mánudagur, nóvember 22, 2004

Snjórinn er kominn að kveða burt..óbeyglaða bíla!

Grunaði ekki Gvend?! Alla veganna ekki mig..ég hefði hlegið af þeim sem sagt mér að það myndi vera snjór á grundu í heila viku..fyrir jól!
Daginn sem það snjóaði hvað mest var ég heima en var svo kölluð í vinnu klukkan fimm. Þar sem enginn bíll var heima (bróður mínum tókst að skauta aftan á bíl á ljósi og var því ennþá í bænum) tók ég strætó í bæinn. Það var byrjað að skafa heldur mikið þegar ég labbaði upp í skýlið. Skyggnið var svona 50 metrar..enda var ég um tvo tíma að komast niður í Baðhúsið í staðin fyrir hinar venjulegu 30-40 mínútur..
Skrýtin stemning úti þann daginn: mjög fáir bílar á ferð, fáar manneskjur úti...stóð í strætóskýli í Mosó. Horfði fram fyrir mig og sá: unga móður með barn í körfu, að rembast við að halda teppinu yfir körfunni svo snjófokið færi ekki á barnið. Annars var útsýnið ekkert meira en niðursnjóað landslag og svo einn og einn bíll sem skautaði fram hjá.
Anyways, það var óvissuferð/jamm í hinni vinnunni minni á laugardaginn var..en líka tvítugsafmæli hjá Hönnu Lilju..og hjá Sigurborgu. Óvissan byrjaði klukkan fimm með einum Tuborg og náttfötum sem við vorum klæddar í. Svo fengum við vísbendingu og okkur sparkað út í mannhafið í Kringlunni! Vúúíí! Svo var hver vísbendingin á fætur annarri rakin um alla Kringluna og við látnar leysa verkefni: syngja lög fyrir framan viðskiptavini, labba inn í vínbúðina með WC pappír í hönd og staupa á Kringlukránni!
Fengum samt að sleppa við að bjóða litlum börnum með okkur í leiktæki..enda hefðu krakkarnir eflaust rekið upp gól þegar hópur af skvísum í náttfötum hefði reynt að bjóða þeim í leiktæki með sér!
Eftir þetta var boðið upp á flatböku og meiri bjór...og svo lá leið okkar inn á Ölver þar sem lungu voru þanin og lögum nauðgað í nokkra tíma! Og að sjálfsögðu voru vættar kverkar þess á milli!
Að lokum var keyrt á Pravda..og ekki stoppaði söngurinn þó væri verið að keyra á næsta áfangastað! Á pravda fengum við meiri mjólk og meira gaman!
Ég kíkti smá í afmælið til Hönnu Lilju þar sem var líka söngur og gleði! Svo fór ég aftur á Pravda en þar voru einungis 3 stelpur eftir af liðinu. Endaði með því að bílstjórinn fór heim og ein var skilin eftir á Pravda. 2 gellur lögðu af stað í leiðangur...sem endaði á Hverfisbarnum! Dansað og annað..til svona fjögur, þá fórum við að huga að ferð á gististaði okkar!
Rakst á afmælisbarnið hana Hönnu Lilju að vaða snjóinn rétt hjá taxi pleisinu!

En annað..strandastrákarnir voru með tónleika síðastliðið kvöld...ég er svo lítið inni í því máli að ég veit ekki einu sinni hvar þeir voru, en fáir staðir koma til greina þannig ég giska á Laugardalshöll!
Annað að skrifa um hef ég ekki í erminni..kemur inn síðar í þessu vikulega-hálfsmánaðarlega vefriti!! Rosalega er ég orðinn 'þykjast vera upptekin'!! hmm...

En kíktu á þetta...drengilegir íþróttamenn og sonna!

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Flugslysaæfing o fleira!!

Litið yfir farinn veg..sem er heldur langur!
Er ekki ennþá að skilja Bandaríkjamenn og endurkjörís þeirra á herra Runna..

Er byrjuð að vinna í verslun sem selur undirföt...frábær búð og frábært starfsfólk!

Var á flugslysaæfingu á laugardaginn..varnarliðið á lakkskóm, brotabuxum og í skyrtum (+ gel í hárið) tók að sér mest allt sem var hægt að gera á Keflavíkurflugvellinum! En eitthvað var þó hægt að gera þarna..þótt að einhverjir 'sjúklingar' hafi ekki mætt á æfinguna!

Fór á árshátíð Hönnunar eftir flugslysaæfinguna. Hún var haldin á hótel Nordica..voða fancy. Fínn matur og góð tónlist. Allt á léttu nótunum þótt glösin hafi verið í yfirvigt að vökva! Enda sást það á myndbandi sem var sýnt að Hönnun fylgist vel með að enginn sé með þurrann háls á hvers konar viðburðum...líka á íþróttamótum!

Búið að fjölga í fjölskyldunni minni á ný...mamma og afgangurinn af systkinum mínum komin heim frá Danmörku..með fullt af dóti og nammi!
Einnig er ég búin að eignast gæludýr...glansandi fín og nett Dell fartölva sem liggur núna fyrir framan mig og murrar lágt á meðan ég er að pikka inn!

