Ef ég væri orðinn lítil fluga....
Nú eru fimm dagar síðan ég skrifaði síðast eitthvað ‘merkilegt’ og kominn tími á eitthvað nýtt á þessu bloggi! Þannig var það að fluga hvatti mig til að drífa í þessu til að missa ekki þessa fáu lesendur sem ég hef...ef það eru þá einhverjir! En semsagt ég þurfti smá endurnýjun á orku eftir helgina. Elliheimili eru einhverjir mest þunglamalegustu staðir sem ég veit um. Útbrunnir ættingjar sitja þungt á þeim sem kíkja í heimsókn til þeirra. Erfiðast finnst mér að kveðja eftir mjög hljóða heimsókn. Að veifa voteygðum skugga í slopp bless því maður getur varla mælt fyrir grátklökkva. Þótt skugginn tali örsjaldan er alltaf eitthvað í augunum og þegar komið er að kveðjustund sér maður sársauka og depurð. Ljúfur og líflegur staður til að eyða síðustu árunum. Fimm glös af lyfjum á dag til að storka náttúrunni og reyna að bæta eitthvað, láta eitthvað hverfa eða halda í eitthvað. Get ekki beðið!
En nú er ég búin að blása þessu frá mér og get haldið áfram örðum líflegum frásögnum! Til að halda grímu minni ætla ég að fara beint í að segja frá skemmtilegu balli sem er í kvöld! Nefnilega grímuballið! Mikil angist var í skólanum í dag þar sem fólki hafði verið kunngjört að uppselt væri á ballið. Fólk var mjög slegið því venjulega er aldrei uppselt á ball hjá Kvennó og því hafa nemendur og aðrir oft langan tíma til að velta fyrir sér hvort þau ætli á ballið! En ekki fyrir þetta ball! Það verður haldið í Félagsheimili á Seltjarnarnesi og verður tónlist stjórnað af skrautdýrinu sjálfu, Páli Óskari!! Það verða margir skrautlegir í kvöld, bæði búningslega og ‘almennt’ skrautlegt fólk! En svo lengi sem allir skemmti sér vel en það gott mál! Sjálf ætla ég ekki en sendi minn mann á svæðið, hann Gumma g?ja! Hann hefur hjálpað mér með svo ótal margt og mér leið vel þegar ég gat hjálpað honum með hugmynd að búningi! Vonandi að hann eigi eftir að gera sig eitthvað! Áfram Króatía!!
Um meira hef ég ekki að skrifa í bili, þarf að nota þann litla penna-heila sem ég hef í árbókarskrif! Eindagi fyrir bleðil um bekkjarfélagana fer að renna upp. Sem minnir mig á það að ég þarf að gera leit að mynd af mér sem ungabarn! Það hljóta að vera nokkrir tugir af myndum til! Ég var svo sætt barn!! Synd að fegurðin skildi fara svona fljótt...!
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli