miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Flugslysaæfing o fleira!!

Litið yfir farinn veg..sem er heldur langur!
Er ekki ennþá að skilja Bandaríkjamenn og endurkjörís þeirra á herra Runna..

Er byrjuð að vinna í verslun sem selur undirföt...frábær búð og frábært starfsfólk!

Var á flugslysaæfingu á laugardaginn..varnarliðið á lakkskóm, brotabuxum og í skyrtum (+ gel í hárið) tók að sér mest allt sem var hægt að gera á Keflavíkurflugvellinum! En eitthvað var þó hægt að gera þarna..þótt að einhverjir 'sjúklingar' hafi ekki mætt á æfinguna!

Fór á árshátíð Hönnunar eftir flugslysaæfinguna. Hún var haldin á hótel Nordica..voða fancy. Fínn matur og góð tónlist. Allt á léttu nótunum þótt glösin hafi verið í yfirvigt að vökva! Enda sást það á myndbandi sem var sýnt að Hönnun fylgist vel með að enginn sé með þurrann háls á hvers konar viðburðum...líka á íþróttamótum!

Búið að fjölga í fjölskyldunni minni á ný...mamma og afgangurinn af systkinum mínum komin heim frá Danmörku..með fullt af dóti og nammi!
Einnig er ég búin að eignast gæludýr...glansandi fín og nett Dell fartölva sem liggur núna fyrir framan mig og murrar lágt á meðan ég er að pikka inn!

Annars er ég nett pirruð í þessum skrifuðu orðum...var að reyna að ná sambandi við Iceland Express í gegnum síma (nú hlær eflaust einhver af bjartsýninni í mér)!
Fékk að vita að allir þjónustufulltrúar væru uppteknir og að ég væri númer níu í röðinni!
Eftir fjögur lög (þýðir ekki að þetta hafi verið fjögur mismunandi lög!) fékk ég að vita að ég væri númer fimm! Noh, hugsaði ég...þetta gengur bara hratt! En eftir þrjú og hálft lag í viðbót var ég ennþá númer fjögur og systir mín var búin að koma tvisvar inn og spurja um símann þá ákvað ég að leggja á! Enda búin að bíða í tuttugu mínútur...

Ætla að hætta núna þessu krappi, hjálpa frekar mömmu að fylla ísskápinn af mat...eitthvað sem var ekki á meðan ég, pabbi og Friðrik vorum heima!! hehe..

Engin ummæli: