As good as back..?
Sökum mikilla anna í páskafríinu sá ég mér ekki fært að hangsa við tölvuna að skrifa í litla vefritið mitt.
Í fyrsta lagi fór ég að ráðum kennara eins, og gerði fullt af einhverju sem ég geri ekki daglega; hellaleiðangur með Björgunarsveitinni, keilu með familíunni, World Class oft í viku og át virkilega gott páskaegg! Þetta er besta páskaeggjasúkkulaði sem ég hef smakkað, enda var það búið á hadegi 2. í páskum...!
Byrjaði reyndar páskafríið á því að fara á Papaball á NASA með þremur skvísum. Fjör!
Tók fríið með trompi til að byrja með..en svo var leiðin eiginlega niður á við; tvö hryllileg verkefni í landafræði. Eru alveg áhugaverð en vinnan sem fer í þetta er martröð! Mig hefur aldrei langað til að stúta fallegu ferðatölvunni okkar..en í páskafríinu var það freistandi þegar ég var að fá nóg af verkefnunum.
Smá ljós í drungalegri tilveru ritgerða; Gerður Ítalíupæja sendi mér mörg skemmtileg bréf, Kolla stjarna og ég horfðum á 'nokkra' Sex and the city þætti, ég er komin með feita sumarvinnu!
En ég er semsagt ennþá að vinna í þessum verkefnum og framundan eru fleiri verkefni og próf! En þessi verkefni eru semsagt svona; ritgerð um Perú (þá bókstaflega um allt sem tengist landinu) og svo skipulagning 4 daga ferðar, í Borgarfjörð og um Snæfellsnes, fyrir 11 Dani! Er að hvíla mig á Dana verkefninu og reyna að ganga frá (í orðsins fyllsta..) Perúverkefninu! Óhugnanlega fyndin staðreynd blasti við mér eftir að hafa unnið 3 daga í röð, nokkra klukkutíma í senn við þetta verkefni; ég var búin að borða 3 perur (Perú = perur)! Ég veit...ég er alveg komin á seinasta snúning með þetta verkefni..alveg ga-ga!
Fyrst ég er að drepa ykkur úr leiðindum með frásögn af verkefnum sem mér tekst að gera óendanlega erfið þá ætla ég að skella einni mynd með sem er af Llamadýri, Perú....og við erum að tala um augnhára bjútíkvín!
Tja...það er svo langt síðan ég kom einhverju frá mér inn á vefritið að ég man bara ekkert hvað ég er búin að vera að gera! Dimission búningurinn er alveg að klúðrast og endar með því að við förum að gráta...
Já, alveg rétt! Búin að borga útskriftarferð! Og fiðrildin í maganum lifnuðu við...!
Nú er bara að lifa af 8 skóladaga og síðan 4 próf..og þá erum við að tala stúdent!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli