föstudagur, maí 27, 2005

Heimsins öfgar

Nú er háönn útskriftanna..og í dag eru tvær athafnir!
Það eru MR, stóra mennta manían og Kvennó, litla kennslukommúnan. Ég óska þessum útskriftaárgangi...frá öllum framhaldsskólum Fróns...innilega til hamingju með árangurinn!!

En margt að gerast í heiminum með hverri mínútunni sem líður:
Á meðan allt er í uppnámi í Írak eftir uppstokkun Bush er hugsanlegt jafnvægi að komast á í landinu sem heitir Ísrael núna...en verður vonandi að tveimur ríkjum innan skamms: Ísrael og Palestína. Með fjárstyrk og stuðning frá mr.Bush...
Á meðan veikburða lífsþrótti eldri borgara er haldið uppi með fjöldaframleiddum lyfjum, hverfur ungt fólk frá veraldlegu lífi sínu í sorglegum slysum eða árásum.
Á meðan margir íbúar 'vesturheims' glíma við afleiðingar ofáts eru mæður í S-Súdan að sjóða gulnuð lauf til að gefa börnum sínum.
Á meðan Íslendingar eru að missa sig í íbúða og risa pallbílakaupum vegna verðbólgu/tolla/gjaldeyra/geðheilsu sveiflna eru asíubúar að kúldrast í 'íbúð' á stærð við sturtuhengi...eða hafa misst heimili sitt vegna náttúruhamfara eða styrjalda.

Á meðan ég er pikka þetta inn á tölvuna (og er að tala við fólk alls staðar í heiminum í gegnum netið/msn) er einhver einhvers staðar að láta lífið...án þess að geta kvatt fólkið sitt.

.................skiptir máli að vera meðvitaður um hvað er að gerast í heiminum í kringum okkur, en geta lítið sem ekkert gert, eða erum við betur sett að vera haldið utan við það versta eins og hinn bandaríski almenningur?

laugardagur, maí 14, 2005

Einu sinni var...

Jæja! Þá er mín búin að vera kjur á Fróni í mánuð..enda farin að láta á sjá! Borða og borða til að halda mér á jörðinni svo ég svífi ekki til Kanada með næsta flugi! Er með útblásin maga eins og börnin í Afríku, nema mín bumba er ekki vegna vannæringar heldur ofnæringar!

Horfði á mynd í gær...assault on precinct 13 (2005 útgáfuna)..hún er bara ágæt..en það er ekki tilgangurinn með þessum skrifum! Myndin gerist í Detroit, USA og fyndið hvað ferðalag getur gert manni: manni finnst maður vera miklu meira inn í myndinni (tengdur) ef maður hefur einhvern tímann komið á sögustað/tökustað....!

Annars er ég að púsla saman smá umsagnir um Ítalíu, (Austurríki), Frakkland, (Bandaríkin) og Kanada...þær verða svo birtar hér þegar að því kemur! :)

Útskriftir framundan hjá skólafólki á Íslandi og annars staðar...gangi ykkur vel öllum! Og auðvitað er Eurovision party menning Íslendinga óneitanlega tengd útskriftarveislum! Og árshátíðum slysavarnafélags..!!

þriðjudagur, maí 03, 2005

''Líf mitt í útlöndum''

Komið er út brot úr ævisögu Maríu Theodórsdóttur í tveimur bindum...ævintýrið sem allir hafa beðið eftir!
Lesendur sem hafa áhuga á að fá fyrirlestra, upplestrarkvöld eða myndasýningar geta pantað tíma hérna fyrir neðan með því að smella á ''comment''.

Höfundur hefur svo samband...!