There's no way back now....
Að lokum ákvað ég að standa 'face 2 face' við ótta minn og opna bloggið og byrja að bulla!
Eftir tveggja tíma eyðu nördaðist ég til að búa til blogg og því er mér ekki viðbjargandi!
Þó ég ætti að hafa nægan tíma til að skrifa er stór spurning hvort ég hafi eitthvað til að skrifa um!!
Vindbarin og úfin er ég búin að hlamma mér fyrir framan eina af tölvum skólabókasafnsins og ætla að rifja upp 'venjulegan' dag í lífi Kjalnesings.
Ekki fyrir svo löngu reyndist einn af líflegu veðurfræðingum RÚV nokkuð sannspár um veðrið. Ótrúlegt en satt!! Hann leit í kúluna sína og sagði sinni uppveðruðu rödd að næstu þrjá daga framundan væri stormur og allt það aukaveður sem fylgir vetrinum. Þetta var staðsett á Norðurlandi og Vestfjörðum...og innan sviga; Kjalarnes! Hið ástkæra úthverfi Reykjavíkur þar sem geðheilsuveill bloggari býr! Semsagt, í gærmorgun var strax orðið hvazzt í heimahverfi mínu og hefur það ekki batnað neitt núna, sólahring later!!
Litli naflinn Kjalarnes og fjallkonan hans Esjan hafa lifað lengi saman og eins og önnur sambönd hefur þeirra verið ansi skrautlegt og stormasamt!! Eftir frekar rólegan vetur hjá þeim síðasta ár og sólríkt sumar ofan á græna teppinu, var komið að rifrildinu sem allir biðu eftir! Okkur konunum hefur alltaf fundist að við ættum að beygja karlana okkar niður og stjórna þeim á bak við tjöldin! Og það var það sem Esjan gerði og gerir enn; hvæsir og öskrar á litla útnára karlinn sinn og reynir að gera hann undirlægjann og niðurlútinn!
Fjúff, þessu eru Kjalnesingar vanir en þó komnir úr æfingu, þar sem árin hafa verið frekar mild...
En nú er það harkan sex!! Upp með góðu húfurnar, bomsurnar og beygja sig upp í mót öskrinu frá fögru Esju.... Og setjast svo inn í rauða fákinn hjá vinkonum sínum og fara á stökki í bæinn. Maður sleppir ekki skóla þótt hraði vindsins sé 42 m/s í hviðum!! Seisei nei!! (ohh, rúmið mitt...sakna þín!)
Grænir hlekkir
- Betra líf
- Bændamarkaður - Frú Lauga
- Fataiðnaður - vinnuaðstæður
- Fjölmenningarsetrið
- Fyrstu spor í skólagöngu
- Græni hlekkurinn
- Grænn lífsstíll
- Healthy and pure products
- Heilsubankinn
- Léttari æska fyrir barnið þitt
- Maður lifandi
- Móðir Jörð
- Náttúran
- Orð dagsins - staðardagskrá 21
- Purity herbs
- Ryklaus Reykjavík
- Samferða
- Slow Design
- Slow Food
- Snyrtivöru tjékk
- Uppskriftabanki
- Uppskriftir - Ella Helga
- Uppskriftir - Ragnar Freyr
- Uppskriftir - Sigrún
- Villimey
- Vistvernd í verki
- Vistvæn innkaup
- Women's Environmental Network
- Yggdrasill
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli