Ilmur af jólum:
Hvað haldiði að mín hafi gert?
Jú..ein alveg að missa sig í jólastemningunni! Kom heim úr skólanum áðan og á móti mér tekur þessi líka jólakertalykt! Skildi semsagt kveikt á kerti í einn og hálfan tíma!! Ætla aldrei aftur að hafa það kósý á morgnana með jólatónlist og kertum þar sem meðvitundin virðist ekki vera í lagi!Síðasti skóladagurinn í dag og hreingerningar eru að klárast. Nú þarf bara að létta af sér ýmsum loforðum áður en árið er á enda! Mundi eftir einu loforði þegar ég slökkti á kertunum (sem voru komin útum allt borð): skrifum um kvennafrídaginn og tengdu efni. Here we go (vinsamlegast athugið..ekki fyrir viðkvæma og hörundsára! og þetta er ekki byggt á 100 % sannindum, heldur minni skoðun. Getur vel verið að ég fari með rangt mál..þá tjáiru þig bara!) :
Þann 1.desember síðastliðinn var haldin ráðstefna í Kópavogi. Þessi ráðstefna bar titilinn: Karlar um borð - ráðstefna karla um jafnrétti.
Ég fékk veður af þessari ráðstefnu í gegnum skólapóstinn minn nokkru áður en þar sem ráðstefnan var einungis opin karlkyns fólki þá gat ég ekki farið þótt mig langaði mjög mjög mikið til þess!
En þessi hljóðláta kynning á ráðstefnunni fékk mig til að hugsa um kvennafrídagsherferðabombuna fyrir þann 24.október síðastliðinn. Tilefnið var kannski stærra..30 ára 'afmæli' jafnréttisbaráttunnar frá rauðsokkunni séð..en jafnréttisbaráttan í heild er mikilvægari.
Til þess að ég tali skýrar: sem hluti af björgunarsveit þá hef ég farið á námskeið í fyrstu hjálp og þeim fylgja sviðsettar æfingar. Þar er áherslan mikil á eftirfarandi atriði: einstaklingur sem lætur öllum illum látum er ekki mjög slasaður. Hugaðu fyrst að þeim sem ekkert láta í sér heyra.
Ósjálfráð viðbrögð margra á fyrstu æfingunum sínum er að veita þeim háværu of mikla athygli, en með tíð og tíma lærist þeim að leiða þá hjá sér og sinna þeim hljóðlátu sem eru oftar meira slasaðir.
Ég semsagt fór downtown þegar hinn háværi kvennafrídagur var og ég hugsaði með mér að þetta væri ekki rétta aðferðin til að hrinda jafnréttismálum í réttan farveg. Ekki það að ég sé með ráð við öllu og komin með jafnréttismálaplan..mér bara finnst eins og markmið margra þessara kvenna sé ekki jafnrétti heldur meira í þessum dúr: all animals are equal, but some animals are more equal than others.
Er ekki krafa um jafnrétti heldur eitthvað meira.
Hefði gefið mikið fyrir að komast á ráðstefnu karla þar sem velt var meðal annars upp þessari spurningu: eru jafnréttismál kvennabarátta?
~ : ~
Njótið þess að undirbúa hátíð ljóssins og gefið ykkur tíma til að hugsa hlýtt til þeirra
sem skipta ykkur máli!
sem skipta ykkur máli!
Breytið dimmu og vetrarkulda í birtu og vinahlýju!
Knúúús!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli