunaðri vinkonu minni niður í Kvennaskólann okkar að fá smá hressingu. Milli þess sem við sötruðum á einkennilegum drykk tókum við við hamingjuóskum frá kennurum..hræðilegt að hugsa til þess: fyrrverandi kennurum!
Og allir vita hver maður er! Gat ekki annað en hugsað til háskólans þar sem maður á eftir að vera dropi í hafinu...
Þegar aðeins 10 manneskjur voru eftir í salnum fór ég út að bíða eftir fólkinu mínu, með skopmyndina mína og barnamynd. Veðrið var yndislegt og ég baðaði mig í sólskininu og athyglinni sem ég fékk frá fólki sem fór hjá. Ég veifaði Kvennaskóla starfsfólki á leið út sem og samstúdentum, og fylgdist með í hryllingi þegar einn af þeim skrældi felgurnar á bílnum sínum við að leggja fyrir fram skólann.
Ég og fjölskyldan fórum út að borða á Austur-Indíafjelaginu um sexleytið og þar kenndi margra krydda! Allir voru þó saddir eða ánægðir þegar farið var út.
Um leið og ég var komin heim fór ég yfir til verðlauna-Kollu í stúdentsveislu. Fékk far þangað undir mig og pakkana handa henni. Á þeim bæ var ennþá slatti af ættingjum og vinum og fleiri að koma..af yngri deildinni. Gjafir flæddu um allt ásamt veitingum. Ég fékk meirað segja blóm, kort og gjafir frá frábærum vinum, þótt þetta væri ekki mín veisla! Fullt af nýstúdentahúfum/iðnnemahúfum og 'gömlum' stúdentum! Það var hlegið, talað og borðað til miðnættis. Gaman gaman!
Í dag á að naga af sér neglurnar og hugsa um hvað ég á að gera í háskólanum eins og fleiri fyrrv. Kvenskælingar...eða nei! Við erum ekki fyrrverandi Kvenskælingar, alla vega lít ég ekki á mig sem slíkan! Ég skildi eftir smá hluta af mér þar og ég tók með mér smá hluta af skólanum...hjartnæmt..!
Og svo verður maður víst að fara að pakka einhverju niður fyrir ferðina...sólarhringur í ferðina!!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli