miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Sumarið er tíminn!!!


Jæja folks...þá fer að styttast í að skólinn hefjist á ný...sem þýðir að sumarið er að renna út!
Og hvað er maður svo búin að gera í sumar?
Kynnast mýflugunum nánar að Mývatninu hinu fagra.
Rölta 260 km með 3 metra langa stöng á öxlinni.
Ná mér í helvíti gott stuttbuxnafar, bolafar, hlýrabolafar...og SOKKAFAR!! Svo er maður með fallega hvítar broshrukkur útfrá augunum...
Horfa á býflugur í þúsundatali gefa upp öndina við þjóðveginn.
Eyða nokkrum klukkutímum í vangaveltur um athafnir íslensku þjóarinnar í ökutækjum...útfrá notuðum verjum sem liggja eins og hráviði við vegkanta landsins!
Síðasti dagurinn var svo kórónaður í þeim efnum þegar við rákum augun í kassa utan að pumpu...af þeirri gerðinni sem allir þekkja úr Austin Powers myndunum!!
Ég hef labbað í mígandi rigningu, hífandi roki (þar hefuru það Friðrik Dagur! Það er meira rok á Mývatni en á Kjalarnesi!!), brakandi sól og blanka logni. Hitastig frá 2° upp í 25° yfir allt sumarið er býsna breitt bil...
Svo hefur maður kynnst alls konar fólki..allt frá forvitnum bændum sem bjóða manni upp á kaffi og eru ekkert nema almennilegheitin, yfir í froðufellandi ökuþóra eða stóriðjumótmælendur/náttúruverndarsinna sem skjóta mann niður með laser-augum sínum um leið og þau heyra orðið Landsvirkjun nefnt. Andúðin gegn fyrirtækinu er ekki jafn dulin eins og áður fyrr og er það jákvætt....að ég held...að fólk láti í ljós skoðanir sínar.
Gott dæmi um paranoiuna í okkur í lok sumarsins: erum að mæla til baka að bílnum þegar við sjáum í fjarska einhvern labba að Patrolnum, kíkja inn og snuðra í kringum hann þar sem hann er í vegkantinum. Hugsum strax hvort hann sé ekki læstur og höldum áfram að mæla þó með auknum hraða. Klárum bilið á mettíma og kíkjum hikandi á bílinn...en enginn bílsprengja, borði með áróðursorðum eða pissublettur á bílgreyinu. Andvörpuðum öll af létti og hlógum af ímyndunarveikinni í okkur!

Núna tekur við annar kafli...skóli framundan og nám sem fékk hárin til að rísa á nokkrum íhaldssömum starfsmönnum Landsvirkjunar: Umhverfisfræði við Lbhí - Hvanneyri!!

En þekking er af hinu góða, eyðir fordómum og kemur í veg fyrir ranga notkun mannsins og túlkun á ýmsu í ferli lífsins. Svo ekki sé minnst á umburðarlyndi okkar gagnvart öðrum af okkar kyni, burtséð hvernig hann er á litinn eða hverju hann trúir....

@>-/-,--

Engin ummæli: