föstudagur, desember 23, 2005

Jólajól!!



Gleðileg jól öllsömul og farsælt komandi ár!
Ef það er illskiljanlegt..kíkið þá á eftirfarandi:
Hebrew - Mo'adim Lesimkha. Shana Tova
Hindi - Shub Naya Baras
Hungarian - Kellemes Karacsonyiunnepeket & Boldog Új Évet
Iban -Selamat Ari Krismas enggau Taun Baru
..og margt meira á þessari síðu!

Hafið það sem allra bezt yfir hátíðina..slappið af og
njótið kærleikans og að gleðjið aðra!

Tilvitnun í Brynju Magnúsdóttir:
..geng ég til jólaljóssins með seríu í hjarta og músastiga um hálsinn!!

And let there be snow..

laugardagur, desember 17, 2005

Jólagrautur:

Já, það er svo sannarlega heiti tónleika gærnóttar, bæði á blaði og í raunveruleikanum!
Eftir nokkra pool-leiki fór ég með góðu Hvanneyrarliði og KampKnox meðlimum á Jólatónleika á NASA. Yfirskriftin var Jólagrautur og hélt ég að þar væri verið að vísa til þess að Hjálmar, Mugison og Trabant ætluðu að hrúga sér saman í (tón)listaverk.
En það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar öllu fólkinu var smalað upp á efstu hæðina þar sem við stóðum í tróðum ofan á tám og snerumst í kringum okkur sjálf eins og móðursjúkt smalafé. Allt í einu losnaði um þrengslin, þá var verið að hleypa fólki niður..jay, tónleikar að byrja! hugsuðum við. Fetuðum okkur léttstíg niður stigann en stoppuðum síðan í miðjum tröppunum..af því við komumst ekki lengra! Ó..þá var bara verið að hleypa niður í anddyrið svo fleiri kæmust fyrir í jólagrautinn! En að lokum brast stíflan og flaumurinn barst inn í salinn. Fundum okkur góðan stað við speglasúlurnar (sem skyggðu nú reyndar á sviðið..) og biðum eftir tónum.
Tónarnir komu seint um síðir og voru það Hjálmar sem voru í forrétt. Og það enginn smá forréttur..síðan bættist meistari Mugison í hópinn og tóku þeir Ljósvíkingur og fleiri lög. Áfram hélt tónveislan og blönduðust réttirnir vel saman! Annað hljóð kom í skrokkinn þegar Trabant menn komu á svið og reiddu fram sína tónsmíð í bland við Mugsion verk. Það var eins og öllum hefði verið gefin sprauta í rassin, þvílík örvun! Eftir yfirgengilega gott samspil lét Mugison sig hverfa í bili. Alltaf tókst að toppa fyrri flutning sama hversu mikil snilld það var.
Og ekki spillti fyrir dressöppið hjá þeim Trabant gæjum og þar kom skýringin á glimmergæjunum sem voru áberandi á dansgólfinu. Hélt að þetta væri nýjasta trendið hjá karlmönnum í bænum sem ég hefði misst af í sveitinni. En nei..Trabant menn voru shimmerað glimmeraðir útum allt, og í silki blússum og latex buxum. Ekki beint getnaðarlegir..en það var tónlistin! Fullnægingarsvipur á hverju andliti! Og er það ekki það sem jólin ganga út á..að gleðja fólk?! Að lokum kom eftirrétturinn með cherry on the top: allir saman á sviðinu og tóku saman lagið nasty boy við dillandi belly-undirspil Ragnars Trabant söngvara (silkið fékk að fjúka af bringunni). Þarna var toppnum náð í virkilega góðu samspili framúrskarandi íslenskra tónlistarmanna!
Held ég fari ekkert á fleiri tónleika eftir þessa þar sem ég kem alltaf til með að miða þá við þessar golden memories of a fancy frenzy!
Ekki það að ég hafi farið á marga tónleika..eiginlega bara framhaldsskóla fútt, 80% þeirra voru með Sálinni.
En það er ekki vert samanburðar, það er eins og að bera saman
bónus súkkulaði og belgískt lúxussúkkulaði...
eða gervileðursófa frá Ikea og ekta ítalskan leðursófa hannaður af Ferrari krúinu!
En ekki orð um það meir..fór með frábæru liði og hitti gott fólk úr Kvennaskólanum og af Kjalarnesinu og það bætti upp þann part sem snéri að áhorfendum, sem voru 98 % sneplafullt lið. Hef ekki skilning á því þegar kemur að svona tónlistarveislu..hvernig geturu fengið tónaveisluna beint í æð þegar alkóhól flýtur þar um líka? En þau um það..

Jólagrautur er ómissandi hluti af jólaandanum!!

mánudagur, desember 12, 2005

Life of students:


Já..það er ekkert sjálfgefið að tilvera nemenda sé eintómt sældarlíf. Hvað þá sveitaliðsins við LBHÍ; fólks sem er í blóma lífsins, leigir úti á landi og stundar nám með sveitaloftið beint í æð.
Nei, nám er lífstíll eins og vitur maður sagði í auglýsingu forðum. Hvurslags lífstíll kemur þá sérstaklega í ljós þegar líður að prófum og þú hefur ekki verið dugleg við að lesa námsefnið. Álíka dugleg við það eins og að fylgjast með kappræðum á Alþingi.
Við skulum líta á nokkur einkenni:

  • nemanda gengur erfiðlega að koma sér á fætur þar sem enginn hvati virðist vera til staðar og skammdegisþunglyndið er farið að síast í gegnum birtuna frá Ikea jólaljósaseríunni.
  • bjór liggur óhreyfður inn í ísskáp (sem er að mestu tómur) og nemandi sér hann í hillingum svífa um loftlausa íbúðina. En eins og flestum er kunnugt neyðast flestir nemendur til að neita sér um þessa forboðnu nautn yfir próflesturstímabilið.
  • innihald ísskápsins í heildina er álíka fjölbreytt & innihaldsríkt og tónlistasmekkur FM957 liðsins. Nemandi er svo uppstressaður og naglanagaður að hlutir eins og næring gleymast þar til garnirnar verða háværari en hugsanasuðið. Þá er stokkið í Bónus, sem er sjaldan jafn fátækt af kaupglöðum nemendum! Orkurík næring eins og nammi og Magic og kaffi fyllir körfuna..
  • óhreina taus-hóllinn er orðinn að ógnandi fjallgarði og þvottavélin hætt að muna eftir nemandanum og farin að telja götin á vindunni sinni.
  • svo eru jólin á næsta leiti og þau fara jafn vel í blóðþrýstinginn og budduna eins og prófin! Jólafríið fer svo í það að kaffæra stressinu í girnilegum og góðum mat og ná sér eftir spennufallið sem aðfangadagur er.

Þetta voru þessi helstu einkenni sem fylgja jólaprófsnemandanum. Ef þið eruð á ferð um Kringluna í jólagjafaferð og sjáið einhvern sem er heldur spastískur í hreyfingum..verið ekki of fljót að dæma; þetta gæti verið hinn sanni jólaprófsnemandi sem er ekki alveg komin úr prófsalnum. Er ennþá kuðlaður við borðið að skrifa með einni hendi og hina hendin annað hvort að klóra hársvörðin í leit að svörunum eða puttarnir afnaglaðir! Sýnið umburðalyndi á þessu hátíðartímabili og gefið þeim ekki falleinkunn við fyrstu sýn!

Gleðileg próf/jól!!

fimmtudagur, desember 08, 2005

Ilmur af jólum:

Hvað haldiði að mín hafi gert?
Jú..ein alveg að missa sig í jólastemningunni! Kom heim úr skólanum áðan og á móti mér tekur þessi líka jólakertalykt! Skildi semsagt kveikt á kerti í einn og hálfan tíma!! Ætla aldrei aftur að hafa það kósý á morgnana með jólatónlist og kertum þar sem meðvitundin virðist ekki vera í lagi!
Síðasti skóladagurinn í dag og hreingerningar eru að klárast. Nú þarf bara að létta af sér ýmsum loforðum áður en árið er á enda! Mundi eftir einu loforði þegar ég slökkti á kertunum (sem voru komin útum allt borð): skrifum um kvennafrídaginn og tengdu efni. Here we go (vinsamlegast athugið..ekki fyrir viðkvæma og hörundsára! og þetta er ekki byggt á 100 % sannindum, heldur minni skoðun. Getur vel verið að ég fari með rangt mál..þá tjáiru þig bara!) :

Þann 1.desember síðastliðinn var haldin ráðstefna í Kópavogi. Þessi ráðstefna bar titilinn: Karlar um borð - ráðstefna karla um jafnrétti.
Ég fékk veður af þessari ráðstefnu í gegnum skólapóstinn minn nokkru áður en þar sem ráðstefnan var einungis opin karlkyns fólki þá gat ég ekki farið þótt mig langaði mjög mjög mikið til þess!
En þessi hljóðláta kynning á ráðstefnunni fékk mig til að hugsa um kvennafrídagsherferðabombuna fyrir þann 24.október síðastliðinn. Tilefnið var kannski stærra..30 ára 'afmæli' jafnréttisbaráttunnar frá rauðsokkunni séð..en jafnréttisbaráttan í heild er mikilvægari.
Til þess að ég tali skýrar: sem hluti af björgunarsveit þá hef ég farið á námskeið í fyrstu hjálp og þeim fylgja sviðsettar æfingar. Þar er áherslan mikil á eftirfarandi atriði: einstaklingur sem lætur öllum illum látum er ekki mjög slasaður. Hugaðu fyrst að þeim sem ekkert láta í sér heyra.
Ósjálfráð viðbrögð margra á fyrstu æfingunum sínum er að veita þeim háværu of mikla athygli, en með tíð og tíma lærist þeim að leiða þá hjá sér og sinna þeim hljóðlátu sem eru oftar meira slasaðir.
Ég semsagt fór downtown þegar hinn háværi kvennafrídagur var og ég hugsaði með mér að þetta væri ekki rétta aðferðin til að hrinda jafnréttismálum í réttan farveg. Ekki það að ég sé með ráð við öllu og komin með jafnréttismálaplan..mér bara finnst eins og markmið margra þessara kvenna sé ekki jafnrétti heldur meira í þessum dúr: all animals are equal, but some animals are more equal than others.
Er ekki krafa um jafnrétti heldur eitthvað meira.

Hefði gefið mikið fyrir að komast á ráðstefnu karla þar sem velt var meðal annars upp þessari spurningu: eru jafnréttismál kvennabarátta?
~ : ~
Njótið þess að undirbúa hátíð ljóssins og gefið ykkur tíma til að hugsa hlýtt til þeirra
sem skipta ykkur máli!
Breytið dimmu og vetrarkulda í birtu og vinahlýju!
Knúúús!!

sunnudagur, desember 04, 2005

Þú skalt syngja lítið lag..
Nei hvur fj..kominn mánuður síðan ég tjáði mig hérna hér!
Hvað hefur gerst: tvítugsafmæli söngfuglsins Gulla...mjög skemmtileg veisla þar sem kverkar voru vættar og raddböndin þanin.
Kíkti á Rope-Yoga kynningu þar sem ég komst að því að maður getur ekki fyrirgefið öðrum, bara sjálfum þér.
Kvaddi ferðalanginn Nönnu á GrandRokk tónleikunum hennar..frrábært fólk þar!
Reunion hjá Kjalarnes grunnskólaliðinu...adrenalíngarður, grill og heitur pottur! Einn kom fljúgandi frá Norge tilað vera með! Respect!!
Borða lambalæri og humar með góðu fólki á Hvanneyri..namminamm! Fara í vísindaferð í Steypustöðina með góðum mannskap frá Hvanneyri...glimrandi góð ferð!
Kíkt á nýjustu Harry Potter myndina eftir það..í tilefni afmæli hjá elsku vinkonu minni!
Eldsnemma næsta dag var brunað yfir Langjökul með tveimur björgunarsveitum og nokkrum jeppum! Ævintýri líkast og yndislegt veður! Hverjum er ekki sama um kuldabola þegar útsýnið er æði gæði!! Grillað á Hveravöllum, pönnsað sig upp og hent sér í hverapottinn! "Brunað" á snjóbretti niður brekku (0,4°halli) með öllum hressu stelpunum á meðan kallarnir höfðu ofan af vel blautri rjúpnaskyttu, úr næsta skála, sem kíkti í heimsókn! Brunað tilbaka í bæin næsta dag..að sjálfsögðu yfir jökulin aftur! Þurftum að ná í einn drekann sem bilaði daginn áður. Það tók allan daginn þar sem snjóbíllinn sem kom úr bænum og átti að draga drekann heim..hann hámaði í sig alla olíuna og drapst af magaveiki upp á jökli...þannig við þurftum að teyma drekann niður á láglendið, allir þrír jepparnir!
Afmæli hjá mömmu...og ég pantaði flugmiðaí febrúar til Skotlands! ÍHA!!
Að ógleymdri skólavinnu, skólablaðsvinnu (fara í Kringluna og spurja fólk um Landbúnaðarháskólann og fara að gráta þegar nánast allir svara: sveit, beljur, kindur, bændur!!).
Og auðvitað góðar stundir með góðu fólki...á eyrinni (Hvann) og nesinu (Kjalar)!!
Framundan: próf, ritgerð, próf, jólakort, jólagjafir og jól..með smá snjókasti?! Hver veit!!
Hafið það gott í búningnum undir jólunum!!