þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Yeah...that's us!

Var að vafra á netinu..íslenzkan í fyrirrúmi hérna....og rakst á þessa stórskemmtilegu frétt á mbl.is! Ok, ekkert skemmtileg frétt en fyrir björgunarsveitina á Kjalarnesi er hún það!
Það var verið að veita styrk til íslandsmeistarasveitar Kjalar...og sæta björgunarsveitin mín heitir Kjölur...400 þúsund kjeall! Ekki amalegt...ef þetta værum við! Við erum nú með Íslandsmeistarasveit...í fámenni, kassaklifri, kompuhúsnæði og kajakróðri!!

En svona að öllu gamni slepptu...bara brjálað að gera núna í skólanum, allt að vakna til lífsins. Er að klára Stærðfræði verkefni nr.2 fyrir grunnskóladeild, lesa grein fyrir Heimspeki, lesa greinar fyrir Landnýtingu & landbúnað og svo er leitarvélaverkefni í Aðferðafræði.
En að sjálfsögðu gef ég mér tíma fyrir hreyfingu...var að koma heim úr sveittum bandí-slag...nú er það bara sturta, lærdómur og matur! Var eitthvað talað um sauna..en það kemur bara í ljós!
En merkilegasta fréttin á mbl.is er án vafa þessi!! Yngsta systir mín hún Fríða skvísa, var í 1.sæti, 9-12 ára, í þessari sögusamkeppni. Því miður fær hún ekki að fara til Frakklands, en hún fékk hrúguna af alls konar flottum verðlaunum! Og hitti hann herra Ólaf Ragnar Grímsson og tók í spaðann á honum! Ekki slæmt...

Tjus mit folk!!

mánudagur, ágúst 29, 2005

Ben & Jerry's ís...mmm!!

Ein vika í skólanum liðin...og næsta byrjuð!
Var bara þokkalega lengi í skólanum í dag: frá níu til hálfþrjú! Ný stundaskrá...
Fór í körfubolta í ''höllinni'' klukkan níu að kvöldi til og var bara að koma heim! Hörku körfubolti með svakalegu fólki og svo er bandí á morgun! Get ekki beðið eftir að vera hökkuð í spað!
En sem stendur er ég bara á sloppnum eftir smá sturtuskvettu og er núna að rembast við að ná plastinnsigli af einhverjum amerískum draumi: Ben & Jerry's ísdollu...sem er örugglega dísætur andskoti! En ég bara verð að prófa eina skeið fyrir svefninn....ef ég næ þessu plasti af!!

Annars bið ég bara góða og fallega nótt!
Er búin að ná lokinu af og ætla því ekki að hafa þetta lengra!!

Verði mér að góðu...þakka mér fyrir!!
!..mmm..!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Það er draumur að vera með dáta...

Núna eru liðnir tveir dagar af þessari fyrstu önn...af fjórum! Já þessu er skipt niður eins mikið og mögulegt er hérna á Hvanneyri!
Fyrsta daginn var byrjað á því að kynna helstu máttarstólpa stofnunarinnar og hvernig þetta nám gengi fyrir sig. Deildastjórarnir kynntu fyrir okkur, brand new nemum, sínar námsbrautir. Og þá rann upp fyrir mér ljós af hverju það væri svona heldur dauft yfir svæðinu. Þannig er það að elsta nám skólans hefst ekki fyrr en í október. Í byrjun þess mánaðar streyma hingað námsfolarnir í búfræðum, en það vill svo til að þar er kynjaskiptingin 3/4 karlar! Þessu er öfugt farið á hinum þremur háskóladeildunum: 3/4 konur. Sem þýðir að núna er svæðið krökkt af kvenkyns verum á öllum aldri sem bíða þöglar og spenntar eftir karlpeningnum sem kemur í hús eftir mánuð. Stemningin er eins og biðin við höfnina eða flugvöllin eftir að sjá navy gæjana eða aðra army dáta!
En nóg um það...meira um skólann!
Það er lítið hægt að segja um stundaskránna enda stendur lítið á henni. Er að íhuga aftur að fjárfesta í farartæki af einhverri sort eða sjónvarpskaupum.....ekki mikill lærdómur enn sem komið er. Og allt getur maður gert á netinu! Erum með yndislegan skólavef þar sem við getum spjallað við alla nemendurna á sér messenger og líka kennarana!
Til dæmis er ég strax stolt af stærðfræðikennaranum mínum sem sér líka um tölvukerfi skólans; hún er margfaldur íslandsmeistari í spjótkasti og kallar sko ekkert allt ömmu sína! Núna held ég að ég verði að taka við á í þessum fræðum svo ég endi ekki örend á spjótsenda!
Gamli skólinn er í svona Kvennó-aðalhúss stíl og skrifstofuhúsið í MR-stíl. Nema húsin eru í þessum íslensku sveitabýlis litum: hvítt hús, grænir karmar og rauð þök!
Hérna er svo ullarselið góða, kertasmiðja, Kollubúð (matvörur og myndbandaleiga) og bráðlega sæt sveitakrá! Carlsberg merkið er komið upp!
Möguleikar á íþróttaiðkun og hreyfingu: beljuhindrunarstökk, reiðtúrar (þarf að ná mér í fola!)....og útreiðar, regnhlífarölt eða hlaup á staðnum í íþróttahúsi þar sem allir MR ingar myndu segja hóm svít hóm! Eða taka daginn í það að labba út í Borgarnes...MJÖG góð hreyfing!
Kíki suður í bæinn um helgina! Lítið að gera í skólanum eins og er...allar heimsóknir hingað verða því að bíða, sorrí!!
:)

föstudagur, ágúst 19, 2005

Simple life: Paris Hilton og María Theodórsdóttir

Jæja..þá er komið að því! Ég er komin með aðra löppina inn í húsnæðið mitt á Hvanneyri!! Nú á bara eftir að flytja skipfarmana af aðal málinu: fötunum mínum.....og já, fóðrinu. Nú er að sjá hvort ég kem til með að nota bæjar stígvélin mín eða hvort ég þarf alfarið að gíra mig niður/upp í dreifbýlistúttur!! Við erum að tala um að ég er að fara úr úthverfi Reykjavíkur (einskismannslandi) í alvöru sveit!! ;)

En semsagt til að fólk sé up to date: María Theodórsdóttir er að fara að hefja nám í umhverfisfræði til þriggja ára Bs-gráðu frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri...svo leiðir tíminn í ljós hvert framhaldið verður!
Búin að vera á þvælingi í bænum að eyða pening í alls konar hluti og dót sem á að fitta innan 24 fermetra rýmis sem mér var úthlutað....held það endi með því að ég geti ekki boðið neinum í heimsókn!
En ef þið viljið ólm kíkja í heimsókn þá skal ég reyna að halda smá gangvegi!! Og fyrir upplýsingasakir: Hvanneyri er EKKI á hjara veraldar...við erum að tala um klukkutíma akstur frá miðbæ Reykjavíkur!! Þannig að afsakanir um lítinn tíma aflögu verða ekki teknar gildar...er að taka til skoðunar afsakanir eins og 'bensín dýrara en gull', 'það er rán að fara í Hvalfjarðagöngin' og 'ég hef aldrei farið út fyrir 101'...

Menninganótt er að skríða inn í bæinn!! Fyrri part dagsins verð ég staðsett við Laugardalinn að beina Reykjavíkurmaraþon hlaupurum á rétta braut og passa að þeir verði ekki keyrðir niður...og ég þar með talin!
Um kvöldið á svo að slappa af í bænum með góðu fólki!!! Hafið það gott um helgina!!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Tölfræðilegar upplýsingar

Laugardaginn 13.ágúst:
vaknað klukkan sex,
keyrt norður frá 7-11,
rafting frá 13.30-17.30
keyrt suður frá 19.30-23.30,
keyrt í bæinn 00.15-0.40
dansað frá 01.00-03.30
keyrt heim 04.00-04.30

Semsagt....
- vakandi í tæpan sólarhring
- keyrsla: 9 tímar
- keyrt á fugl: 1 skipti
- raftað niður Jökulsá Eystri: 4 tíma
- dansað: 2 og 1/2 tíma
- dottið út í Jökulsá og bjargað af fjallmyndarlegum kajak-björgunarmanni: 1 skipti
- fengið pinnahæla í gegnum fætur og olnbogaskot frá trylltum fertugum lýðnum á milljónamæringaballinu: var hætt að telja í 30...

Gæti haldið lengi áfram! En í heildina var þetta æðislegur sólarhringur..mjög þreytt og aum í bakinu og bakhlutanum en það fylgir þessu bara!
Frábær rafting ferð með frábæru fólki...mikið um bátsveltur og fólk-fyrir-borð en allt fór vel sem betur fer, þrátt fyrir klettaárekstra og fleira.
Fór á Broadway með tveimur eldhressum fyrrverandi Kvennó-píum, Kollu og Siggu og þar var dansað fram á miðja nótt með hálfvöltu fólki á miðjum aldri sem var að skemmta sér líka!
Er búin að sofa í 4 tíma...og er að hugsa um að skríða upp í rúm aftur! Kúri veður úti og ég og sængin erum 'like this'!

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Sumarið er tíminn!!!


Jæja folks...þá fer að styttast í að skólinn hefjist á ný...sem þýðir að sumarið er að renna út!
Og hvað er maður svo búin að gera í sumar?
Kynnast mýflugunum nánar að Mývatninu hinu fagra.
Rölta 260 km með 3 metra langa stöng á öxlinni.
Ná mér í helvíti gott stuttbuxnafar, bolafar, hlýrabolafar...og SOKKAFAR!! Svo er maður með fallega hvítar broshrukkur útfrá augunum...
Horfa á býflugur í þúsundatali gefa upp öndina við þjóðveginn.
Eyða nokkrum klukkutímum í vangaveltur um athafnir íslensku þjóarinnar í ökutækjum...útfrá notuðum verjum sem liggja eins og hráviði við vegkanta landsins!
Síðasti dagurinn var svo kórónaður í þeim efnum þegar við rákum augun í kassa utan að pumpu...af þeirri gerðinni sem allir þekkja úr Austin Powers myndunum!!
Ég hef labbað í mígandi rigningu, hífandi roki (þar hefuru það Friðrik Dagur! Það er meira rok á Mývatni en á Kjalarnesi!!), brakandi sól og blanka logni. Hitastig frá 2° upp í 25° yfir allt sumarið er býsna breitt bil...
Svo hefur maður kynnst alls konar fólki..allt frá forvitnum bændum sem bjóða manni upp á kaffi og eru ekkert nema almennilegheitin, yfir í froðufellandi ökuþóra eða stóriðjumótmælendur/náttúruverndarsinna sem skjóta mann niður með laser-augum sínum um leið og þau heyra orðið Landsvirkjun nefnt. Andúðin gegn fyrirtækinu er ekki jafn dulin eins og áður fyrr og er það jákvætt....að ég held...að fólk láti í ljós skoðanir sínar.
Gott dæmi um paranoiuna í okkur í lok sumarsins: erum að mæla til baka að bílnum þegar við sjáum í fjarska einhvern labba að Patrolnum, kíkja inn og snuðra í kringum hann þar sem hann er í vegkantinum. Hugsum strax hvort hann sé ekki læstur og höldum áfram að mæla þó með auknum hraða. Klárum bilið á mettíma og kíkjum hikandi á bílinn...en enginn bílsprengja, borði með áróðursorðum eða pissublettur á bílgreyinu. Andvörpuðum öll af létti og hlógum af ímyndunarveikinni í okkur!

Núna tekur við annar kafli...skóli framundan og nám sem fékk hárin til að rísa á nokkrum íhaldssömum starfsmönnum Landsvirkjunar: Umhverfisfræði við Lbhí - Hvanneyri!!

En þekking er af hinu góða, eyðir fordómum og kemur í veg fyrir ranga notkun mannsins og túlkun á ýmsu í ferli lífsins. Svo ekki sé minnst á umburðarlyndi okkar gagnvart öðrum af okkar kyni, burtséð hvernig hann er á litinn eða hverju hann trúir....

@>-/-,--

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Umhuxunarverður brandari...eða?
Vitur maður + vitur kona = rómantík
Vitur maður + heimsk kona = framhjáhald
Heimskur maður + vitur kona = hjónaband
Heimskur maður + heimsk kona = ólétta
~ þar hafiði það ef þið voruð í einhverjum vafa! ~

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Mér eru allar dyr lokaðar!!

Jep, ég læsti mig úti úr mínu herbergi! Það er verið að gramsa í skrofstofum Kröfluvirkjunnar og reyna að finna master lykilinn...er með krosslagða putta!
Lítið merkilegt að gerast hérna á vegum landsins milli Kröflu og Húsavíkur...ekki hundi úti sigandi í þessu veðri..en auðvitað hallamælingafólki!! Er ennþá með fallegan bláma á fingrunum!
Framundan: klára veginn norður út að Húsavík, fara heim og pakka niður og innsigla herbergið mitt...becaus' I'm movin' to Hvanneyri! Ég er semsagt að fara að hefja mína skólagöngu við Lbhí Hvanneyri og ég mun hafa mína eigin ruslakompu þar! Nú skulu bara allir fylgjast með hvort 'Allt í drasli' ráðist til altögu við eina íbúðina, Skólaflöt!
Banka hazarinn á Íslandi er að fara úr gullböndunum....við erum að tala um peningaupphæðir nefndar sem ég hélt ég myndi bara lesa um í tenglsum við Jóakim Aðalönd eða Bill Gates. Billjón...finnst ég vera orðin lítil aftur og standa í metingi við krakkana á leikskólanum: ''pabbi minn á milljón billjón trilljón skrilljónir af peningum!'' En núna eru kannski einhverjir krakkaormar andlitið útbíað í hori og sandi sem geta sagt þetta og ekki verið að skrökva svo mikið.....hmmm!!

Leit dagsins: hringitóna með klaufabárða-laginu!! plís, segið mér að þeir séu til!! Snilldarlag sem væri ennþá meiri shnilld sem hringing!!!

Eftirvænting vetrarins: The chronicles of Narnia myndin!! Hver man ekki eftir bókunum góðu eða TíVí-þáttunum back in the days...