Annars er ég nett pirruð í þessum skrifuðu orðum...var að reyna að ná sambandi við Iceland Express í gegnum síma (nú hlær eflaust einhver af bjartsýninni í mér)!
Fékk að vita að allir þjónustufulltrúar væru uppteknir og að ég væri númer níu í röðinni!
Eftir fjögur lög (þýðir ekki að þetta hafi verið fjögur mismunandi lög!) fékk ég að vita að ég væri númer fimm! Noh, hugsaði ég...þetta gengur bara hratt! En eftir þrjú og hálft lag í viðbót var ég ennþá númer fjögur og systir mín var búin að koma tvisvar inn og spurja um símann þá ákvað ég að leggja á! Enda búin að bíða í tuttugu mínútur...

Ætla að hætta núna þessu krappi, hjálpa frekar mömmu að fylla ísskápinn af mat...eitthvað sem var ekki á meðan ég, pabbi og Friðrik vorum heima!! hehe..

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Karrí versus Runni

Jæja kids, nú er komið að 'heimsviðburði'! Ameríkanarnir lipru (auk nokkurra hárglaðra gyðinga) eru að fara að velja sér nýjan leiðtoga!! Verður það hinn jarðsprengjubundni Runni aftur eða fáum við spennandi sambland af Heinz tómatsósu og Karrí?! Hvor hefur fagurgalað betur? Allir sem hringiða í sæti sínu og geta ekki haldið aftur af sér ættu að kveikja á myndlampanum í kringum miðnætti og fylgjast með glamúrnum og dramanu.
Hinir sem líkjast mér ögn frekar gera eitthvað annað og heyra svo tíðindin á morgunn í útvarpinu!
Annar 'heimsviðburður' sem er sjóðheitur um þessar mundir er hið blessaða gos í Grímsvötnum. Æstir fréttamenn í beinni sem reyna að spyrja sérfræðingana 'pro' spurninga og myndir af tilkomumiklum stróknum voru ekki að gera sig fyrir mig til að byrja með. Puh, strókur...þetta var bara skýjahnoðri við sjóndeildarhringinn!! Fordómar hjá töff og kúl Íslendingi sem finnst þetta ekkert merkilegt.. En þurfti bara að bíða í nokkrar mínútur þá kom smá litur í þetta (aðallega svart samt..þið megið rífast um hvort það er litur) þegar myndir frá Ómari kallinum fóru að birtast á skjánum! Við erum að tala um eldingar með þrumum og öllum pakkanum! Ómar Ragnarsson klikkar ekki frekar en fyrri daginn!
Nú er bara að vona að ekkert tjón hljótist af þessu reglubundna frussi..

Nóvember er genginn í garð...bjóðum hann velkominn!
En passiði að vera ekki of hjartahlý gagnvart honum..hann gæti launað ykkur með smá kvefi eða einhverju meira krassandi!!

mánudagur, nóvember 01, 2004

Trallalla!!

Alltaf er hún Hildur hressa dugleg að minna mig á að skrifa eitthvað!
Maður er að reyna að sýnast upptekin..en það er nú bara pjúra lygi!
Þá er það bara að vinda sér í það að segja hvað ég hef verið að gera!!

Eins og ég var búin að minnast á þá VAR ég með verkfallskrakka..nú er kennaraverkfallið búið í bili. En ætli það hrynji ekki inn 9.nóvember á ný. En þá er maður vonandi komin í aðra vinnu..

Svo er ég bara búin að vera á haus í björgunarsveitarmálum: fara á labbinámskeið dauðans (námskeið í rötun og leitartækni), kaupa mér búnað og fara í sigferð..
Svo er verið að múra eldhúsgólfið..pabbi hugsaði fram í tímann og tók pönnuna inn í stofu til að geta steikt hamborgara! Ég kem heim þreytt og köld úr sigferð helgarinnar og get ekki beðið eftir hamborgara en stoppa í miðju spori... ''Pabbi..hvar eru diskar og áhöld?''
''Uh, inni í eldhúsi!''
Hamborgarar kvöldsins voru steiktir í góðu yfirlæti og þeim svo snúið við með smjörhnífnum frá því í hádeginu og gosið drukkið úr kaffibollunum sem pabbi og múrarinn höfðu drukkið úr (nottla búið að þrífa þá!). Hamborgarar borðaðir með guðsgöfflum fyrir framan sjónvarpið (óruglað hjá stöð 2 og sýn) með servíettu utan um..getur þetta orðið betra?!

Vil hrósa þeim sem standa að blaðinu Orðlaus...mín sko búin að bíða lengi eftir því að fá almennilegann karlmann framan á forsíðuna! Öll þessi blöð sem gefin eru út og forsíðurnar prýða skvísur í skjóllitlum pjötlum í 99% tilvika!
Nýjasta blaðið frá Orðlaus er með virkilega fallega forsíðu...nakinn mann í ísklifri! Mæli með þessu blaði!

Jæja..meira efni sem eitthvað pínu er varið í hef ég ekki á mér! Þannig ég held það sé kominn tími á að kötta krappið hér og nú!!

  • Þið sem eruð í skóla: keep up the good work!
  • og þið sem eruð í vinnu: keep the good work!

Hafið það gott krúsirnar mínar..