Karrí versus Runni
Jæja kids, nú er komið að 'heimsviðburði'! Ameríkanarnir lipru (auk nokkurra hárglaðra gyðinga) eru að fara að velja sér nýjan leiðtoga!! Verður það hinn jarðsprengjubundni Runni aftur eða fáum við spennandi sambland af Heinz tómatsósu og Karrí?! Hvor hefur fagurgalað betur? Allir sem hringiða í sæti sínu og geta ekki haldið aftur af sér ættu að kveikja á myndlampanum í kringum miðnætti og fylgjast með glamúrnum og dramanu.
Hinir sem líkjast mér ögn frekar gera eitthvað annað og heyra svo tíðindin á morgunn í útvarpinu!
Annar 'heimsviðburður' sem er sjóðheitur um þessar mundir er hið blessaða gos í Grímsvötnum. Æstir fréttamenn í beinni sem reyna að spyrja sérfræðingana 'pro' spurninga og myndir af tilkomumiklum stróknum voru ekki að gera sig fyrir mig til að byrja með. Puh, strókur...þetta var bara skýjahnoðri við sjóndeildarhringinn!! Fordómar hjá töff og kúl Íslendingi sem finnst þetta ekkert merkilegt.. En þurfti bara að bíða í nokkrar mínútur þá kom smá litur í þetta (aðallega svart samt..þið megið rífast um hvort það er litur) þegar myndir frá Ómari kallinum fóru að birtast á skjánum! Við erum að tala um eldingar með þrumum og öllum pakkanum! Ómar Ragnarsson klikkar ekki frekar en fyrri daginn!
Nú er bara að vona að ekkert tjón hljótist af þessu reglubundna frussi..
Nóvember er genginn í garð...bjóðum hann velkominn!
En passiði að vera ekki of hjartahlý gagnvart honum..hann gæti launað ykkur með smá kvefi eða einhverju meira krassandi!!
En passiði að vera ekki of hjartahlý gagnvart honum..hann gæti launað ykkur með smá kvefi eða einhverju meira krassandi!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli