sunnudagur, maí 23, 2004

Sweet sunnudagur

Bjútífúl veður í dag!
Vaknaði heldur seint eftir að hafa verið á spjallinu langt fram á nótt að Esjugrund 32, my 2nd home! Um hádegið var pakkað inn stúdentsgjöf fyrir vinkonu...síðan var sleikt sólina! Ekki stóð sú sleiking ekki lengi þar sem við vorum að fara í bæinn. Amma gamla átti afmæli í dag, 89 ára orðin konan! Eflaust ekki margir lagt leið sína til hennar því á sama tíma var verið að skíra í fjölskyldunni. Barnabarnabarnið hennar ömmu var skírð á afmælisdaginn hennar af ástæðu: litla stúlkan fær nafnið hennar ömmu, Aðalheiður Una Sigurbjörnsdóttir. Yndisleg hugmynd að nafnagift, aðeins að amma myndi vera með á nótunum.
En ég gat ekki verið lengi hjá ömmu, finnst það óbærilegt. Fór með Friðrik á sportbílasýninguna á meðan pabbi var hjá ömmu. Þessi sportbílasýning er nú bara sölumennska og show-off..að sjálfsögðu. En Fm957 og OgVodafone voru mest áberandi. Heldur dauflegir sportbílar sem slíkir. Eiginlega meira glæsibílasýning. En engu að síður fallegt um að líta þarna: Lamborghini Gallardo, Benz í tugatali og margir fleiri flottir, að ógleymdum Ferrari Enzo! En ég var ekki einungis að skoða bílana, því eins og margir aðrir var ég að mæla út fólkið á svæðinu. Einn maður vakti athyglina mína; maður á miðjum aldri í gallaefni frá toppi til táar og heldur sjúskaður. Hann hélt á skókassa sem var teipaður fram og tilbaka. Það fyrsta sem mér datt í hug var sprengja eins og maðurinn lét, laumast í kringum einn bílinn og horfandi í kringum sig. Ég og Sigurborg og Gulli fylgdumst ögn með honum enda var hann athyglisverður. Eftir einhverja stund var hann búinn að opna kassan og innihaldið átti alla athygli hans. Þar sem hann stóð við hliðin á eldgömlum Benz með blæju kom til hans yngri maður. Það var ekki laust við bros hjá manni þegar jeans maðurinn dró varlega upp úr kassanum lítið bílamódel! Hann hefur eflaust fundið fyrirmyndina að dýrmætasta módelinu sínu! Yndislegt svona fólk sem virkilega gefur sig allt fyrir það sem það hefur áhuga á!
Eins og ég gef mig alla í áhugamál mitt á olíubornum guðavöxnum karlmönnum í stuttu leðurpilsi! Haha! Ég er vonandi að fara á Troy eftir tvo tíma..er að hugsa um að klæða mig létt; getur verið að maður fari að svitna fyrir ásýndina!! Slefislef!
A woman can dream..

Svo bendi ég bara á Orðlaus, nýtt blað komið út! Það var einhver grein þarna sem var góð. Kannski maður quoti hana á morgun! En það verður nóg annað að gera annars..
útskrift: 2 dagar
til Hrvatska: 4 dagar!
Keep on counting down!! Uvei!

Engin ummæli: