þriðjudagur, janúar 27, 2004

Þjóðarsorg!
Ah, föðurlandssvikarinn ég! Í alls ekki stuttum pistli með helgaryfirliti láðist mér að nefna örlagaríkan viðburð í frækinni íþróttasögu Ísalands!! Hvaða heilvita kona/maður gleymir því?! Eftir sorglega frammistöðu móti Slóvenum og Ungverjum var komið að vendipunktinum í EM þáttöku okkar þetta árið. Ef við myndum vinna Tékka þá kæmumst við áfram! Okkar menn virtust vera að fara í gang mót Tékkum en leikurinn endaði á jafntefli! Og það ‘besta’ var að þegar borið var saman markafjölda liðanna þá stóðu Tékkar sig einu marki betur! Eitt mark skildi á milli þjóðarsorgar og gleðivímu Íslendinga og strákanna þeirra! Hmm, kannski vildi ég ekki nefna þennan blett á glæstum handboltaferli okkar! Eða þá að mér fannst þetta ekkert áhugavert....hef séð skemmtilegri keppnir! Á, ég verð hýdd úti á Lækjartorgi...!
Er búin með Da Vinci lykilinn! Merkilega góð bók, full af alls konar táknfræði, goðsögum og útskýringum! Uppáhaldið mitt!! Skemmtileg kenning um gyðjudýrkun og kvenleikann! Mæli með þessari bók! Löng, en áhugaverð!

Engin ummæli: