mánudagur, nóvember 01, 2004

Trallalla!!

Alltaf er hún Hildur hressa dugleg að minna mig á að skrifa eitthvað!
Maður er að reyna að sýnast upptekin..en það er nú bara pjúra lygi!
Þá er það bara að vinda sér í það að segja hvað ég hef verið að gera!!

Eins og ég var búin að minnast á þá VAR ég með verkfallskrakka..nú er kennaraverkfallið búið í bili. En ætli það hrynji ekki inn 9.nóvember á ný. En þá er maður vonandi komin í aðra vinnu..

Svo er ég bara búin að vera á haus í björgunarsveitarmálum: fara á labbinámskeið dauðans (námskeið í rötun og leitartækni), kaupa mér búnað og fara í sigferð..
Svo er verið að múra eldhúsgólfið..pabbi hugsaði fram í tímann og tók pönnuna inn í stofu til að geta steikt hamborgara! Ég kem heim þreytt og köld úr sigferð helgarinnar og get ekki beðið eftir hamborgara en stoppa í miðju spori... ''Pabbi..hvar eru diskar og áhöld?''
''Uh, inni í eldhúsi!''
Hamborgarar kvöldsins voru steiktir í góðu yfirlæti og þeim svo snúið við með smjörhnífnum frá því í hádeginu og gosið drukkið úr kaffibollunum sem pabbi og múrarinn höfðu drukkið úr (nottla búið að þrífa þá!). Hamborgarar borðaðir með guðsgöfflum fyrir framan sjónvarpið (óruglað hjá stöð 2 og sýn) með servíettu utan um..getur þetta orðið betra?!

Vil hrósa þeim sem standa að blaðinu Orðlaus...mín sko búin að bíða lengi eftir því að fá almennilegann karlmann framan á forsíðuna! Öll þessi blöð sem gefin eru út og forsíðurnar prýða skvísur í skjóllitlum pjötlum í 99% tilvika!
Nýjasta blaðið frá Orðlaus er með virkilega fallega forsíðu...nakinn mann í ísklifri! Mæli með þessu blaði!

Jæja..meira efni sem eitthvað pínu er varið í hef ég ekki á mér! Þannig ég held það sé kominn tími á að kötta krappið hér og nú!!

  • Þið sem eruð í skóla: keep up the good work!
  • og þið sem eruð í vinnu: keep the good work!

Hafið það gott krúsirnar mínar..

Engin ummæli: