þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Það er draumur að vera með dáta...

Núna eru liðnir tveir dagar af þessari fyrstu önn...af fjórum! Já þessu er skipt niður eins mikið og mögulegt er hérna á Hvanneyri!
Fyrsta daginn var byrjað á því að kynna helstu máttarstólpa stofnunarinnar og hvernig þetta nám gengi fyrir sig. Deildastjórarnir kynntu fyrir okkur, brand new nemum, sínar námsbrautir. Og þá rann upp fyrir mér ljós af hverju það væri svona heldur dauft yfir svæðinu. Þannig er það að elsta nám skólans hefst ekki fyrr en í október. Í byrjun þess mánaðar streyma hingað námsfolarnir í búfræðum, en það vill svo til að þar er kynjaskiptingin 3/4 karlar! Þessu er öfugt farið á hinum þremur háskóladeildunum: 3/4 konur. Sem þýðir að núna er svæðið krökkt af kvenkyns verum á öllum aldri sem bíða þöglar og spenntar eftir karlpeningnum sem kemur í hús eftir mánuð. Stemningin er eins og biðin við höfnina eða flugvöllin eftir að sjá navy gæjana eða aðra army dáta!
En nóg um það...meira um skólann!
Það er lítið hægt að segja um stundaskránna enda stendur lítið á henni. Er að íhuga aftur að fjárfesta í farartæki af einhverri sort eða sjónvarpskaupum.....ekki mikill lærdómur enn sem komið er. Og allt getur maður gert á netinu! Erum með yndislegan skólavef þar sem við getum spjallað við alla nemendurna á sér messenger og líka kennarana!
Til dæmis er ég strax stolt af stærðfræðikennaranum mínum sem sér líka um tölvukerfi skólans; hún er margfaldur íslandsmeistari í spjótkasti og kallar sko ekkert allt ömmu sína! Núna held ég að ég verði að taka við á í þessum fræðum svo ég endi ekki örend á spjótsenda!
Gamli skólinn er í svona Kvennó-aðalhúss stíl og skrifstofuhúsið í MR-stíl. Nema húsin eru í þessum íslensku sveitabýlis litum: hvítt hús, grænir karmar og rauð þök!
Hérna er svo ullarselið góða, kertasmiðja, Kollubúð (matvörur og myndbandaleiga) og bráðlega sæt sveitakrá! Carlsberg merkið er komið upp!
Möguleikar á íþróttaiðkun og hreyfingu: beljuhindrunarstökk, reiðtúrar (þarf að ná mér í fola!)....og útreiðar, regnhlífarölt eða hlaup á staðnum í íþróttahúsi þar sem allir MR ingar myndu segja hóm svít hóm! Eða taka daginn í það að labba út í Borgarnes...MJÖG góð hreyfing!
Kíki suður í bæinn um helgina! Lítið að gera í skólanum eins og er...allar heimsóknir hingað verða því að bíða, sorrí!!
:)

Engin ummæli: