laugardagur, maí 14, 2005

Einu sinni var...

Jæja! Þá er mín búin að vera kjur á Fróni í mánuð..enda farin að láta á sjá! Borða og borða til að halda mér á jörðinni svo ég svífi ekki til Kanada með næsta flugi! Er með útblásin maga eins og börnin í Afríku, nema mín bumba er ekki vegna vannæringar heldur ofnæringar!

Horfði á mynd í gær...assault on precinct 13 (2005 útgáfuna)..hún er bara ágæt..en það er ekki tilgangurinn með þessum skrifum! Myndin gerist í Detroit, USA og fyndið hvað ferðalag getur gert manni: manni finnst maður vera miklu meira inn í myndinni (tengdur) ef maður hefur einhvern tímann komið á sögustað/tökustað....!

Annars er ég að púsla saman smá umsagnir um Ítalíu, (Austurríki), Frakkland, (Bandaríkin) og Kanada...þær verða svo birtar hér þegar að því kemur! :)

Útskriftir framundan hjá skólafólki á Íslandi og annars staðar...gangi ykkur vel öllum! Og auðvitað er Eurovision party menning Íslendinga óneitanlega tengd útskriftarveislum! Og árshátíðum slysavarnafélags..!!

Engin ummæli: