Helgin búin!
Jæja nú kemur smá dagbók yfir viðburðaríka helgina!
Á föstudaginn var haldið upp á afmæli eins úr vinahópnum. Ég og Sigurborg bökuðum 3.hæða marengstertu með sultu/rjóma á milli! Syndsamlega sumarleg og góð! Síðan var talað um margt, en þar sem fjórir strákar eru í hópnum og aðeins tvær stelpur viðstaddar leiddist samtalið alltaf inn á bíla!! Ég veit eitthvað um bíla og Sigurborg miklu meira....en við höfum ekki þol í marga tíma! Þannig við drógum upp nýjasta Hús & hýbýli og skoðuðum það! Var kominn frekar snemma heim eftir þetta kósýkvöld. Skautaði niður hverfið á þunnbotna skónum frá Mílanó og lenti næstum á hurðinni heima hjá mér!
Dagurinn eftir var vel planaður en það plan varð að engu eftir daprar fréttir af bloggi vinar míns. Leið um húsið í öðrum heimi þar til litla systir mín potaði í mig og spurði hvað ég væri eiginlega að pæla; labba um á náttfötunum svona seint! (Hún er 12 ára..= Írafár). Þannig ég klæddi mig og fór að gera máttlausa tilraun til að taka til í herberginu. Endaði á því að ég tók fullt af dóti og setti það fram á gang svo mér liði betur. Síðan dró ég fram trönurnar og dustaði ryk af akrýl litum sem ég keypti í sumar og byrjaði að klessa einhverju á pappír. Tíminn flaug áfram eins og svo oft þegar ég er að teikna eitthvað þannig það var ekki mikið eftir af deginum! Fór í heimsókn til Sigurborgar og Kollu. Þar var matur góður á borðstólum, Sigga mega kokkur!! Kolla fór í tvítugs afmæli, þannig ég og Sigga vorum eftir með þrjá gæja fasta við tölvuna! Við stungum upp á video glápi og við ákváðum myndina! Og það var klassinn Dragonheart!! Langt síðan maður hafði séð hana, doldið undarlega gerð mynd en hefur eitthvað sem gerir hana ágæta! Nokkrir góðir punktar! Eftir hana var aftur skautað heim... en næsta morgunn var vaknað snemma. Pabbi átti 48 ára afmæli og það er hefð fyrir því að vekja afmælisbarn með ‘fallegum’ söng í minni fjölskyldu! Þegar búið var að óska til hamingju með daginn var farið upp í rúm aftur! Síðan var farið í sturtu og tekið sig til fyrir hádegismatinn! Keyrt var í bæinn og borðað dýrindis mat á Galileó. Reyndar fékk ég vitlausa pöntun: í stað pastaréttar í tómat, chili og hvítlauk fékk ég pasta syndandi í rjóma og beikoni! Ekki beint það sem ég vildi...!
Síðan var keyrt, aðeins þyngri farþega, í Egilshöllina að fylgjast með keppendum á Frjálsíþróttamóti. Þar á eftir var farið heim og fengið sér köku sem ég bakaði og horft á Lilo & Stitch! Snilldarmynd (ég er veik fyrir teiknimyndum)..
Um kvöldið var reynt að lesa fyrir erfðafræðipróf en gekk illa þar sem ég var byrjuð á virkilega góðri og spennandi bók; DaVinci-lykillinn!! Síðan var önnur sýning í stofunni og ég festist fyrir framan The League of Extraordinary gentlemen! Ágætis saga! Síðan renndi ég yfir Pirates of the Caribbean...algjör letihelgi!
OG til að klára þetta langa blogg; í dag var myndataka fyrir árbók (úps, gleymdi því!) og reynt að klára rit um bekkjarfélaga fyrir sömu bók! Og mér gekk ekkert rosavel í erfðafræði prófinu (ekki skrýtið)! Á eftir að slá mig utan undir...verður gert núna á eftir...þegar ég er búin að borða og lesa í bókinni!!! Ciao..
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli