Simple life: Paris Hilton og María Theodórsdóttir
Jæja..þá er komið að því! Ég er komin með aðra löppina inn í húsnæðið mitt á Hvanneyri!! Nú á bara eftir að flytja skipfarmana af aðal málinu: fötunum mínum.....og já, fóðrinu. Nú er að sjá hvort ég kem til með að nota bæjar stígvélin mín eða hvort ég þarf alfarið að gíra mig niður/upp í dreifbýlistúttur!! Við erum að tala um að ég er að fara úr úthverfi Reykjavíkur (einskismannslandi) í alvöru sveit!! ;)
En semsagt til að fólk sé up to date: María Theodórsdóttir er að fara að hefja nám í umhverfisfræði til þriggja ára Bs-gráðu frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri...svo leiðir tíminn í ljós hvert framhaldið verður!
Búin að vera á þvælingi í bænum að eyða pening í alls konar hluti og dót sem á að fitta innan 24 fermetra rýmis sem mér var úthlutað....held það endi með því að ég geti ekki boðið neinum í heimsókn!
En ef þið viljið ólm kíkja í heimsókn þá skal ég reyna að halda smá gangvegi!! Og fyrir upplýsingasakir: Hvanneyri er EKKI á hjara veraldar...við erum að tala um klukkutíma akstur frá miðbæ Reykjavíkur!! Þannig að afsakanir um lítinn tíma aflögu verða ekki teknar gildar...er að taka til skoðunar afsakanir eins og 'bensín dýrara en gull', 'það er rán að fara í Hvalfjarðagöngin' og 'ég hef aldrei farið út fyrir 101'...
Menninganótt er að skríða inn í bæinn!! Fyrri part dagsins verð ég staðsett við Laugardalinn að beina Reykjavíkurmaraþon hlaupurum á rétta braut og passa að þeir verði ekki keyrðir niður...og ég þar með talin!
Um kvöldið á svo að slappa af í bænum með góðu fólki!!! Hafið það gott um helgina!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli