laugardagur, desember 25, 2004

Jólarólegheit!

Já..það var nú ekkert mikið stress á liðinu sem kom að versla hjá mér á Þorláksmessu. Ó nei, frekar nokkrir kærulausir skrautlegir menn! Lyktin var heldur ógeðfelld á köflum; skötulykt og brennivínslykt.
Eftir langan, skrautlegan og annasaman vinnudag var öslað með pakka í hendinni á Hard Rock Cafe til að setjast aðeins niður. Við barborðið sá maður strax nokkra viðskiptavini frá því um daginn..að fylla á endalausann tankinn! Ég entist nú ekki lengi í reykingastibbunni þannig ég fór út í frostið og keyrði af stað heim, endalaust þreytt.
Morguninn eftir: pakkað inn og vælt með jólalögum..farið í jólabaðið, andlitið sett upp, smellt sér í jólafötin og drifið sig út í bíl með gjafir handa vinum. Gaf og þáði: pakka, kossa, knús, óskir um gleðileg jól. Allt partur af því að gera jólin að því sem þau eru...
...alveg eins og biðin eftir því að klukkan verði sex! En loksins kom að því og þá var sest við borð og tekið til við að hesthúsa hangikjöt að vestan...með ora grænum og egils malt og appelsín (og auðvitað fullt af öðru meðlæti).
Eftir dýrindis mat og uppvask (jep..við erum ekki með uppþvottavél) var þrammað inn í stofu þar sem úrval af gjafapappír beið eftir dómsdegi sínum. Þau yngri voru miskunnarlaus...tættu pappírinn í sig á meðan þau eldri fóru hægar í þetta: þolinmæði þrautir vinnur allar!
En í miðjum klíðum pípir gemsinn hjá mömmu..neyðarlínan! Ert ekki að grínast...það er útkall!
Mamma fleygir í mig einum pakka og segir að það sé bezt að ég opni hann áður en ég skipti um föt. Ég breytist í miskunnarlausan gjafapappírstætara og í ljós kemur björgunarsveitajakki! Vúhú loksins! Smelli mér í cintamani, marmot, 66°N og fleiri góð merki sem halda á mér hita og í nýja jakkann yfir..með bros á vör! Ég og mamma brunum upp í hús og skiljum restina af fjölskyldunni eftir í upppakkningu.
'gleðileg jól' og 'ég var ekki búinn að opna alla pakkana' voru algengar setningar meðal björgunarmannanna...þar til alvaran tók við. Leit að manni í Reykjavík...vonsku veður úti og hann á inniskóm! En sem betur fer fannst hann, góð jólagjöf!

Nú er það bara að éta og liggja á meltunni..horfa á TV og hlusta á tónlist...bara hafa það gott, hvernig sem það verður!! Enn og aftur...gleðilega hátíð dúllurnar mínar og farið vel með ykkur!

Framundan: ball á 2. í jólum..og svo áramótin með tilheyrandi glimrandi skemmtun og gleði!!

miðvikudagur, desember 22, 2004

Gjörðu svo vel...og gleðilega hátíð!

Jæja börnin góð, senn kemur hápunktur hátíðahaldanna þennan myrka mánuð, þegar tendrað er á jólaljósunum kl.sex á aðfangadag og klukkurnar hringja inn jólin! Hver er ekki glaður og sæll á þeim tíma...hátíð ljóss og friðar. Ekki endilega kristinnar trúar tengt heldur eru jólin fyrir mér fjölskylduhátíð og hamingjan og friðurinn sem fylgja þessu...lýsir upp þunglyndis skammdegið!

Loksins frídagur hjá mér í vinnunni...svaf til hálfellefu og staulaðist svo út í bíl með pabba og Fríðu systu. Við lögðum á Hverfisgötunni og örkuðum inn á Laugarveg í nístandi frostinu. Slatti af fólki á röltinu, ómur af sömu glamrandi jólalögunum, kaffi og möndluilmur náði að ryðja sér leið inn um nefið í gegnum sultardropana....á gangstéttinni stirndi á frosinn ælupoll, eftir skrautlega helgi hjá einhverjum, sem á örugglega eftir að verða valdur að úlnliðsbroti hjá einstaklingi með hendur fullar af jólagjöfum og sér ekki hvar hann stígur niður fæti.
Eina tilfinningu sem tengist óneitanlega jólastemningunni hjá mörgum samlöndum mínum hef ég þó ekki orðið vör við...alla veganna ekki í jafn miklu magni og áður. Það er blessað jólastressið. Og nú ætti ég að vera búin að smá skammt af því í vinnunni, en svo er ekki. Stressið er á undanhaldi. Í Kringlunni beið fólk rólegt í röð eftir afgreiðslu og á stjörnutorginu stóð par með matarbakka og spurði fjölskyldu, sem sat við hálft borð, kurteislega hvort það mætti tylla sem við hliðiná þeim. Svo virðist sem flestir séu að læra inn á að skipuleggja tíma sinn fyrir jólin..
..en ég ætla nú ekki að segja já og amen við þessari tilgátu minni; enn á ég eftir að vinna á morgunn, Þorláksmessu dag og kvöld!
En í dag ætla ég sko að taka daginn með ró og leti, vefja gjöfum inn í glanspappír og krota á miða til:...og frá:...! Ekkert getur raskað minni stóísku ró, nema kannski rauð jólaspá?! Nei annars, ég er hætt að kippa mér upp við þá veðurspá! Orðinn að jólasið að hafa rauð jól, enda rauður jólalitur!

Gleðilega hátíð elsku snúllurnar mínar og hafið það sem allra allra bezt yfir jólin! Étið á ykkur gat án þess að hugsa um kaloríurnar (það má yfir jólin) og njótið þess að stúta gjafapappír og umslögum til þess að opinbera glaðning og góðar kveðjur!!




mánudagur, desember 06, 2004

Óritskoðaðar hugrenningar..

Og hvað heyrir maður svo á milli jólaauglýsinganna?! Babyliss hárdótið er frábær gjöf fyrir stelpur..og STRÁKA! Hárblásarar og sléttujárn.... oh my! Þetta hefði aldrei verið auglýst á tímum hellisbúans!!
Og ef Durex auglýsingin hefði verið spiluð snemma á síðustu öld þá hefði margur maðurinn fengið hjartaáfall! Verið að bera saman kynlíf með venjulegan smokk (falskur vælari syngur e-ð um sexy) og Durex smokk (you shook me all night long með ACDC) með einhverjum lögum....frekar silly!
Og hvað er málið með þessa Birgittu dúkku?! Ég meina manneskjan er ein dúkka í framan (skoðið coverið á nýjasta disknum hennar) en þeim tókst að gera dúkkuna eins ólíka fyrirmyndinni og hægt er! Eins og var sagt í morgunblaðinu: líkist meira Rut Reginalds en Birgittu sjálfri!

Ég held að ég slái persónulegt met í ár að innpökkun.. og er ekki einu sinni byrjuð að hugsa um jólagjafir sem ég ætla að kaupa! Er búin að pakka inn svona milli 10-20 pökkum í vinnunni! Skil ekki fólk sem að lætur pakka inn gjöfinni í versluninni....sorry, ég bara næ því ekki! Ekki taka þessu neitt persónulega ef að þið gerið svoleiðis, ég er bara ég og þetta eru mínar skoðanir óháð ykkar glimrandi persónuleika!
Mér finnst það að pakka inn jólagjöfum handa fjölskyldu og vinum, við klingjandi hljóm jólalaganna og sætan ilm af jólasmákökum, vera það eitt af mörgum ‘mómentum’ sem gera jólin að því sem þau eru! Þess vegna langar mig að teygja mig yfir búðarborðið og gúddera einn koss á þau sem vilja ekki láta vefja sinni gjöf inn í jólapappír! En hei..ég vil halda minni vinnu örlítið lengur!
Hver haldiði að hafi kíkt í La Senza um daginn? Enginn annar en hann Himmi kall! Og svei mér þá, ég held að hann hafi bjargað deginum fyrir mér! Búinn að vera heldur stressandi og leiðinlegur dagur, en þá kemur inn skælbrosandi og töfrandi Himmi með fjölskyldu og galdrar fram bros og jákvæðni hjá manni! Virðist liggja eitthvað í genunum hjá þeim bræðrum þessir galdrar! Held að Himma sé þetta eðlislægt að lífga fólk við..ég viðurkenni alveg að Himmi og ég erum ekki bestustu vinir sem hittumst alla daga, en ég meina við þekkjum hvort annað alla veganna! En þessi fáu skipti sem hann talaði við mig í Kvennó, og utan hans líka, þá var ég alltaf smá niðri. En eftir Himma chat þá er maður allt annar!
Kvennó, Kvennó, Kvennó...ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki farið í þann skóla! Kynntist fullt af frábæru fólki...annar yndislegur maður sem kom í La Senza fyrir nokkrum dögum: Guðmundur Valur! Hann leit nú bara inn til að tala við mig..sem lífgaði upp á þann dag!! Alltaf gaman að hitta Drekafluguna, sem er á sífelldu listaflugi núna, fyrir utan þeyting í kringum búferlaflutninga og fleira! Mikið að gera hjá honum..og mörgum öðrum góðum Íslendingum!!

..ekki mikið að gera hjá mér, þótt ég þykist vera bizzí með því að skrifa ekki í þetta rykfallna vefrit í marga marga daga!!