Jólagrautur:
Já, það er svo sannarlega heiti tónleika gærnóttar, bæði á blaði og í raunveruleikanum!
Eftir nokkra pool-leiki fór ég með góðu Hvanneyrarliði og KampKnox meðlimum á Jólatónleika á NASA. Yfirskriftin var Jólagrautur og hélt ég að þar væri verið að vísa til þess að Hjálmar, Mugison og Trabant ætluðu að hrúga sér saman í (tón)listaverk.
En það fóru að renna á okkur tvær grímur þegar öllu fólkinu var smalað upp á efstu hæðina þar sem við stóðum í tróðum ofan á tám og snerumst í kringum okkur sjálf eins og móðursjúkt smalafé. Allt í einu losnaði um þrengslin, þá var verið að hleypa fólki niður..jay, tónleikar að byrja! hugsuðum við. Fetuðum okkur léttstíg niður stigann en stoppuðum síðan í miðjum tröppunum..af því við komumst ekki lengra! Ó..þá var bara verið að hleypa niður í anddyrið svo fleiri kæmust fyrir í jólagrautinn! En að lokum brast stíflan og flaumurinn barst inn í salinn. Fundum okkur góðan stað við speglasúlurnar (sem skyggðu nú reyndar á sviðið..) og biðum eftir tónum.
Tónarnir komu seint um síðir og voru það Hjálmar sem voru í forrétt. Og það enginn smá forréttur..síðan bættist meistari Mugison í hópinn og tóku þeir Ljósvíkingur og fleiri lög. Áfram hélt tónveislan og blönduðust réttirnir vel saman! Annað hljóð kom í skrokkinn þegar Trabant menn komu á svið og reiddu fram sína tónsmíð í bland við Mugsion verk. Það var eins og öllum hefði verið gefin sprauta í rassin, þvílík örvun! Eftir yfirgengilega gott samspil lét Mugison sig hverfa í bili. Alltaf tókst að toppa fyrri flutning sama hversu mikil snilld það var.
Og ekki spillti fyrir dressöppið hjá þeim Trabant gæjum og þar kom skýringin á glimmergæjunum sem voru áberandi á dansgólfinu. Hélt að þetta væri nýjasta trendið hjá karlmönnum í bænum sem ég hefði misst af í sveitinni. En nei..Trabant menn voru shimmerað glimmeraðir útum allt, og í silki blússum og latex buxum. Ekki beint getnaðarlegir..en það var tónlistin! Fullnægingarsvipur á hverju andliti! Og er það ekki það sem jólin ganga út á..að gleðja fólk?! Að lokum kom eftirrétturinn með cherry on the top: allir saman á sviðinu og tóku saman lagið nasty boy við dillandi belly-undirspil Ragnars Trabant söngvara (silkið fékk að fjúka af bringunni). Þarna var toppnum náð í virkilega góðu samspili framúrskarandi íslenskra tónlistarmanna!
Held ég fari ekkert á fleiri tónleika eftir þessa þar sem ég kem alltaf til með að miða þá við þessar golden memories of a fancy frenzy!
Ekki það að ég hafi farið á marga tónleika..eiginlega bara framhaldsskóla fútt, 80% þeirra voru með Sálinni.
En það er ekki vert samanburðar, það er eins og að bera saman
bónus súkkulaði og belgískt lúxussúkkulaði...
eða gervileðursófa frá Ikea og ekta ítalskan leðursófa hannaður af Ferrari krúinu!
bónus súkkulaði og belgískt lúxussúkkulaði...
eða gervileðursófa frá Ikea og ekta ítalskan leðursófa hannaður af Ferrari krúinu!
En ekki orð um það meir..fór með frábæru liði og hitti gott fólk úr Kvennaskólanum og af Kjalarnesinu og það bætti upp þann part sem snéri að áhorfendum, sem voru 98 % sneplafullt lið. Hef ekki skilning á því þegar kemur að svona tónlistarveislu..hvernig geturu fengið tónaveisluna beint í æð þegar alkóhól flýtur þar um líka? En þau um það..
Jólagrautur er ómissandi hluti af jólaandanum!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli