laugardagur, maí 01, 2004

Jay (jei) .. búið að dimitera!

Samt, á sinn hátt eftirsjá..nú er mjög lítið eftir af ferðum í Kvennaskólann!
En þetta var skemmtilegur dagur; byrjaði á feitu hlaðborði heima hjá Sigrúnu skvísu. Bekkjarfélagar tíndust inn í húsið hver á eftir öðrum. Allir komnir í 'the suit' og hlæjandi af grímunum góðu! Svo var farið yfir texta, gjafir og dansana...
..en þegar komið var upp í skóla fór spennan að segja til sín: ráfuðum um eins og umkomulausir kjúklingar og vissum ekkert í okkar haus. Svo allt í einu var komið að okkar atriði og við duttum inn í salin algjörlega blind vegna grímunnar. Atriðið var frekar misheppnað en samt ágætt. Ég til dæmis gleymdi einni setningu...og síðan Powers quotin í endann á hverri tilkynningu held ég að hafi alveg klúðrast! En við fórum samt sátt út!
Eftir að öll atriðin voru búin söfnuðust ljóshærða Heidi, töffara Turtles, skrýtnu sæðisfrumurnar, borubrattir Lionsklúbbs Kidda meðlimir og aumingjalegir Austin Powers fyrir utan skólann..spennufallið ekki farið að segja til sín enn!
Flestir Powers löbbuðu niður í miðbæ þar sem nokkrir þeirra ætluðu í himnaríkið. Hittum einhvern annan skóla sem var að dimitera í einhverjum hvítum lökum...?!
Rútan fyrir óvissuferðina reyndist vera tveir gámabílar sem öllum var skellt í og svo var híft fólkið upp! Mikið fjör og margar myndavélar á lofti. Síðan var keyrt um miðbæin og gargað 'kvennaskólinn minn' og margt annað! Hverjum og einum einasta sem við mættum var veifað..!
Loks var stoppað úti á Seltjarnarnesi og nýja stjórnin stóð sig vel við að afhenda fígúrunum grillaðar pulsur/pylsur. Síðan tróð fólkið sér í strætó upp á Hlemm en þaðan var rölt niður Laugarveginn við háværan söng Lionsklúbbsins!
Eftir frekar þunna göngu lét ég mig hverfa með Kollu og við keyrðum heim.
Um kvöldið var svo sest að snæðingi í veislusalnum Dúndur með kennurunum. Allir skrautlegir í klæðnaði eða atferli!
Ég var fegin að ég fékk með mömmupitsu áður því pitsurnar sem var boðið upp á þarna voru ekki að mínu skapi. Áður en boðið var upp á ís m/snickerssósu voru a.m.k. þrír kennarar búnir að láta sig hverfa. Kennarar eins og elínborg, sólveig, björk og fleiri létu sig hins vegar ekki vanta í dansmenninguna og þær stóðu sig vel! En um tíuleytið held ég voru allir kennararnir farnir..
En dimiterararnir héldu áfram að sveifla sér á gólfinu þar til klukkan var eitt..síðan fóru einhverjir niður í bæ á Sólon þar sem var haldið áfram að dansa.
Um þrjúleytið var ég enn vel í glasi, mjög illt í fótunum, búin að detta niður stigann, skera mig á fingri og með hálft glas af bjór aftan á bakinu...komin tími til að koma sér heim. Örvar Snær, bróðir hennar Kollu, og Inga komu að ná í okkur á Avensis glæsikerrunni 6 toy. Fór sátt að sofa.. en líðan er eftir atvikum núna..!

Engin ummæli: