miðvikudagur, apríl 28, 2004

Haloscan að gefa sig..?

Hmm, þar sem tölvunni minni virðist það lífsins ómögulegt að sýna mér commentin á öllum vefriturum blogspot..er ég að íhuga að skella skuldinni á haloscan!
Ætlaði að fara að svara henni Hildi hressu um hvaða leyndardómsfulli kennari þetta væri en þar sem commentin virka ekki..þá skrifa ég bara nánari lýsingu hérna: þessi kennari mun vera vel að sér í enskri tungu, er alltaf vel til fara (gella) og er með ljóst stutt hár...got a clue? Annars er mér illa við að tala illa um hvaða manneskju sem er, í þessu tilfelli þá átti hún bara slæman dag eins og gerist hjá öllum...en hún hefur lag á því að breyta epli í oddhvasst ígulker, ef ég get notað svoleiðis líkingu!
Annað til að skrifa um:
mikið rosalega var gott veður í dag (vel orðað ég veit!)! Ég og Kolla grilluðum okkur samloku og hlömmuðum okkur út á svalir þegar við komum heim úr skólanum...ein kennslustund!
Rétt eftir þrjú ákvað ég að skella mér í sund í blíðunni (Kolla að fara að vinna kl:fjögur) og gerði það! Mókti í andapollinum (vaðlaug fyrir smábörn með hallandi gólfi..tilvalið til að liggja í!) í svona tvo tíma. Síðan var rölt heim eftir að hafa hlegið með sjálfri mér af gullkornunum sem koma frá krökkunum sem í Götusmiðjunni...þau eru alveg brilliant!
Heima var verið að koma grillinu í gang; pinnar með kjöti og grænmeti, bakaðar kartöflur með sósu og salat og fleira...namminamm!

Já! Síðasti skóladagur á morgunn!! Ætla að fara að róta í fataskápnum að finna eitthvað fansí fyrir morgundaginn...og svo um kvöldið er general prufa fyrir dimission hátíðina sjálfa á friday!

Núna þarf maður ekkert að læra..bara að hjálpa systkinum með heimanám..easy piece!

þriðjudagur, apríl 27, 2004

2 days left and counting

Ja hérna hér...ég er búin að vera svo væmin síðustu dagana að hugsa um litla sæta Kvennaskólann minn að ég hélt að ekkert gæti fengið mig til að fara niður á jörðina! En það skemmtilega gerist að ég er rifin harkalega niður af minningaskýinu mínu bleika af skrautlegum kennara núna í morgun.
Byrjaði ekki vel dagurinn; fékk hálfgerða martröð sem tók svo mikið á að ég var þreyttari þegar ég vaknaði heldur en þegar ég fór að sofa! Var ekki almennilega vöknuð þegar ég lagði skakkt í stæði í morgunn í Fjólugötunni..sein í tíma. Var smá pirringur í mér vegna þess að ég drap á bílnum á leiðinni í skólann. Þegar ég steig úr bílnum er ökumaður fyrir framan mig að stíga fram eftir að hafa tekið stæðið fyrir framan mig. Og það er kennari við skólann og ég brosi og segi hæ. Þessi kennari hefur aldrei virkað vel á mig þar sem hann er of 'mannlegur' ef við getum sagt svo..ef kennarinn er í fúlu skapi þá bitnar það á nemendum eða kennslu. Hann var seinn í morgunn eins og ég og sagði ekki einu sinni hæ heldur fór beint í að bauna á mig hvað ég hefði lagt skakkt og að ég væri búin að koma í veg fyrir að einn í viðbót gæti lagt. Ég var svo hissa á því sem hún sagði að það eina sem ég gat sagt (með lyklana í hendinni) að það væri nú frekar lítill bíll sem myndi komast. En svo var hann farinn. Ég lagaði bílinn síðan svo kona sem átti heima á Flókagötu kæmi bílnum. Kennarinn hefði getað orðað þetta öðruvísi, en svona er það bara!

Annars eru mikil hitamál í gangi í matsalnum; Meió indíánaflokkurinn vs. Catan indíanarnir! Það verða háðar orrustur er ég viss um og engin blíðuhót þar! Catan flokkurinn hefur verið lengur við lýði en Meió fólkið og því 'virtari' siðmenning. En Meió menningin er að springa út og fjölgar ört í hópnum. En nú er matsalurinn orðinn og lítill fyrir báða hópana og í dag barði einn meðlimur Catan fjölskyldunnar í borðið og bölvaði Meió ættbálknum í sand og ösku. Þar sem Catan fær öll sín tól og tæki í pakka þá varð hann skiljanlega reiður þegar hann sá að einhver hafði fengið lánaða teningana þeirra. Hann skellti því strax á fátæka Meió ættina sem einungis notast við slík frumstæð tól ásamt plastglasi...

Nú er bara að sjá hvernig málin þróast!
Ég hins vegar ætla ekki að verða í vegi þeirra þar sem ég hef engan skilning á hvorugri menningunni...! Bið yður fyrirgefningar!!

mánudagur, apríl 26, 2004

Síðasta vikan

Tja..vika og ekki vika! Þessi skólavika inniheldur einungis þrjá daga fulla af eyðum, þar sem tveir áfangar eru í raun búnir!! Í dag er semsagt Egilssöguferð til kl:13 ca. Og þar sem ég er svo heppin að búa hliðiná þjóðvegi 1, þá ætla ég að biðja kennarann fallega (og bílstjóra) hvort ég megi ekki fara út heima..í stað þess að fara niður í miðbæ og missa svo af strætó!!

Enn ein nördahelgin búin hjá mér! Gerði ekkert annað en að læra og taka til í herberginu...og svo fara út með systkinum mínum í sportið! Fórum í sannkallaða kraftgöngu í rokinu og síðan var farið í asna körfubolta og asna fótbolta!
Svo var mátað dimmision búningin og reynt að rifja upp sporin góðu sem voru æfð á sumardaginn fyrsta. Í kvöld er svo önnur æfing..föstudagurinn fer að nálgast, ef þið skilduð ekki hafa tekið eftir því!!

Jæja, nú hlýtur rútan að vera komin!

Njótið þessara síðustu skóladaga, mínir kæru 4.bekkingar (og aðrir)!!

föstudagur, apríl 23, 2004

There she is..miss universe..!

Jæja..lítið farið fyrir Ungfrú Reykjavík keppnini, en hún er semsagt í kvöld kl.22 á Skjá 1!
Ég á mér fulltrúa þar: æskuvinkonu sem ég hef ekki séð í 6 ár (hitti hana um daginn í WC og fékk að vita það að nú væri hún að fara að keppa..).

Annars er bara allt niðurrugnt að frétta. Ég sem var svo stolt af mínu Kjalarnesi í gær og daginn þar á undan; langheitasta pleisið á Íslandi takk fyrir!! Kom meira að segja í Fréttablaðið!
Talandi um að koma í Fréttablaðið: Þröstur Leó afmælisbarn lofaði Kvennaskólann í hástert fyrir gríðarlega stemningu: ,,Kvennaskólinn keypti upp salinn um daginn (á leikritið Þetta er allt að koma) og það var eins og að vera á tónleikum, stemningin var svo ótrúleg. Í lok sýningar var öskrað og flautað og ég hef sjaldan lent í svona mikilli stemningu á sýningu."
Þar hafiði það! Ég er bara sammála honum, okkur tókst að magna upp frábæran leik hjá leikurunum og það er ekkert smá gaman að fara á sýningu með skólanum því það skapast alveg gífurleg stemning! Er mjög sátt með leikritið og að það var síðasta leikritið sem ég fór á með Kvennaskólanum mínum...! :)
Fór í einn tíma í dag...mætti samviskusamlega klukkan 9:10. En Diddi ákvað að sleppa einmitt þessum tíma til að vera heima hjá veiku barni, en mæta í tímann eftir okkar! Þannig ég mætti í tíma kl:12! Síðan fór ég niður á Hlemm til að láta taka mynd af mér....vegabréfið verður að vera í lagi þegar maður fer út! Langar ekkert sérlega mikið að vera með útrunnið vegabréf og komast ekki heim í vinnuna...!
Hmm...allt skáldlegt er flogið úr mér þessa dagana eftir útúrkreisting og rembing minn við að gera endalausar ritgerðir! Ha, eins gott að maður fái almennilegar einkannir!
Stærðfræðin er búin, Íslenskan er búin og Líffræðin eiginlega líka... þannig ég á bara Landafræðina eftir og söguna! Annars er götótt mæting í skólann, sem verður frekar leiðinlegt: ég vil að allir 4.bekkingar mæti á fimmtudaginn uppstrílaðir og fínir!!!
Hér með hvet ég alla til að mæta annars mun ég finna þá í fjöru!! Þó ekki nema væri að mæta um hádegið eða eitthvað...

Meira hef ég ekki að segja í bili...ætla að fara að ganga frá sunddótinu mínu og sólarvörn sem ég var búin að finna til! Ekkert sólbað í andapollinum í dag eins og í gær...

En ég segi bara góða helgi allir saman! Nú eru bara 4 dagar eftir af skólanum hjá æðstu nemendum Kvennaskólans..

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Orðrómur

Hin Hressa Hildur vatt upp að mér rétt í þessu og spurði áhyggjufull um tímabundinn ritdauða minn. Ég viðurkenni alveg að tvær vikur er full langt gengið..en ég bara hélt að það skipti engu máli og svo var ég líka (og er) yfir mig stressuð með öll þessi verkefni og fleira sem tengist síðustu skóladögum mínum við Kvennaskólann! Ljúft að vera búin með framhaldsskóla en sárt að kveðja svo góðann skóla og frábært fólk sem maður hefur kynnst og hittir kannski ekki aftur... Þó eru nú einhverjir einstaklingar sem mig langar að halda sambandi við, sem og auðvitað bekkinn! Spenningurinn fyrir útskriftarferð með mörgu góðu fólki er mikill og mun magnast dag frá degi fram í maí!

Er ekki beint í miklu stuði fyrir skemmtileg skrif þar sem ég er enn að furða mig á einhverjum geimverum sem eru í námi (líklegast) við Kvennaskólann og leyfa sér að vera með leiðindi við manneskju sem ég met mikils; Drekafluguna. Tilgangslaus öfundsýki eða eitthvað annað sem hrjáir viðkomandi einstaklinga..
Drekaflugan hefur erft brynju drekans og því virkar svona ekki á hann en auðvitað kemur þetta illa við alla. Ég dáist að öllum sem búa yfir geislandi lífskrafti og hafa sterkar stoðir og öfunda, en er ekki að tjá mig um það á niðrandi hátt til að upphefja mig í mínum augum. Það er bara fáránlegt..

Er ég til dæmis að ganga of langt með því að skrifa þetta? Hvað segið þið?

föstudagur, apríl 16, 2004

As good as back..?

Sökum mikilla anna í páskafríinu sá ég mér ekki fært að hangsa við tölvuna að skrifa í litla vefritið mitt.
Í fyrsta lagi fór ég að ráðum kennara eins, og gerði fullt af einhverju sem ég geri ekki daglega; hellaleiðangur með Björgunarsveitinni, keilu með familíunni, World Class oft í viku og át virkilega gott páskaegg! Þetta er besta páskaeggjasúkkulaði sem ég hef smakkað, enda var það búið á hadegi 2. í páskum...!
Byrjaði reyndar páskafríið á því að fara á Papaball á NASA með þremur skvísum. Fjör!
Tók fríið með trompi til að byrja með..en svo var leiðin eiginlega niður á við; tvö hryllileg verkefni í landafræði. Eru alveg áhugaverð en vinnan sem fer í þetta er martröð! Mig hefur aldrei langað til að stúta fallegu ferðatölvunni okkar..en í páskafríinu var það freistandi þegar ég var að fá nóg af verkefnunum.
Smá ljós í drungalegri tilveru ritgerða; Gerður Ítalíupæja sendi mér mörg skemmtileg bréf, Kolla stjarna og ég horfðum á 'nokkra' Sex and the city þætti, ég er komin með feita sumarvinnu!
En ég er semsagt ennþá að vinna í þessum verkefnum og framundan eru fleiri verkefni og próf! En þessi verkefni eru semsagt svona; ritgerð um Perú (þá bókstaflega um allt sem tengist landinu) og svo skipulagning 4 daga ferðar, í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, fyrir 11 Dani! Er að hvíla mig á Dana verkefninu og reyna að ganga frá (í orðsins fyllsta..) Perúverkefninu! Óhugnanlega fyndin staðreynd blasti við mér eftir að hafa unnið 3 daga í röð, nokkra klukkutíma í senn við þetta verkefni; ég var búin að borða 3 perur (Perú = perur)! Ég veit...ég er alveg komin á seinasta snúning með þetta verkefni..alveg ga-ga!
Fyrst ég er að drepa ykkur úr leiðindum með frásögn af verkefnum sem mér tekst að gera óendanlega erfið þá ætla ég að skella einni mynd með sem er af Llamadýri, Perú....og við erum að tala um augnhára bjútíkvín!


Tja...það er svo langt síðan ég kom einhverju frá mér inn á vefritið að ég man bara ekkert hvað ég er búin að vera að gera! Dimission búningurinn er alveg að klúðrast og endar með því að við förum að gráta...
Já, alveg rétt! Búin að borga útskriftarferð! Og fiðrildin í maganum lifnuðu við...!
Nú er bara að lifa af 8 skóladaga og síðan 4 próf..og þá erum við að tala stúdent!

föstudagur, apríl 02, 2004

Súkkulaðisætt páskafrí!

Ljúfa líf ljúfa líf...loksins er komið páskafrí! Eflaust margir nú þegar búnir að yfirgefa heimili sitt og eru á leið í sumarbústað eða jafnvel útlönd! Ég hins vegar mun líklega eyða mest öllu fríinu heima og borða..og læra! Páskaeggið í ár er mjög spennandi; Kólus páskaegg með súkkulaðilakkrísbragði! Fæst ekki í verslunum..vona að súkkulaðið sé gott!

Fór á leikrit með skólanum á miðvikudaginn og við erum að tala um flottustu sviðsmynd sem að ég hef séð! Hún gerði leikritið að því sem það er og leikararnir toppuðu þetta með brilliant karakterum! Geysir Þór hjá Ólafíu Hrönn var frábær, bandarísku týpurnar frábærar og ekki má gleyma kórkennaranum flippaða henni Mirru! Allir stóðu sig vel og stemningin í salnum bætti leikritið held ég bara! Eins og kennari sagði, þá myndast öðruvísi stemning þegar áhorfendur er svona hópur...leikararnir 'blómstra'! Og ég held að það sé eitthvað til í þessu...
En ég mæli hiklaust með þessu leikriti fyrir alla! Ert að missa af miklu! Gott leikrit á heimsvísu..eins og margt annað á Íslandi sem er 'bezt í heimi'!

Nýr bíll vígður í fjölskylduna okkar; Renault Laguna 2000, silfraður og fínn! Ég bauð hann velkominn í gær og byrjaði á því að drepa á honum! Svo keyrði ég smá hring í hverfinu og eyddi síðan fimm mínútum í að finna út hvernig átti að setja í bakkgír..sem ljóskulega auðvelt þegar ég fattaði það! Leið eins og ég væri komin í ökunámið aftur með tilheyrandi höktum og löngum eyðum á meðan ég skipti um gír; tengipunkturinn er á asnalegum stað og gírarnir virka mjög furðulega miða við good ol' Spacewagon! Þannig ég grátbað pabba um að fá að fara á Geimvagninum í bæinn svo að ég myndi nú ekki afsanna þá staðreynd að silfraðir bílar eru öruggari vegna fárra árekstra...
En við höldum upp á inngöngu nýja meðlimsins í kvöld með pizzu og gotterí!

En gerið nú eitthvað skemmtilegt í dag! Ég fór út í garð með systkinum mínum á miðvikudaginn til dæmis og hlóð snjó á rúðurnar eins og maður gerði í denn, og svo bjuggum við til 'óbrjótanlegt' snjóboltastríðs virki! Maður þurfti samt að liggja alveg flatur til að fá einhverja vörn gegn þungum snjóboltunum!