fimmtudagur, janúar 29, 2004

Smoke on the water..
Hmm, er ekki hljómsveitasnillingur (er víst Deep Purple en ekki Led Zeppelin ; skrifaði vitlausa hljómsveit áðan! fór alveg með þetta.. ), þið verðið að afsaka, en allt í einu fékk ég þetta lag á spilun í heilann! Kannski af því að ég var að kjósa á blogginu hjá Robz um bestu hljómsveitina!!
Semsagt dagurinn í gær var mjög stuttur en stundaskráin í dag er eins og götóttasti osturinn í Sviss! Við eyðurnar mínar bættist enn ein eyðan þar sem Kristín Marín ákvað að vera með leyfi í dag aftur! Það verður farið niðrí bæ að rölta um hjarta Smokecity! Sá í fréttunum áætlanir um að rífa einhver hús á Laugarveginum og setja einhver kubba glerhús í staðinn! Vonandi að það gangi ekki upp...!
Og já, aðrar æsispennandi fréttir sem ég sá í sjónvarpinu í gær! Þjóðminjasafnið fer að opna bráðum eftir samsærislega langa lokun! EN það verður einhver seinkun á því þó; en hvað skeikar einu ári til og frá eftir þetta?!
Er semsagt búin að sketza upp á vegginn geishu kvendið! Veit ekki hvenær ég ræðst í að mála á vegginn fyrir alvöru...margt framundan! Landafræðipróf, ofnæmispróf og önnur próf! Og auðvitað margt annað!

Engin ummæli: