föstudagur, janúar 30, 2004

Ekki meiri tónlistaspeki í bili!
Í gær fór ég á Stælinn í kuldanum! Garnirnar í mér gauluðu eftir smá Classa æfingu! Ég og Gummi hlupum skjálfandi í strætó og vorum fljót að sporðrenna hamborgara og frönskum..þótt Gummi hafi verið helmingi fljótari! mmm..góður matur!! Síðan var legið á meltunni og talað um allt og ekkert!
Engin smá kuldi úti! Eftir vonlausa bið eftir strætó, skjálfandi á beinunum, fengum við far hjá Kára Steinars og Salóme sem höfðu einnig nýtt sér Club kort Stælsins!!
Það tók mig klukkutíma að koma hita í kroppinn! Meira að segja beinin voru frosinn!!

En í dag...er mjög slappur dagur! Er reyndar búin klukkan eitt í skólanum...!
Er núna í eyðu og sit í celebrity sófa skólans í matsalnum og er búin að skemmta mér konunglega með hans hátign Robba! Alveg snilldar myndband á Huga sem við vorum að skoða! Einhver að draga bíl úr skafl í USA! Kíkið á Robz...
svo lánaði hann mér tölvuna til að blogga smá!
Á eftir er ég að láta gata á mér bakið...er að fara í ofnæmispróf sem tekur 3 daga! Skil ekki svona! Svo má maður ekki þvo á sér bakið í 3 daga....! Arrrg!!

Hrmpf! Fuss og svei! Er búin að fara í ofnæmisprófið, og ég hef afsannað þá kenningu að þetta sé sé smá rispa og svo búið! Og nei, engir sætir litlir plástrar! Þetta sem ég fór í er allt annað!! Ég átti að fá átta plástra (litla hélt ég) og þeir voru sko HUGE! Hver 'plástur' er tíu plástrar! Og fyrir ykkur sem ekki eruð fljót að reikna, þá eru það hvorki meira né minna en 80 stk....sem er nokkuð gott! Þannig allt bakið mitt er þakið plástrum og túss strikum..! Ef þið viljið setja ykkur í mín spor, prófið þá að taka þykkasta karton sem þið finnið og límið við bakið! Frekar stífur heftiplástur sem fór yfir allt heila klabbið....! Er eins og stífasta enska kennslukona sem ég veit um!!

Karíókí í kvöld og ég ætla að mæta! Allir að mæta og þenja lungun!
But I will be whispering at the top of my lungs...!

Hmm, góða helgi allir krakkar sem ekki fara á þessa japönsku athöfn!!

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Smoke on the water..
Hmm, er ekki hljómsveitasnillingur (er víst Deep Purple en ekki Led Zeppelin ; skrifaði vitlausa hljómsveit áðan! fór alveg með þetta.. ), þið verðið að afsaka, en allt í einu fékk ég þetta lag á spilun í heilann! Kannski af því að ég var að kjósa á blogginu hjá Robz um bestu hljómsveitina!!
Semsagt dagurinn í gær var mjög stuttur en stundaskráin í dag er eins og götóttasti osturinn í Sviss! Við eyðurnar mínar bættist enn ein eyðan þar sem Kristín Marín ákvað að vera með leyfi í dag aftur! Það verður farið niðrí bæ að rölta um hjarta Smokecity! Sá í fréttunum áætlanir um að rífa einhver hús á Laugarveginum og setja einhver kubba glerhús í staðinn! Vonandi að það gangi ekki upp...!
Og já, aðrar æsispennandi fréttir sem ég sá í sjónvarpinu í gær! Þjóðminjasafnið fer að opna bráðum eftir samsærislega langa lokun! EN það verður einhver seinkun á því þó; en hvað skeikar einu ári til og frá eftir þetta?!
Er semsagt búin að sketza upp á vegginn geishu kvendið! Veit ekki hvenær ég ræðst í að mála á vegginn fyrir alvöru...margt framundan! Landafræðipróf, ofnæmispróf og önnur próf! Og auðvitað margt annað!

miðvikudagur, janúar 28, 2004

It's a beautiful day!
Það var aldeilis langur dagur í skólanum! Eftir að tveir kennarar voru ekki mættir í tíma og ég átti eftir auka skammt af eyðum...þá gafst ég upp og tók strætó upp á Háaleitisbraut. Þar fór ég inn í Landsvirkjunarturninn að tala við pabba og gera fjölskyldubílinn upptækan! Með dúndrandi hausverk eftir pirring og stingandi sól þá var ég ekki í stuði fyrir hálfs dags bið eftir síðasta tímanum (semsagt tíma nr.2 yfir daginn!). Brunaði heim og kom við í Nóatúni til að kaupa kjötvörur fyrir mömmu. Gengur ekki að ekkert pepperoni og engin skinka sé til þegar mamma ætlar að búa til sínar frábæru pizzur! Frá mér séð hefði það ekki skipt máli en það er nauðsynlegt hjá hinum að hafa eitthvað kjötálegg!
Þegar heim var komið var farið beint í eldhúsið og staðið ‘bak við’ eldavélina! Með hádegismatinn í annarri og fjarstýringu í hinni hlammaði ég mér fyrir framan imbann og smellti einni mynd á fóninn. Þegar hún var búin og mallin orðinn stærri stóðst ég ekki sólargeislana lengur. Klæddi mig í mörg lög af peysum og rölti með mömmu einn hring um hverfið áður en við fórum upp í skóla til að ná í tvo yngstu stubbana í fjölskyldunni. Já, svo sannarlega hefur maður stækkað og gildnað síðan maður var í þeim skóla....en skólinn hefur líka bætt utan á sig! Búið er að tvöfalda rými hans og fleiri krakkar hafa aldrei verið í skólanum sem er ennþá verið að laga að innan sem utan. Leikskólinn er búin að sprengja utan af sér ömurlegt húsnæðið og er nú verið að byggja nýjan leikskóla. Það iðar allt af lífi í nafla Reykjavíkur!
Núna er sólin farin en ennþá er kveikt á götuljósunum! Ég er kominn inn en er ekki ennþá farin úr skónum! Veit ekki alveg hvort ég ætla út aftur...er ennþá gott veður þótt sólin vermi ekki lengur!
Annars er ég eiginlega búin að ákveða að vera inni og halda áfram snemmbúinni vorhreingerningu minni í herberginu! Er að hugsa um að vígja nýja pensilinn minn og fara að mála eitthvað á vegginn! Er orðin þreytt á hinum penslunum sem sligast undan minnstu málningarslettu sem fer á þá! Algjörir aumingjar! Langar líka að prófa að mála á vegg. Nenni ekki að mála á striga og setja það í ramma og upp á vegg! Bara mála beint á vegginn! Ef kraftaverk gerist og ég mun fá listahæfileika, þá er hugmyndin að mála eitthvað líkt þessu! Krossið putta og óskið mér góðs gengis!
..get alltaf málað yfir! : þþriðjudagur, janúar 27, 2004

Þjóðarsorg!
Ah, föðurlandssvikarinn ég! Í alls ekki stuttum pistli með helgaryfirliti láðist mér að nefna örlagaríkan viðburð í frækinni íþróttasögu Ísalands!! Hvaða heilvita kona/maður gleymir því?! Eftir sorglega frammistöðu móti Slóvenum og Ungverjum var komið að vendipunktinum í EM þáttöku okkar þetta árið. Ef við myndum vinna Tékka þá kæmumst við áfram! Okkar menn virtust vera að fara í gang mót Tékkum en leikurinn endaði á jafntefli! Og það ‘besta’ var að þegar borið var saman markafjölda liðanna þá stóðu Tékkar sig einu marki betur! Eitt mark skildi á milli þjóðarsorgar og gleðivímu Íslendinga og strákanna þeirra! Hmm, kannski vildi ég ekki nefna þennan blett á glæstum handboltaferli okkar! Eða þá að mér fannst þetta ekkert áhugavert....hef séð skemmtilegri keppnir! Á, ég verð hýdd úti á Lækjartorgi...!
Er búin með Da Vinci lykilinn! Merkilega góð bók, full af alls konar táknfræði, goðsögum og útskýringum! Uppáhaldið mitt!! Skemmtileg kenning um gyðjudýrkun og kvenleikann! Mæli með þessari bók! Löng, en áhugaverð!

mánudagur, janúar 26, 2004

Helgin búin!
Jæja nú kemur smá dagbók yfir viðburðaríka helgina!
Á föstudaginn var haldið upp á afmæli eins úr vinahópnum. Ég og Sigurborg bökuðum 3.hæða marengstertu með sultu/rjóma á milli! Syndsamlega sumarleg og góð! Síðan var talað um margt, en þar sem fjórir strákar eru í hópnum og aðeins tvær stelpur viðstaddar leiddist samtalið alltaf inn á bíla!! Ég veit eitthvað um bíla og Sigurborg miklu meira....en við höfum ekki þol í marga tíma! Þannig við drógum upp nýjasta Hús & hýbýli og skoðuðum það! Var kominn frekar snemma heim eftir þetta kósýkvöld. Skautaði niður hverfið á þunnbotna skónum frá Mílanó og lenti næstum á hurðinni heima hjá mér!
Dagurinn eftir var vel planaður en það plan varð að engu eftir daprar fréttir af bloggi vinar míns. Leið um húsið í öðrum heimi þar til litla systir mín potaði í mig og spurði hvað ég væri eiginlega að pæla; labba um á náttfötunum svona seint! (Hún er 12 ára..= Írafár). Þannig ég klæddi mig og fór að gera máttlausa tilraun til að taka til í herberginu. Endaði á því að ég tók fullt af dóti og setti það fram á gang svo mér liði betur. Síðan dró ég fram trönurnar og dustaði ryk af akrýl litum sem ég keypti í sumar og byrjaði að klessa einhverju á pappír. Tíminn flaug áfram eins og svo oft þegar ég er að teikna eitthvað þannig það var ekki mikið eftir af deginum! Fór í heimsókn til Sigurborgar og Kollu. Þar var matur góður á borðstólum, Sigga mega kokkur!! Kolla fór í tvítugs afmæli, þannig ég og Sigga vorum eftir með þrjá gæja fasta við tölvuna! Við stungum upp á video glápi og við ákváðum myndina! Og það var klassinn Dragonheart!! Langt síðan maður hafði séð hana, doldið undarlega gerð mynd en hefur eitthvað sem gerir hana ágæta! Nokkrir góðir punktar! Eftir hana var aftur skautað heim... en næsta morgunn var vaknað snemma. Pabbi átti 48 ára afmæli og það er hefð fyrir því að vekja afmælisbarn með ‘fallegum’ söng í minni fjölskyldu! Þegar búið var að óska til hamingju með daginn var farið upp í rúm aftur! Síðan var farið í sturtu og tekið sig til fyrir hádegismatinn! Keyrt var í bæinn og borðað dýrindis mat á Galileó. Reyndar fékk ég vitlausa pöntun: í stað pastaréttar í tómat, chili og hvítlauk fékk ég pasta syndandi í rjóma og beikoni! Ekki beint það sem ég vildi...!
Síðan var keyrt, aðeins þyngri farþega, í Egilshöllina að fylgjast með keppendum á Frjálsíþróttamóti. Þar á eftir var farið heim og fengið sér köku sem ég bakaði og horft á Lilo & Stitch! Snilldarmynd (ég er veik fyrir teiknimyndum)..
Um kvöldið var reynt að lesa fyrir erfðafræðipróf en gekk illa þar sem ég var byrjuð á virkilega góðri og spennandi bók; DaVinci-lykillinn!! Síðan var önnur sýning í stofunni og ég festist fyrir framan The League of Extraordinary gentlemen! Ágætis saga! Síðan renndi ég yfir Pirates of the Caribbean...algjör letihelgi!
OG til að klára þetta langa blogg; í dag var myndataka fyrir árbók (úps, gleymdi því!) og reynt að klára rit um bekkjarfélaga fyrir sömu bók! Og mér gekk ekkert rosavel í erfðafræði prófinu (ekki skrýtið)! Á eftir að slá mig utan undir...verður gert núna á eftir...þegar ég er búin að borða og lesa í bókinni!!! Ciao..

laugardagur, janúar 24, 2004

Góða helgi Helgi!
Enn og aftur er letileg helgi runnin upp! Yfir mér hangir samviskubit vegna lítils lesturs fyrir líffræðipróf. En sá lestur er ekki framarlega í forgangsröðuninni! Mikill árangur náðist áðan er ég kom mér úr náttfötunum og í einhver klæðaplögg! Hádegismorgunmaturinn samanstóð af kornflögum og lucky charms! Síðan staulaðist ég út í herbergi aftur og setti disk í spilarann og hlammaði mér í rúmið aftur! Ekkert smá kalt úti! Hugsaði til litlu fuglastubbanna sem skoppuðu um veröndina að leita að einhverju korni til að plokka í. En leitin hjá þeim bar ekki árangur frekar en fyrri daginn! Stóri pokinn af fuglakorninu hafði tæmst fyrir nokkru og margar búðarferðir höfðu ekki skilað inn neinu í staðinn. Að lokum ákvað mamma að taka einhvern poka úr hillum búðarinnar og taka með heim. Þegar ég tók á móti pokanum og stökk út til að dreifa korni um veröndina leit ég framan á pokann og stöðvaðist í miðju stökkinu. Þetta var korn fyrir páfagauka eða einhverja stærri fugla!! En það varð að hafa það. Fleygði þessu á hellurnar, en stubbarnir mínir vildu ekki sjá þetta! Eru með smá vit á milli fjaðranna... En ég gafst ekki upp og þrammaði með pokann inn í eldhús núna í morgunn og sturtaði korninu í mixarann! Bjó til fínt stubbakorn, klæddi mig í föðurlandið og valhoppaði út í snjófokið. Nú er bara að sjá hvort þeir láti gabba sig!!

En ég get ekki lengur platað mig með því að herbergið mitt sé æðislega hreint og fínt! Því ætla ég ekki að hafa þetta lengra kæru lesendur þar sem ég ætla að hefja á ný, margra ára baráttu við fatahrúguna ógurlegu og dr.dust-evil! Er búin að bretta upp ermar og er að safna í mig hugrekki á meðan ég set saman ryksuguna og hlusta á eitthvað klassa lag um ,,Kvennaskólapíur''! Eitt af mörgum ómissandi hjálpartækjum frá guðunum í baráttu hálfguða og annarra hetja gegn öxulveldi hins illa! (þessir sögutímar hjá Kristjáni eru farnir að segja til sín!).
Megi mátturinn vera með mér!!

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Ef ég væri orðinn lítil fluga....
Nú eru fimm dagar síðan ég skrifaði síðast eitthvað ‘merkilegt’ og kominn tími á eitthvað nýtt á þessu bloggi! Þannig var það að fluga hvatti mig til að drífa í þessu til að missa ekki þessa fáu lesendur sem ég hef...ef það eru þá einhverjir! En semsagt ég þurfti smá endurnýjun á orku eftir helgina. Elliheimili eru einhverjir mest þunglamalegustu staðir sem ég veit um. Útbrunnir ættingjar sitja þungt á þeim sem kíkja í heimsókn til þeirra. Erfiðast finnst mér að kveðja eftir mjög hljóða heimsókn. Að veifa voteygðum skugga í slopp bless því maður getur varla mælt fyrir grátklökkva. Þótt skugginn tali örsjaldan er alltaf eitthvað í augunum og þegar komið er að kveðjustund sér maður sársauka og depurð. Ljúfur og líflegur staður til að eyða síðustu árunum. Fimm glös af lyfjum á dag til að storka náttúrunni og reyna að bæta eitthvað, láta eitthvað hverfa eða halda í eitthvað. Get ekki beðið!
En nú er ég búin að blása þessu frá mér og get haldið áfram örðum líflegum frásögnum! Til að halda grímu minni ætla ég að fara beint í að segja frá skemmtilegu balli sem er í kvöld! Nefnilega grímuballið! Mikil angist var í skólanum í dag þar sem fólki hafði verið kunngjört að uppselt væri á ballið. Fólk var mjög slegið því venjulega er aldrei uppselt á ball hjá Kvennó og því hafa nemendur og aðrir oft langan tíma til að velta fyrir sér hvort þau ætli á ballið! En ekki fyrir þetta ball! Það verður haldið í Félagsheimili á Seltjarnarnesi og verður tónlist stjórnað af skrautdýrinu sjálfu, Páli Óskari!! Það verða margir skrautlegir í kvöld, bæði búningslega og ‘almennt’ skrautlegt fólk! En svo lengi sem allir skemmti sér vel en það gott mál! Sjálf ætla ég ekki en sendi minn mann á svæðið, hann Gumma g?ja! Hann hefur hjálpað mér með svo ótal margt og mér leið vel þegar ég gat hjálpað honum með hugmynd að búningi! Vonandi að hann eigi eftir að gera sig eitthvað! Áfram Króatía!!
Um meira hef ég ekki að skrifa í bili, þarf að nota þann litla penna-heila sem ég hef í árbókarskrif! Eindagi fyrir bleðil um bekkjarfélagana fer að renna upp. Sem minnir mig á það að ég þarf að gera leit að mynd af mér sem ungabarn! Það hljóta að vera nokkrir tugir af myndum til! Ég var svo sætt barn!! Synd að fegurðin skildi fara svona fljótt...!

laugardagur, janúar 17, 2004

Er það minn eða þinn sjóhattur...
Störnuleit Íslendinga er lokið (í bili). Sjómaður í gardínujakka kallaður Kalli varð fyrir valinu. Sem er mjög gott! Af blaðinu í morgun var hægt að sjá að matarvenjur Íslendinga eru mjög einfaldar: pizza! Sem betur fer fyrir Idol-party liðið mitt vorum við með pizzumeistara í húsinu sem sáu um veitingarnar! Þar fyrir utan hefði Domino's eða öðrum reynst erfitt að komast leiðar sinnar upp á Kjalarnes...sökum veðurs! Hvað annað!

Nú loksins fær að snjóa hér fyrir sunnan! Þegar langdregið Idol var búið var staðið upp úr sófanum og rölt að glugganum. En fyrir utan var ekekrt að sjá. Það sást ekki einu sinni að næsta bé sökum snjófoks! Við úr hverfinu ákváðum að bíða með að leggja í hann og settumst aftur í sófann. Skipt var yfir á skjá einn og glápt frá sér allt vit yfir enn einum 'survival-of-the-fittest' þætti frá landi hamingjunnar. America's next top model held ég að þessir þættir heiti. Eftir að hafa horft á mjónur með stjörnustæla meðhöndla slöngur með megnasta viðbjóð komu hinir eldri húsráðendur loks heim eftir langa heimferð. Þau sögðu okkur að drífa okkur af stað núna ef við vildum ekki verða veðurteppt! Þannig það var lagt í hann! Keyrðum af stað og bökkuðum síðan til að gera áhlaup á ágætis skafl sem var í innkeyrslunni. Vorum ekki komin langt þegar við stoppuðum og fórum úr bílnum til að hjálpa vini (sem fór á undan) að losa sig. En hann vildi ekki hjálp heldur nýtti sér það sem býr í Bensanum og komst loks í gegnum torfærurnar. Og þá var komið að Rollunni (Corolla fyrir þá sem skilja ekki djúpa merkingu nafngiftarinnar..). Og undir stýri sat þaulvön ökuþóra; Sigurborg! Og við komumst áfram en þá sáum við líka ekki meira og var einn liðsmanna sendur út til að leiðbeina Rollunni. Komumst út á þjóðveg og þá var hraðinn aukinn í 20-30 metra mældur í k?l?um/klst! Reynt var að halda sig réttu megin á veginum..en soldið erfitt! Í svona snjófoki eru skilningavitin gjörsamlega úti að aka (skemmtileg tilviljun) og það er eins og bíllinn sé stopp þótt hann sé í raun og veru á ferð! Það kom því fyrir að hægra megin við okkur var vitlaus vegstika (þeir sem vita ekki hvað er verið að tala um...með fullri virðingu, dustð rykið af ökunámsbókinni!)! Þannig það var beygt inn á veginn aftur áður en við værum komin langleiðina ofan í skurð! En eftir mikinn spenning og hræðslukenndan hlátur yfir fáránlegum hlutum komumst við heil á húfi heim! Bílferð sem undir venjulegum kringumstæðum tekur 3 mínútur tók 15-20 mínútur!! Mjög spennandi frásögn og mjög stutt, ég veit! A tale to tell my grandchildren...

Fékk líka heiðursverðlaun á íslensku tónlistaverðlaununum um daginn. Ha? Fór það fram hjá þér? Too bad for you..! En semsagt; ég fékk verðlaun fyrir framúrskarandi langar hugrenningar mínar og óskiljanlegan húmor! þar að auki fékk ég aukaverðlaun fyrir hina hlægilega litlu kunnáttu mína á tölvur og sérstaklega blogg!

En meistari Drekafluga hefur tekið mig undir sinn verndarvæng og ætlar að leiða mig í gegnum leyndardóma bloggsins! Mikið verk fyrir höndum ég veit, en ekki ómögulegt fyrir Gumma almighty! Drekafluga hefur marga vængi að mér skilst, og hefur hann tekið við fleiri afvegaleiddum bloggurum! Gummi, þú átt alla mína aðdáun (fyrir utan smá part sem ég geymi fyrir Orlando Bloom og fleiri!)

föstudagur, janúar 16, 2004

Í dag hjálpaði Gummi Valur mér að skemma síður. Það var mjög, mjög gaman.

Hmm... María mín, mér finnst afar leiðinlegt að hafa ruglað síðunni þinni svona en samt eru líka hlutir sem ég botna ekkert í, t.d. af hverju ekki er hægt að hafa bil milli efnisgreina. En ég vona að þetta lagist með tímanum.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

It's all so quiet...

It's all so quiet...

Þegar ég vaknaði í morgun lá ég kyrr í smá stund á meðan ég var að koma heilastarfseminni í gang. Hlustaði og fattaði ekki hvað væri öðruví­si. Síðan þegar heilinn var búin að ræsa sig og 'desktopið' komið upp þá kviknaði á litlu perunni sem hangir hliðiná hausnum; aha! Ekkert rok úti lengur! Hálfhrasaði niður stigann og rýndi út um gluggann; jú, mikið rétt! Það blakti ekki lauf á toppi trjánna!
MÃín dró fram bikiní­ og sandala en eftir nokkrar mí­nútur flugu þau í­ gegnum loftið og í staðinn voru rifinn upp ullarnærfötinn! Skí­takuldi úti!!
Í hádeginu dag var $.bekkingum Kvennaskólans (4.bekkingum) plantað inn í­ eina stofu og var vandræðanleg þögn á meðan Nemendastjórnin ræddi við okkur um komandi árbók! Málið var að engin hafði boðið sig fram til að sjá um að koma bókinni í­ gang. Því­ var Stjórnin með auka 'things-to-do' miða á herðunum sem íþyngdi þeim soldið.... Eftir smá starfskynningu um hvað feldist í­ þessari árbókarnefnd fóru nokkrar hendur hikandi á loft. Þessar hendur munu hafa nóg að gera sem sí­madömur næstu mánuðina að reyna að kreista einhverja peninga út úr feitum fyrirtækjum til styrktar árlegri árbók stúdentaefna!!

Fyrirmyndar-stjörnuleit Íslands (á venjulegu máli: Idol) er senn á enda, nánar tiltekið er hún á enda á morgunn....föstudagur! Hvídardagur skólanema en á hinn bóginn einnig
(d)jammdagurinn mikli. þau verða ekki ófá Idol-partyin á morgun! Ég ætla ekki að spá fyrir um meira heldur fylgjast með ­ fréttum dagana eftir úrslitin..hver veit nema maður lesi um einhvern ágreining manna á milli sem hefur endað í­ slagsmálum! (''Mí­ns var miklu betri en þíns söngvari!'') SMACK!!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Fjármögnunaráhyggjur.....

Fjármögnunaráhyggjur.....
Er búin að hugsa mikið um þetta hvassviðri (enda þrýstir það á hausinn þegar maður er heima) og það skall á mig sú ljúfa hugmynd að reyna að nýta þessa algengu tegund veðurs á Kjalarnesinu... Reyna að ná sér í­ smá pening! Er búin að sjá fram á að síðustu mánuðir þessa framhaldsnáms verði ekki ódýrir! Bláir konuseðlar munu fjúka og veskið sett í­ megrun! Það er ekki ódýrt að skrifast út úr framhaldsnámi! Það er margt sem er orðið algjört möst sem útskriftar-accessorize; búningur fyrir dimission, gjafir fyrir kennara, stúdentahúfan, árbókin, stúdentaveislan og útskriftarferðin og eflaust margt fleira, fyrir utan það sem fylgir því að vera nútímagella í heimi blindfullum af tískuímyndum (Ein bitur....)! Bráðum þarf maður að borga fyrir að fá sæmilegar einkunnir........hmmm!


En þessi yndislega hugmynd mí­n er hér með gerð opinber og slæ ég mér einkarétt á þessari hugmynd!
Ímyndið ykkur; fallegt tréhús á góðum stað á Kjalarnesi. Úti er vonskuveður og það brakar í­ veggjum hússins. Tilvalið fyrir rótgróna höfuðborgarbúa með rasssæri eftir langa setu fyrir framan tölvuna...og lí­ka fyrir ferðamenn! Íslenskt survivor!!! Tilraunadýrin gætu fengið að reyna á hæfni sí­na til að standa úti og reyna að fjúka ekki. Einnig að prófa að sinna sumum af algengum verkum Kjalnesinga; skríða um túnin til að fanga dót úr garðinum sínum og festa það niður svo það fjúki ekki aftur burt, ganga upp í­ sjoppu mót vindi og halla sér fram, um 45°! Síðan látið sig fjúka heim... Þegar líða færi daginn fengju þeir að borða restar af matnum frá því­ í­ gær því­ engin hafði tíma til að kaupa í matinn eða elda! Eftir annasaman dag fengju þeir síðan rúm, við þann vegg sem tæki mót vindinum, til að sofa í. Vögguvísan væri brak og brestir í­ veggjum og rúminu væri ruggað frekar skrykkjótt í­ gegnum stormasama nóttina! Ekkert nema harkan sex! Veðurbarnir á­ framan og með góða vöðva í lærum og baki myndu þeir hafa frá einhverju að segja!! Jæja, hver vill prófa??

þriðjudagur, janúar 13, 2004

There's no way back now....
Að lokum ákvað ég að standa 'face 2 face' við ótta minn og opna bloggið og byrja að bulla!
Eftir tveggja tíma eyðu nördaðist ég til að búa til blogg og því er mér ekki viðbjargandi!
Þó ég ætti að hafa nægan tí­ma til að skrifa er stór spurning hvort ég hafi eitthvað til að skrifa um!!
Vindbarin og úfin er ég búin að hlamma mér fyrir framan eina af tölvum skólabókasafnsins og ætla að rifja upp 'venjulegan' dag í­ lí­fi Kjalnesings.
Ekki fyrir svo löngu reyndist einn af líflegu veðurfræðingum RÚV nokkuð sannspár um veðrið. Ótrúlegt en satt!! Hann leit í­ kúluna sína og sagði sinni uppveðruðu rödd að næstu þrjá daga framundan væri stormur og allt það aukaveður sem fylgir vetrinum. Þetta var staðsett á Norðurlandi og Vestfjörðum...og innan sviga; Kjalarnes! Hið ástkæra úthverfi Reykjaví­kur þar sem geðheilsuveill bloggari býr! Semsagt, í gærmorgun var strax orðið hvazzt í­ heimahverfi mí­nu og hefur það ekki batnað neitt núna, sólahring later!!
Litli naflinn Kjalarnes og fjallkonan hans Esjan hafa lifað lengi saman og eins og önnur sambönd hefur þeirra verið ansi skrautlegt og stormasamt!! Eftir frekar rólegan vetur hjá þeim síðasta ár og sólrí­kt sumar ofan á græna teppinu, var komið að rifrildinu sem allir biðu eftir! Okkur konunum hefur alltaf fundist að við ættum að beygja karlana okkar niður og stjórna þeim á bak við tjöldin! Og það var það sem Esjan gerði og gerir enn; hvæsir og öskrar á litla útnára karlinn sinn og reynir að gera hann undirlægjann og niðurlútinn!
Fjúff, þessu eru Kjalnesingar vanir en þó komnir úr æfingu, þar sem árin hafa verið frekar mild...
En nú er það harkan sex!! Upp með góðu húfurnar, bomsurnar og beygja sig upp í­ mót öskrinu frá fögru Esju.... Og setjast svo inn í­ rauða fákinn hjá vinkonum sínum og fara á stökki í­ bæinn. Maður sleppir ekki skóla þótt hraði vindsins sé 42 m/s í­ hviðum!! Seisei nei!! (ohh, rúmið mitt...sakna þí­n!)