Óritskoðaðar hugrenningar..
Og hvað heyrir maður svo á milli jólaauglýsinganna?! Babyliss hárdótið er frábær gjöf fyrir stelpur..og STRÁKA! Hárblásarar og sléttujárn.... oh my! Þetta hefði aldrei verið auglýst á tímum hellisbúans!!
Og ef Durex auglýsingin hefði verið spiluð snemma á síðustu öld þá hefði margur maðurinn fengið hjartaáfall! Verið að bera saman kynlíf með venjulegan smokk (falskur vælari syngur e-ð um sexy) og Durex smokk (you shook me all night long með ACDC) með einhverjum lögum....frekar silly!
Og hvað er málið með þessa Birgittu dúkku?! Ég meina manneskjan er ein dúkka í framan (skoðið coverið á nýjasta disknum hennar) en þeim tókst að gera dúkkuna eins ólíka fyrirmyndinni og hægt er! Eins og var sagt í morgunblaðinu: líkist meira Rut Reginalds en Birgittu sjálfri!
Ég held að ég slái persónulegt met í ár að innpökkun.. og er ekki einu sinni byrjuð að hugsa um jólagjafir sem ég ætla að kaupa! Er búin að pakka inn svona milli 10-20 pökkum í vinnunni! Skil ekki fólk sem að lætur pakka inn gjöfinni í versluninni....sorry, ég bara næ því ekki! Ekki taka þessu neitt persónulega ef að þið gerið svoleiðis, ég er bara ég og þetta eru mínar skoðanir óháð ykkar glimrandi persónuleika!
Mér finnst það að pakka inn jólagjöfum handa fjölskyldu og vinum, við klingjandi hljóm jólalaganna og sætan ilm af jólasmákökum, vera það eitt af mörgum ‘mómentum’ sem gera jólin að því sem þau eru! Þess vegna langar mig að teygja mig yfir búðarborðið og gúddera einn koss á þau sem vilja ekki láta vefja sinni gjöf inn í jólapappír! En hei..ég vil halda minni vinnu örlítið lengur!
Hver haldiði að hafi kíkt í La Senza um daginn? Enginn annar en hann Himmi kall! Og svei mér þá, ég held að hann hafi bjargað deginum fyrir mér! Búinn að vera heldur stressandi og leiðinlegur dagur, en þá kemur inn skælbrosandi og töfrandi Himmi með fjölskyldu og galdrar fram bros og jákvæðni hjá manni! Virðist liggja eitthvað í genunum hjá þeim bræðrum þessir galdrar! Held að Himma sé þetta eðlislægt að lífga fólk við..ég viðurkenni alveg að Himmi og ég erum ekki bestustu vinir sem hittumst alla daga, en ég meina við þekkjum hvort annað alla veganna! En þessi fáu skipti sem hann talaði við mig í Kvennó, og utan hans líka, þá var ég alltaf smá niðri. En eftir Himma chat þá er maður allt annar!
Kvennó, Kvennó, Kvennó...ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki farið í þann skóla! Kynntist fullt af frábæru fólki...annar yndislegur maður sem kom í La Senza fyrir nokkrum dögum: Guðmundur Valur! Hann leit nú bara inn til að tala við mig..sem lífgaði upp á þann dag!! Alltaf gaman að hitta Drekafluguna, sem er á sífelldu listaflugi núna, fyrir utan þeyting í kringum búferlaflutninga og fleira! Mikið að gera hjá honum..og mörgum öðrum góðum Íslendingum!!
..ekki mikið að gera hjá mér, þótt ég þykist vera bizzí með því að skrifa ekki í þetta rykfallna vefrit í marga marga daga!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli